Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Dyrnar með lásunum sjö
Dyrnar með lásunum sjö, eða The Door With Seven Locks eins og hún nefnist á frummálinu, er spennandi og skemmtileg sakamálasaga sem kom fyrst út árið 1926. Sagan varð gríðarlega vinsæl og var færð í kvikmyndabúning árið 1940 og aftur árið 1962. Efnisþráður sögunnar er í stuttu máli þessi: Efnaður lávarður deyr og er grafinn ásamt safni af verðmætum gimsteinum. Til að nálgast fjársjóðinn sem þar hvílir þurfa menn því að verða sér úti um sjö lykla. Röð atburða leiðir til þess að lyklarnir dreifast í ýmsar áttir og sagan fjallar um það að góðir og vondir aðilar berjast um að komast yfir alla lyklana. Svo er bara að sjá hvernig það fer. Aðalsteinn Magnússon þýddi söguna árið 2017 og er þetta fyrsta þýðing hennar á íslensku.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:01:16 440 MB

Hefnd stýrimannsins
Hefnd stýrimannsins er spennandi skáldsaga eftir hinn kunna danska rithöfund Carit Etlar. Margir þekkja eflaust sögurnar Sveinn skytta og Varðstjóri drottningarinnar sem einnig hafa komið út eftir hann á íslensku. Hefnd stýrimannsins kom út hjá Sögusafni heimilanna árið 1946. Sagan er ævintýra- og spennusaga með rómantísku ívafi. Höfundurinn Carit Etlar hét réttu nafni Carl Brosböll en hann fæddist árið 1816 og lést árið 1900. Auk þess sem hann var góður rithöfundur þótti hann afar drátthagur og stundaði nám í Hinum konunglega danska listaháskóla. Þá var hann um tíma hermaður í danska hernum og tók þátt í stríðinu um Slésvík árið 1848. Kom sú reynsla honum vel í skrifum hans.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:52:41 267 MB

Bræðurnir (síðari hluti)

Bræðurnir (síðari hluti)
H. Rider Haggard

Sagan Bræðurnir eftir H. Rider Haggard (1856-1925) gerist á tímum krossferðanna og segir frá tveimur bræðrum og riddurum sem báðir elska sömu stúlkuna. Er þetta æsispennandi ævintýrasaga eins og flestar aðrar sögur Haggards en sú kunnasta er eflaust Námur Salómons konungs. Sagan kom fyrst út á ensku árið 1904 og hét þá The Brethren. Á íslensku kom hún fyrst út árið 1917. Þýðandi var Þorsteinn Finnbogason.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:08:35 337 MB

Bræðurnir (fyrri hluti)

Bræðurnir (fyrri hluti)
H. Rider Haggard

Sagan Bræðurnir eftir H. Rider Haggard (1856-1925) gerist á tímum krossferðanna og segir frá tveimur bræðrum og riddurum sem báðir elska sömu stúlkuna. Er þetta æsispennandi ævintýrasaga eins og flestar aðrar sögur Haggards en sú kunnasta er eflaust Námur Salómons konungs. Sagan kom fyrst út á ensku árið 1904 og hét þá The Brethren. Á íslensku kom hún fyrst út árið 1917. Þýðandi var Þorsteinn Finnbogason.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:16:24 289 MB

Sögur herlæknisins: 14. Aftanstormar

Sögur herlæknisins: 14. Aftanstormar
Zacharias Topelius

Fjórtánda og næstsíðasta saga herlæknisins eftir Zacharias Topelius nefnist Aftanstormar. Er þetta stórkostlegur sagnabálkur sem allir unnendur góðra ævintýrasagna ættu að gefa gaum að. Matthías Jochumsson þýddi.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:46:48 744 MB

Herragarðssaga
Herragarðssaga eftir sænska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Selmu Lagerlöf kom fyrst út árið 1899. Sagan segir frá konu sem leggur allt í sölurnar til að frelsa manninn sem hún elskar frá því að missa vitið vegna skammar og sorgar sem hann upplifir. Eins og með margar sögur Selmu tekst henni hér að segja stórbrotna sögu á andríkan og raunsæjan máta um leið og hún heldur hlustandanum í heljargreiðum þannig að hann getur ekki hætt að hlusta fyrr en sögunni er lokið. Á íslensku birtist sagan fyrst neðanmáls í Ísafold og var þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra og síðar ráðherra. Hér er á ferðinni frábær saga eftir eitt af höfuðskáldum Norðurlanda.

