Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Helreiðin
Helreiðin eftir Selmu Lagerlöf heitir á frummálinu Körkarlen. Kjartan Helgason þýddi. Sagan kom fyrst út á íslensku í Winnipeg árið 1924.

Selma Lagerlöf varð áttræð síðla árs 1938 og af því tilefni skrifaði Eiríkur Sigurðsson grein um hana og verk hennar í vestur-íslenska dagblaðið Heimskringlu. Þar segir meðal annars að í Helreiðinni fjalli höfundur um það ,,að maðurinn sé af náttúrunni og guði dásamlegt undur, sem búi yfir háleitum möguleikum, hve djúpt sem hann er sokkinn. Jafnframt er bókin vitnisburður um hina fórnfúsu ást konunnar.'' (Heimskringla, 15. feb 1939)

Þóra Hjartardóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:27:23 367 MB

Síðasti móhíkaninn

Síðasti móhíkaninn
James Fenimore Cooper

Sagan Síðasti móhíkaninn (The Last of the Mohicans) eftir James Fenimore Cooper er önnur bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum. Sagan kom út árið 1826 og hefur síðan verið ein af vinsælustu skáldsögum enskra bókmennta.

Þessar sígildu sögur eru spennandi og skemmtilegar og áhugaverðar um margt. Auk þess sem þær fjalla um viðburðaríkt líf og örlög aðalpersónanna lýsa þær á sama tíma hvernig lífið þróaðist á þessum árum sem sögurnar gerast á sem er frá miðri átjándu öld fram að aldamótum, þegar náttúran þarf að víkja vegna aukinnar fólksfjölgunar. Þá vilja margir meina að Fenimore hafi fyrstur manna skrifað um indíána sem lifandi manneskjur af holdi og blóði. Eru þetta stórkostlegar sögur sem gefa okkur innsýn inn í horfna heima og verður enginn svikinn af þeim.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:58:21 273 MB

Sögur herlæknisins: 4. Maður hafnar hamingju sinni

Sögur herlæknisins: 4. Maður hafnar hamingju sinni
Zacharias Topelius

Maður hafnar hamingju sinni er fjórða sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Á sínum tíma voru sögurnar gríðarlega vinsælar og er það trú okkar að þær eigi jafn mikið erindi til okkar í dag og þær áttu þegar þær komu út.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:58:16 218 MB

Sögur herlæknisins: 1. Hringurinn konungsnautur

Sögur herlæknisins: 1. Hringurinn konungsnautur
Zacharias Topelius

Hringurinn konungnautur er fyrsta sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki, Sögum herlæknisins, eftir finnska skáldið Zacharias Topelius. Sögurnar eru hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Á sínum tíma voru sögurnar gríðarlega vinsælar og er það trú okkar að þær eigi jafn mikið erindi til okkar í dag og þær áttu þegar þær komu út.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:43:22 307,2 MB

Sögur herlæknisins: 7. Blástakkar Karls konungs

Sögur herlæknisins: 7. Blástakkar Karls konungs
Zacharias Topelius

Blástakkar Karls konungs er sjöunda sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Á sínum tíma voru sögurnar gríðarlega vinsælar og er það trú okkar að þær eigi jafn mikið erindi til okkar í dag og þær áttu þegar þær komu út.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:06:31 225 MB

Eldraunin
Eldraunin er spennandi saga um ástir og örlög. Sagan heitir á frummálinu Singleheart and Doubleface: A Matter-of-Fact Romance. Hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1911.

Hér segir frá Söru Brent, dóttur smákaupmanns, og hinum tveimur ólíku mönnum sem keppa um ástir hennar. Hún velur annan þeirra, en ekki er víst að sá sem hún valdi sé verðugur hennar.

Höfundurinn, Charles Reade (1814-1884), var leikskáld og skáldsagnahöfundur, einn vinsælasti höfundur sinnar samtíðar.

Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:48:31 228 MB