Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Manon Lescaut
Sagan af Manon Lescaut og riddaranum Des Grieux kom fyrst út árið 1731 og er talin með helstu ritum franskra bókmennta.

Sögusviðið er Frakkland og Louisiana við upphaf 18. aldarinnar. Hér segir frá elskendunum Des Grieux og Manon Lescaut. Hinn ungi aðalsmaður snýr baki við væntingum og ríkidæmi fjölskyldu sinnar þegar hann hleypst á brott með Manon til Parísar. Þar búa þau saman og lifa hátt meðan peningarnir duga til. En þegar fátækt ber að dyrum reynir á ástina.

Sagan þótti á sínum tíma ósæmileg og var bönnuð í Frakklandi um leið og hún kom út. Þrátt fyrir það varð sagan mjög vinsæl og víða lesin. Önnur útgáfa sögunnar, endurskoðuð með tilliti til velsæmis, kom út árið 1753.

Höfundurinn, séra Prévost, átti afar litríkan æviferil. Hann var sextán ára gamall sendur til náms í Jesúítaklaustri, en skorti þó köllunina og strauk því úr klaustrinu til að ganga í herinn. Hann sneri svo aftur til klausturlífsins nokkrum sinnum á milli þess sem lífsins lystisemdir kölluðu. Einnig lagði hann stund á guðfræði og þótti frábær predikari. Ritverk hans voru fjölmörg, þar á meðal um 50 skáldsögur.

Guðbrandur Jónsson þýddi.

Logi Guðbrandsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:00:48 462 MB

Tilhugalíf
Tilhugalíf (Good Wives) eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott er framhald sögunnar Yngismeyjar (Little Women). Hér fá hlustendur að fylgjast áfram með March-systrum og örlögum þeirra.

Nýlega var gerð kvikmynd byggð á bókunum tveimur sem skartar Emmu Watson í aðalhlutverki.

Louisa May Alcott var rithöfundur og skáld, fædd 1832 í Pennsylvaníu en bjó mestan hlusta ævi sinnar í Concord, Massachusetts. Þekktustu bækur hennar eru án efa sögurnar um March-systurnar, en þær byggja að hluta til á æsku hennar sjálfrar. Alcott var mikil kvenréttindakona á sinni tíð og giftist aldrei. Hún lést árið 1888, þá 55 ára gömul.

Guðrún Birna Jakobsdóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:33:42 492,5 MB

Tumi á ferð og flugi
Tumi á ferð og flugi er þriðja sagan um hina uppátækjasömu félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn. 

Hin ýmsu ævintýri og afrek Tuma, með aðstoð Stikkilsberja-Finns, hafa leitt til þess að frægð hans meðal bæjarbúa í Sánkti Pétursborg er í hæstu hæðum. Þó Tumi sé alsæll á hann þó við leiðingjarna samkeppni að stríða, í formi póstmanns sem eitt sinn lagði í langa og ævintýraríka reisu til höfuðborgarinnar. Þar sem stöðu Tuma sem víðförlasti íbúi bæjarins er ógnað telur hann sig þurfa að sanna yfirburði sína. Tækifærið til þess kemur skyndilega þegar Tumi, Finnur og Jim, hinn gamli vinur þeirra sem þeir frelsuðu áður úr prísund, takast óvart á loft með sturluðum prófessor sem hyggst fljúga fyrstur manna yfir Atlantshafið. Auk þess að glíma við lífshættulegar fyrirætlanir prófessorsins, sem helst vill þá feiga, þá bíða þeirra ævintýri og uppgötvanir á öðrum og óvistlegri slóðum handan hafsins. Við kynnumst útsjónarsemi og frumlegum lausnum Tuma, flóknum en fáránlegum rökræðum um eðli heimsins og stöðu mannsins, og fáum um leið innsýn í ólíka menningarheima fjarri heimahögum vinanna þriggja.

Svavar Jónatansson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:09:02 173 MB

Tumi gerist leynilögregla
Tumi gerist leynilögregla er fjórða sagan um þá félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn.

Heimsókn Tuma og Finns til frændfólks Tuma tekur óvænta stefnu þegar skartgripaþjófur leynist í fljótabátnum sem flytur drengina. Ráðagerð þjófsins verður fljótt orsök alvarlegra afleiðinga fyrir frænda hans Tuma, Sílas gamla, sem stendur frammi fyrir þungum ásökunum. Tumi og Finnur fylgjast með framvindu mála og leggja sitt af mörkum til að upplýsa málið, sem von bráðar verður svo flókið að til þarf hinn klárasta huga. Það vill svo til að Tumi Sawyer ber af öllum í vitsmunum þegar kemur að ráðgátum og tekst á við málið af sinni stökustu snilld.