Vala Hafstað les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:37:59 254 MB

Týndi fjársjóðurinn

Týndi fjársjóðurinn
Arthur Conan Doyle

Týndi fjársjóðurinn er önnur skáldsaga höfundar um hinn snjalla spæjara Sherlock Holmes og félaga hans, Dr. Watson. Bókin heitir á frummálinu The Sign of the Four og kom fyrst út árið 1890.

Hér segir frá stolnum fjársjóði, fjórum refsiföngum og spilltum fangavörðum, auk þess sem eiturlyfjaneysla Holmes og tilvonandi eiginkona Watsons koma við sögu.

Hallgrímur Indriðason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:45:14 206 MB

Sjóræninginn

Sjóræninginn
Frederick Marryat

Sagan Sjóræninginn (The Pirate) birtist fyrst í íslenskri þýðingu sem framhaldssaga í Nýjum kvöldvökum árið 1907. Kallaðist hún þá Víkingurinn. Þessi útgáfa byggir á þeirri útgáfu, en málfarið hefur verið lagað á stöku stað sbr. heiti sögunnar. Ekki er getið um þýðanda í gömlu útgáfunni, en hugsanlega hefur það verið Jónas Jónasson frá Hrafnagili, en hann þýddi töluvert fyrir Kvöldvökurnar. Ef einhver sem þetta les veit hver þýðandinn var þætti okkur vænt um að fá að vita það. Sjóræninginn er skemmtileg ævintýrasaga og inniheldur allt sem slíka sögu má prýða enda var Marryat meistarinn í þeirri bókmenntagrein. Það verður enginn svikinn af sögum Marryats.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:34:51 361

Canterville-draugurinn

Canterville-draugurinn
Oscar Wilde

Þó svo að sagan The Canterville Ghost hafi fyrst kom út í bók árið 1891 í safninu Lord Arthur Savile's Crime and Other Stories, var hún samt fyrsta sagan eftir Wilde sem birtist á prenti. Það var í tímaritinu The Court and Society Review árið 1887. Í upphafi vakti sagan litla eftirtekt en nokkrum árum síðar þegar Wilde var orðinn frægur fóru menn að átta sig á henni. Síðan þá hefur hún alla tíð notið mikilla vinsælda og hefur verið sett á svið bæði sem leikrit og ópera auk þess sem hún hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum. Á yfirborðinu er hér um að ræða gamansögu þar sem atburðir sem í hugum flestra eru ógnvænlegir og skelfilegir eru settir fram með kómískum hætti þannig að öll ógn og skelfing víkur fyrir háði og fáránleika. Sagan er einkar skemmtileg og áhugaverð og hefur notið mikilla vinsælda nánast frá því hún kom fyrst út í bók árið 1991 og fram á daginn í dag. Bókin hefur ekki verið þýdd á íslensku áður, en hér birtist hún í glænýrri þýðingu Aðalsteins Magnússonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:32:00 168 MB

Tvöfalt hjónaband

Tvöfalt hjónaband
Otto Freytag

Tvöfalt hjónaband er rómantísk spennusaga af gamla skólanum ef svo mætti að orði komast, eftir Otto nokkurn Freytag. Kunnum við lítil skil á honum en samkvæmt Gegni kom sagan fyrst út í tímaritinu Austra. Á bók kom hún sennilega fyrst út árið 1905 á Seyðisfirði. En hvað um það þá er þetta spennandi saga sem heldur hlustandanum föngnum allt til enda.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:08:00 454 MB