Þrykk og málun

Verkefni unnið í anda myndlistamannsins Davíðs Arnar Halldórssonar. Teiknað með límbandi og málað með litlum málararúllum.

Markmið

Leikur með óhefðbundin efni og aðferðir í málun. Að kynnast íslenskri samtímamyndlist.

LÝSING

Við byrjuðum á að hittast í hring á gólfinu með bókinna Ofhlæði sem fjallar um myndlistarmanninn Davíð Örn. Skoðuðum listaverkin hans, hvernig hann hleður allskonar formum saman í öllum regnboganslitum, hvernig hann blandar saman þrykki og málun á margvíslega hluti, tvívíða eins og tréplötur og húsagafla og þrívíða hluti/fundna hluti eins og stofuborð, rúm og kommóður.

Nú færðum við okkur uppá vinnuborð, þar sem fyrir eru stór hvít blöð og málingar límbandsrúllur (ein á mann). Hvað getum við gert með límbandsrúlluna og blaðið? Smá þögn myndaðist í hópnum og ýmsar hugmyndir fæddust. Út frá þeim hugmyndum byrjuðu nemendur að draga út límbandið og teikna með löngum lengjum (eins langt og hver réði við) þvers og kruss um blaðið, pössuðu að límbandið væri slétt og vel fest niður. Þá skoðuðum við margskonar plast blúndudúka, stóra og litla og völdum okkur eitt stykki til að leggja ofan á blaðið. Svamprúlla, neon þrykkmáling og bakkar fyrir málinguna voru hér kynnt til leiks. Einn litur var valinn og byrjað að rúlla yfir plastdúkinn, dúknum lyft upp af blaðinu og kíkt undir. Við skiptumst á með litina og fengum okkur nokkrar tegundir af blúndudúkum. Stundum gátum við snúðið dúkunum við, sett á nýjan stað og notað þá eins og stimpla.

Þegar blaðið var orðið fullt af skrautlegu mynstri og litaofhlæði skoðuðum við verkið okkar. Leituðum að formum eins og hringjum, fylltum upp í auða fleti og bættum við af hjartans list. Þá notum við málingarpensla og bjarta akrílliti. Að lokum losuðum við límbandið af myndinni. Við vönduðum okkur við að ná því heilu af myndinni. Mikið var límbandið skrautlegt. Við límdum það uppá vegg til skrauts og yndisauka.