Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Þúsund og ein nótt: 13. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari þrettándu bók eru yfirsögurnar: Konungurinn og Mamúð Alhýamen hinn víðförli, Ævintýri hirðmanns nokkurs, Sagan af kóngssyninum frá Sindlandi og Fatime, Elskendurnir sýrlensku, Sagan af Ins-al-Wúdsjúd og Wird-al-Ikman, Ævintýri Harúns Alrasjids og fleiri sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:33:16 304 MB

Fórn Abrahams: 1. bindi
Skáldsagan Fórn Abrahams er sérlega áhugaverð saga sem tekur á málum sem eiga jafn vel við í dag og þau áttu þegar sagan var skrifuð. Kom sagan út árið 1901 og er sögusviðið hið svokallaða Búastríð sem stóð á milli Breta og Búa sem voru hollenskir innflytjendur í Suður-Afríku. Reyndar var um tvö stríð að ræða, það fyrra 1880-1881 og hið síðara 1899-1902. Fyrra stríðið varð þegar Búar risu upp gegn Bretum þegar þeir innlimuðu Transvaal og það síðara vegna mikilla gullfunda á því svæði.

Sagan er mjög áhugaverð og skemmtileg en rétt er að taka það fram að þýðingin er nokkuð forn og getur tekið tíma að venjast tungutakinu sem þar er beitt, en ef hlustendur sýna þolinmæði verða þeir ekki sviknir.

Hinn sænski Gustaf Janson (1866-1913) þótti á sínum tíma merkur rithöfundur og nutu bækur hans töluverðra vinsælda í heimalandi hans og víðar. Frægasta verk hans er án efa skáldsagan Lygarnar – Sögur úr stríði sem kom út árið 1912, þar sem sögusviðið er stríð Ítala við ottómanska heimsveldið 1911-1912. Sjónarhorn Jansons var þar eins og í Fórn Abrahams tilgangsleysi slíkra átaka með sérstakri áherslu á fórnarlömb þeirra. Þá veltir Janson þar fyrir sér skinhelgi trúarinnar. Janson sem var mikill friðarsinni var einnig kunnur málari á sínum tíma sem og blaðamaður. Féll hann í gleymsku um tíma en hefur að undanförnu risið upp aftur enda eiga skoðanir hans mikinn samhljóm í samtímanum.

Ekki er vitað hver þýddi söguna, en á Íslandi kom hún út í Sögusafni Ísafoldar á árunum 1904-1908.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:25:08 462 MB

Af öllu hjarta
Af öllu hjarta er stórskemmtileg rómantísk spennusaga eftir breska rithöfundinn Charles Garvice (1850-1920). Kom hún fyrst út árið 1901 og í íslenskri þýðingu árið 1930. Garvice naut gríðarlegrar hylli á sínum tíma og skrifaði yfir 150 skáldsögur. Margar bóka hans voru þýddar á íslensku og urðu mjög eftirsóttar. Aðrar sögur eftir Charles Garvice á Hlusta.is eru: Cymbelína hin fagra, Húsið í skóginum, Rödd hjartans, Seld á uppboði, Verksmiðjustúlkan og Ættarskömm. Sögur sem enginn unnandi rómantískra spennusagna verður svikinn af.

Vala Hafstað les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 12:06:42 665 MB

Þúsund og ein nótt: 12. bók

Þúsund og ein nótt: 12. bók


Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari tólftu bók eru yfirsögurnar: Sagan af hinum tíu vesírum, Sagan af Asem og andadrottningunni, Frá soldáninum í Yemen og sonum hans þremur, Saga af soldáni og þremur kumpánum, Níski dómarinn og Svefnlyfjafíflið og dómarinn. Eru það allt stórskemmtilegar og áhugaverðar sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:02:47 496 MB

Þúsund og ein nótt: 11. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari elleftu bók eru nokkrar af kunnustu sögunum i safninu: Sagan af Alý Baba og hinum fjörutíu ræningjum, Sagan af Alý Kodja, Töfrahesturinn og fleiri. Eru það allt stórskemmtilegar og áhugaverðar sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:54:48 489 MB