Svavar Jónatansson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:36:12 143 MB

Lísa í Undralandi
Ævintýrið um Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll kom fyrst út í Bretlandi árið 1865. Síðan þá hefur sagan margoft verið endurútgefin víðsvegar um heiminn enda stendur þetta sígilda ævintýri enn fyrir sínu þrátt fyrir að vera orðið meira en 150 ára gamalt.

Sagan segir í stuttu máli frá stelpunni Lísu sem eltir hvíta kanínu inn í holu. Holan reynist engin venjuleg kanínuhola heldur inngangur að Undralandi þar sem alls konar talandi dýr og aðrar furðuverur búa. Lísa þarf að fóta sig í þessari skrýtnu veröld þar sem ekkert er eins og það sýnist.

Þó ævintýrið hafi upphaflega verið skrifað fyrir börn þá hafa fullorðnir ekki síður gaman af sögunni þar sem í henni leynast ýmsar heimspekilegar vangaveltur.

Útgáfan sem hér er lesin er fyrsta íslenska þýðing sögunnar frá 1937.

Snæfríður Ingadóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:09:57 125 MB

Konan mín svonefnda
Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga sem hefst á því að maður einn er á leið til Rússlands þegar fögur kona verður á vegi hans og biður um að fá að ferðast með honum sem eiginkona hans. Þannig geti hann hjálpað henni að komast yfir landamærin því vegabréfið hans gilti einnig fyrir hana. (Þetta var á þeim tíma þegar sarinn réð í Rússlandi.) Átti þetta samkomulag bara að vera þangað til þau væru komin yfir landamærin, en þá yrði hann laus allra mála hvað hana varðaði. En eins og svo oft taka atburðirnir óvænta stefnu og við tekur sérlega skemmtileg og spennandi atburðarás.

Richard Henry Savage (1846-1903) var bandarískur liðsforingi auk þess sem hann samdi yfir 40 skáldsögur, einkum ævintýra- og spennusögur, sem hann byggði sumpart á eigin reynslu. Lifði hann mjög viðburðaríku lífi og segir sagan að teiknimyndahetjan Doc Savage sé byggð á honum. Savage lagði ungur stund á verkfræði og lögfræði og útskrifaðist úr bandarískum herskóla með þær greinar sem sitt sérsvið. Gerðist hann hermaður og þjónaði á ýmsum stöðum, m.a. í egypska hernum. Hann kvæntist þýskri hefðarkonu og sneri með hana aftur til Bandaríkjanna. Var hann þó alla tíð mikið á ferðinni og hélt þangað sem launin voru góð og sérþekkingar hans var óskað. Árið 1890 fékk hann hitasótt í Hondúras og meðan hann var að jafna sig á því hóf hann að skrifa fyrstu skáldsögu sína sem var einmitt Konan mín svonefnda (My Official Wife). Varð sagan gríðarlega vinsæl og þótti mjög hugvitssamleg. Í kjölfarið var hún þýdd á fjölmörg tungumál. Hún var þó bönnuð í Rússlandi.

Þó svo að sagan sé engan veginn sannsöguleg þá, eins og í sögunni, giftist dóttir hans rússneskum hefðarmanni og því heimsótti hann Rússland nokkuð oft ásamt konu sinni. Sagan hefur verið sett upp á leiksviði og gerð eftir henni kvikmynd.

Savage lést einungis 57 ára er hann varð fyrir hestvagni á götum New York borgar. 

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:08:37 337 MB

Yngismeyjar
Yngismeyjar (Little Women) er skáldsaga frá árinu 1868 eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott. Sagan segir frá uppvaxtarárum March-systranna sem eru að verða að ungum konum og kynnast ástinni í fyrsta skipti. Sagan gerist á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum.

Louisa May Alcott var rithöfundur og skáld, fædd 1832 í Pennsylvaníu en bjó mestan hlusta ævi sinnar í Concord, Massachusetts. Þekktustu bækur hennar eru án efa Yngismeyjar og Tilhugalíf en þær byggja að hluta til á æsku hennar sjálfrar. Alcott var mikil kvenréttindakona á sinni tíð og giftist aldrei. Hún lést árið 1888, þá 55 ára gömul.

