Innsetning eftir Þingvallamynd

Innsetning unnin eftir málverki. Öll element málverksins eru mótuð í leir og sett saman í eitt verk.

Markmið

Að nemendur kynnist verki úr íslenskri listasögu og byggi eigið verk á því. Að gera eftirmynd af málverki í þrívíðu líkani. Að nemendur geri sér grein fyrir skala/stærðarhlutföllum. Að efla samvinnu.

LÝSING

Verkefnið var að móta myndefni málverksins í leir.  Öll aðal element málverksins voru mótuð í leir og svo sett saman í eitt verk;  nokkurs konar líkan.  Stærðarhlutföll voru höfð eins raunveruleg og hægt var og þá gátum við séð sjónarhorn málarans, en við gátum líka séð allt önnur sjónarhorn.

Hver og einn fékk úthlutað einum hlut úr málverkinu sem hann mótaði;  fjall, vatn, hestur, bær, kirkja...

Allir hlutarnir voru handmótaðir úr grófum steinleir og glerjaðir.  Í líkanið notuðum við líka blautan leir, sand og vatn.

Á sýningunni var öllum hlutunum raðað saman í innsetningu í gömlu kolageymslunni í kjallara Þjóðmenningarhússins.

Efni og áhöld

mynd af málverki, grófur steinleir, áhöld til mótunar, glerungar, sandur, vatn