Malwa

Malwa
Maxim Gorki

Maxim Gorki eða Alexei Maximovich Peshkov (1868-1936) var rússneskur rithöfundur sem talinn er einn af upphafsmönnum þjóðfélagslegs raunsæis í bókmenntum. Var hann mikill umbótasinni og trúði á sósíalismann sem leið út úr þeim ógöngum sem rússneska þjóðin var komin í fyrir byltingu. Hann var af alþýðufólki kominn og í stéttskiptu samfélagi gamla keisaraveldisins áttu höfundar úr neðstu lögum samfélagsins afar erfitt uppdráttar, en hans tæri ritstíll og óvenju næm tilfinning fyrir umhverfinu sem hann náði að endurspegla í sögum sínum gerði það að verkum að menn fóru snemma að veita honum athygli. Var hann fimm sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum en hlaut þau þó aldrei.

Skáldsagan Malwa kom á íslensku út árið 1934 í frábærri þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð. Aðalpersóna sögunnar er ung stúlka að nafni Malwa sem býr í litlu afskekktu sjávarþorpi og sér lífið með öðrum augum en aðrar stúlkur. Í upphafi sögunnar er hún ástkona Wassilis, roskins sjómanns sem býr þar einnig, en skyndilega birtist sonur hans á svæðinu og verður hrifinn af Mölwu. Svo er að sjá hvernig þetta fer.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:57:13 162 MB

Trix
Eufemia von Adlersfeld-Ballestrem (1854-1941) var þýsk skáldkona sem skrifaði nokkrar skáldsögur fyrir og eftir aldamótin 1900 sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um lönd. Ein þeirra var Trix sem kom fyrst út á íslensku árið 1929 í tímaritinu Austra. Þessi hádramatíska, spennandi og skemmtilega skáldsaga segir frá hinni lífsglöðu stúlku Trix sem, eftir að hafa alist upp við mikla fátækt, erfir skyndilega stórauðugan frænda sinn og sest í kjölfarið að á landareign hans. Og jafn skyndilega vilja nú margir komast í kynni við hana og stýra því hvernig hún lifir sínu lífi. Nú er að sjá hvernig fer fyrir henni. Tvær aðrar sögur eftir Adlersfeld hafa verið þýddar á íslensku, en það eru sögurnar Hvítu dúfurnar (Weisse Tauben) 1919 og Spaðahöllin (Ca´spada) 1923. Urðu þær einnig mjög vinsælar á sínum tíma.

Vala Hafstað les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 11:05:02 608 MB

Þúsund og ein nótt: 10. bók

Þúsund og ein nótt: 10. bók


Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari tíundu bók eru nokkrar stórskemmtilegar yfirsögur: Sagan af Ganem ástarþræl, syni Abú Aíbú, Sagan af Seyn Alasnam kóngssyni og konungi andanna og Ævintýri kalífans Harúns Alrasjíds. Allt stórskemmtilegar og áhugaverðar sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:03:01 277 MB

Í hamingjuleit
Skáldsagan Í hamingjuleit kom út árið 1935 og varð strax nokkuð vinsæl. Var hún endurútgefin strax aftur það sama ár. Sagan, sem er rómantísk ævintýrasaga af gamla skólanum, gerist á Ítalíu og segir frá fátækum dreng sem nefnist Carlino. Hann býr með móður sinni og ömmu sem leigja húsnæði hjá efnuðum bónda úti í sveit. Þegar Carlino er sakaður um að hafa kveikt í heyforða bóndans er fjölskyldan rekin á brott og þarf að finna leið til að komast af. Skemmtileg og spennandi saga sem lætur engan ósnortinn. Ekki tókst okkur, þrátt fyrir nokkra leit, að grafa neitt upp um höfundinn eða þýðandann.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:29:24 191 MB

Þúsund og ein nótt: 9. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari níundu bók er einungis ein yfirsaga en það hin kunna saga Aladdín og töfralampinn. Það er ekki að ástæðulausu að hún er jafn þekkt og raun ber vitni enda stórskemmtileg í alla staði. Tekur hún rétt rúmlega fjórar klukkustundir í lestri.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:06:41 225 MB