Guðrún Birna Jakobsdóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 4 klst 27 mín 255,6 MB

Ævintýri sendiboðans
Ævintýri sendiboðans er rómantísk spennusaga í ætt við hinar frægu Nick Carter sögur. Á íslensku kom sagan út hjá Sögusafni heimilanna árið 1946. Þýðanda er ekki getið.

Höfundurinn Frederick van Rensselaer Dey (1861-1922) var lögfræðingur að mennt og starfaði fyrst sem slíkur en tók upp á því að skrifa skáldsögur er hann var að jafna sig eftir erfið veikindi. Fyrsta skáldsaga hans, Beadle and Adams (1881), vakti töluverða athygli og eftir það lifði hann mestmegnis á því að skrifa. Árið 1891 var hann fenginn til að halda áfram með ævintýrasögurnar um Nick Carter sem John R. Coryell hafði gert frægan. Voru þær gríðarlega vinsælar. Skrifaði hann á endanum yfir eitt þúsund stuttar spennusögur um Carter.

Það hefur verið sagt að Dey hafi haft gríðarlega auðugt hugmyndaflug sem kom sér vel í skrifum hans en var honum líka til miska, því hann átti það til að villa á sér heimildir og þykjast vera annar en hann var. Sérstaklega gerði hann sér far um að þykjast vera auðkýfingur og lifði þá hátt um stundarsakir með tilheyrandi eftirköstum. Að endingu réð hann ekki við það lengur og tók sitt eigið líf árið 1922.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:02:11 221 MB

Auðæfi og ást
Hér er á ferðinni rómantísk spennusaga af gamla skólanum, en slíkar sögur nutu gríðarlegra vinsælda hér fyrr á árum. Í sögunni segir frá athafnamanninum Scarlett Trent sem er af lágum stigum en hefur risið til auðs og metorða er hann fann gullnámu í Afríku. Þegar hann virðist vera búinn að ryðja öllum hindrunum úr vegi vakna draugar fortíðarinnar upp og setja allt aftur á byrjunarreit. Þetta er spennandi saga um ástir og örlög.

Sagan kom fyrst út á Íslandi árið 1930 og var gefin út af Framtíðarútgáfunni í Hafnarfirði. Þýðanda er ekki getið. Hægt er að nálgast fleiri sögur eftir Oppenheim á Hlusta.is.

Enski rithöfundurinn Edward Phillips Oppenheim (1866-1946) var á sínum tíma gríðarlega afkastamikill og vinsæll höfundur spennusagna. Hann skrifaði yfir 100 skáldsögur á árunum 1887-1943 og fjölda smásagna. Fjölmargar sögur hans hafa verið kvikmyndaðar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:44:22 425 MB

Stikkilsberja-Finnur
Stikkilsberja-Finnur eftir Mark Twain er ein af frægustu bókum höfundar, en bók þessi ásamt bókum hans um Tuma Sawyer mynda heildarfrásögn ævintýragjarnra drengja við lok 19. aldar. Sögusviðið er Miðvesturríkin í Bandaríkjunum, við bakka hins mikla Missouri-fljóts, vettvangur mishættulegra ævintýra þessara ungu drengja sem ýmist eru álitnir pörupiltar eða hetjur sem leysa dularfull glæpamál.

Í þessari sögu er Finnur einn síns liðs að kljást við krefjandi aðstæður. Í fyrstu eru það óvenjuleg þægindi nýs lífs undir verndarvæng ekkju nokkurrar, svo harðneskjuleg og ofbeldisfull meðferð föður hans, og loks röð glæpsamlegra ævintýra eftir flótta Finns frá æskuslóðum sínum. Ásamt strokuþrælnum Jimma leggur Finnur leið sína niður Missouri-fljótið þar sem kynni þeirra af tveimur svikahröppum leiða til stanslausra vandræða, auk stöðugrar hættu á handsömun Jimma og þar með þrældómi.

Sagan er í senn tímalaus frásögn um ævintýri, heiðarleika, svik og gildi vináttunar, auk þess að vera spegill á ómanneskjulegan samtíma þrælahalds í Bandaríkjunum. Áleitnar spurningar spretta upp af lestri bókarinnar og enginn lesandi verður ósnortinn af siðferðislegum vangaveltum.

Svavar Jónatansson les.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 10:45:10 618,5 MB