Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Milli heims og heljar
Sagan Milli heims og heljar er rómantísk og skemmtileg spennusaga. Hér segir frá ungum manni sem verður ástfanginn af stúlku sem er heitbundinn öðrum  og það sem verra er, hún verður einnig ástfangin af honum. En það er úr vöndu að ráða fyrir þeim skötuhjúum í samfélagi þar sem reglur um breytni eru skýrar og menn mega ekki ganga á skjön við þær. Inn í söguna kemur svo óttinn við kviksetningu og dauðastjarfa. Er þetta afar spennandi saga sem birtist í tímaritinu Ísafold í upphafi 20. aldar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:27:18 79,9 MB

Þúsund og ein nótt: 8. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari áttundu bók eru fimm yfirsögur sem nefnast Sagan af Núreddín og Persameynni fögru; Sagan af Gúlnare drottningu hinni sæbornu, Beder kóngssyni frá Persalandi og Gíohare kóngsdóttur frá Samandal; Sagan af Kódadad, bræðrum hans og kóngsdótturinni frá Deríabar; Sagan af Abú Móhammed Alkeslan og Abú Hassan hinn skrítni eða sofandi vakinn. Eru þetta allt saman frábærar sögur sem enginn verður svikinn af. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:36:12 527 MB

Vinur minn, furstinn
Nóvelettan Vinur minn, furstinn eftir Maxim Gorki kom fyrst út á íslensku árið 1934 í frábærri þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð. Er þetta táknræn saga sem sögð er í fyrstu persónu og segir sögu tveggja manna sem ferðast saman um tíma.  Ef grannt er skoðað má yfirfæra samskipti þessara manna, það hvernig þeir líta tilveruna í kringum sig ólíkum augum, sem núningspunkt heilla stétta og þá pólitísku gerjun sem átti sér stað í umhverfinu á þessum tíma. Er þetta ein af perlum heimsbókmenntanna. 

Maxim Gorki eða Alexei Maximovich Peshkov (1868-1936) var rússneskur rithöfundur sem talinn er einn af upphafsmönnum þjóðfélagslegs raunsæis í bókmenntum. Var hann mikill umbótasinni og trúði á sósíalismann sem leið út úr þeim ógöngum sem rússneska þjóðin var komin í fyrir byltingu. Hann var af alþýðufólki kominn og í stéttskiptu samfélagi gamla keisaraveldisins áttu höfundar úr neðstu lögum samfélagsins afar erfitt uppdráttar, en hans tæri ritstíll og óvenju næm tilfinning fyrir umhverfinu sem hann náði að endurspegla í sögum sínum gerði það að verkum að menn fóru snemma að veita honum athygli. Var hann fimm sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum en hlaut þau þó aldrei.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:55:35 105 MB

Þúsund og ein nótt: 7. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari sjöundu bók eru fjórar yfirsögur sem nefnast Sagan af Alí Sjak eða falskalífanum, Kvennaslægð, Sagan af Abúlhassan Alí Ebn Bekar og Sjemselníhar og Sagan af Kamaralsaman kóngssyni og Badúr kóngsdóttur. Eru þetta allt saman frábærar sögur sem enginn verður svikinn af. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:18:07 511 MB

Ljósið sem hvarf
Skáldsagan Ljósið sem hvarf (The Light That Failed) eftir Nóbelskáldið Rudyard Kipling (1865-1936) kom fyrst út í Mánaðarriti Lippincotts árið 1891. Sagan gerist að mestu í Lundúnum en færir sig stöku sinnum til Súdan og Port Said. Hér er sögð saga Dick Heldar, listmálara sem verður blindur. Þá spilar inn í söguna óendurgoldin ást Heldars á æskuvinkonu sinni Maisie. Er talið að sagan sé á margan hátt sjálfsævisöguleg og endurspegli ást skáldsins á Florence Garrard sem einnig var óendurgoldin. Er þetta fyrsta skáldsaga Kiplings, skrifuð þegar hann var 26 ára gamall. Sagan hefur notið töluverðra vinsælda fram á þennan dag og hefur hún verið sett á leiksvið og þá hafa tvær kvikmyndir verið gerðar eftir henni. Sagan kom út á Íslandi árið 1941 í þýðingu Árna Jónssonar frá Múla, en er hér í þýðingu Yngva Jóhannessonar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:59:39 494 MB

Kynblendingurinn

Kynblendingurinn
Rex Beach

Kynblendingurinn eftir Rex Beach (1877-1949) er rómantísk spennusaga sem var gríðarlega vinsæl á sínum tíma, en hún kom fyrst út árið 1908 undir nafninu The Barrier og var þriðja skáldsaga höfundarins. Til marks um vinsældir hennar var hún kvikmynduð þrisvar sinnum á þrettán árum. Fyrst árið 1913, síðan 1917 og loks árið 1926 og var hinn kunni leikari Lionel Barrymore þá í aðalhlutverki. Ekki vitum við hver þýddi bókina en á íslensku kom hún fyrst út árið 1926 og var útgefandinn Jón Sigurpálsson. Áður hafði hún birst sem framhaldssaga í Vísi.

Hallgrímur Indriðason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 10:06:12 555 MB

Herragarðurinn og prestssetrið

Herragarðurinn og prestssetrið
Hedevig Winther

Herragarðurinn og prestssetrið er dramatísk og spennandi saga eftir hina merku dönsku skáldkonu og listmálara Hedevig Winther (1844-1926). Hedevig þessi fæddist í Hróarskeldu og var faðir hennar prestur þar um kring. Strax sem barn var hún upptekin af því að skrifa sögur og teikna myndir. Þótti hún afar fær málari og hélt margar sýningar. Fyrsta bókin eftir hana kom út árið 1886 og nefndist Skissur og frásagnir (Skizzer og Fortællinger). Skáldsagan Herragarðurinn og prestssetrið kom út árið 1891. Skrifaði hún á annan tug bóka og sumar undir dulnefninu Jacob Abdal. Á íslensku kom sagan fyrst út árið 1927 og hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum.

Vala Hafstað les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:27:30 299 MB

Þúsund og ein nótt: 6. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Yfirsaga þessarar sjöttu bókar nefnist Sagan af krypplingnum litla, en hún greinist svo niður í ellefu minni sögur sem eru hver annarri skemmtilegri. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:15:20 288 MB

Þúsund og ein nótt: 5. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fimmtu bók eru tvær meginsögur sem nefnast Sagan af hinni drepnu konu og manni hennar og Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan. Báðar eru þær stórskemmtilegar með fullt af spennandi aukasögum. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:48:35 154 MB

Þúsund og ein nótt: 4. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fjórðu bók okkar segir frá Sindbað sæfara og sjö ferðum hans sem voru hver annarri ævintýralegri og skemmtilegri. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:34:52 141 MB