Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Kínverski páfagaukurinn
Það er okkur mikill ánægja að bjóða upp á sögu sem hvergi er hægt að nálgast á íslensku annars staðar en hér. Það er sakamálasagan Kínverski páfagaukurinn eftir snillinginn Earl Derr Biggers. Sagan var önnur í röðinni af mörgum sögum sem hann skrifaði um kínverska rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan en þær nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim. Kom sagan fyrst út árið 1926. Hér er hún í þýðingu Aðalsteins Magnússonar. Til marks um hvað hún var vinsæl var þessi umrædda saga kvikmynduð tvisvar, fyrst árið 1927 undir sama nafni og síðan árið 1934 undir nafninu Hugrekki Charlie Chans.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 10:53:23 598 MB

Skytturnar þrjár: 4. Í fangelsi

Skytturnar þrjár: 4. Í fangelsi
Alexandre Dumas

Í þessu fjórða bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas hefur ókindin Mylady verið fangelsuð en neytir allra ráða til að losna úr prísund sinni til að geta hefnt sín á d'Artagnan. Nú er bara að sjá hvernig fer, en óhætt er að lofa spennandi frásögn og dramatískum endi.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:58:43 328 MB

Skytturnar þrjár: 3. Leyndarmálið

Skytturnar þrjár: 3. Leyndarmálið
Alexandre Dumas

Í þessu þriðja bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas kynnumst við betur flagðinu Mylady sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að bregða fæti fyrir d'Artagnan og félaga hans. Á sama tíma verða þeir félagar d'Artagnan, Athos, Portos og Aramis að standa vaktina sem hermenn Frakkakonungs þar sem þeir sitja um borgina La Rochelle. 

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:58:45 383 MB

Skytturnar þrjár: 2. Englandsförin

Skytturnar þrjár: 2. Englandsförin
Alexandre Dumas

Í þessu öðru bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas fylgjumst við áfram með þeim félögum d'Artagnan, Athos, Portos og Aramis þar sem þeir reyna að verja heiður drottningarinnar Önnu af Austurríki, eiginkonu Lúðvíks þrettánda Frakkakonungs, en Richelieu kardínáli og leppar hans hafa reynt að leggja snörur fyrir hana. Í því skyni þarf d'Artagnan að taka sér ferð á hendur til Englands sem alls ekki er hættulaust, því Englendingar og Frakkar eiga í stríði.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:02:32 331 MB

Skytturnar þrjár: 1. Skyttulið konungs

Skytturnar þrjár: 1. Skyttulið konungs
Alexandre Dumas

Skytturnar þrjár er söguleg skáldsaga eftir Alexandre Dumas. Hún var fyrst gefin út sem framhaldssaga í dagblaðinu Le Siècle frá mars til júlí árið 1844. Sagan sem á að gerast á árunum 1625-1628 segir frá fjórum vinum, d'Artagnan, Atos, Portos og Aramis sem voru skyttuliðar í þjónustu Loðvíks þrettánda Frakkakonungs. Hún byggir m.a. á sögunni Minningar herra d'Artagnans eftir Gatien de Courtilz de Sandras sem hann byggði á ævi skyttunar Charles de Batz-Castelmore d'Artagnan (1611-1673).

Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu Björns Blöndals og var þá í fjórum bindum. Skyttulið konungs er fyrsta bindið og kom út árið 1923. Sagan er stórskemmtileg og hefur verið þýdd á ótal tungumál en vert er að benda á að fólki gæti þótt þessi þýðing nokkuð forn, en sagan bætir fyllilega fyrir það.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:40:09 421 MB

Sæfarinn
Í sögunni Sæfarinn lætur Verne hetjur sínar ferðast í kafbáti um óravegu undirdjúpanna. Hafði slíkt aldrei verið gert og menn þekktu lítið til lífsins undir yfirborði sjávar. Hvatinn að sögunni var bréf sem annar þekktur rithöfundur sendi honum, frú George Sand. Í bréfinu hældi hún Verne á hvert reipi fyrir sögurnar Fimm vikur í loftbelg og Ferðin að miðju jarðar. Svo bætti hún við: „Ég vona svo bara að þú farir með okkur í svipað ferðalag um undirdjúpin og látir hetjur þínar ferðast þar um í einhvers konar neðansjávar köfunarbúnaði.“ Í kjölfarið skapaði Verne einn litríkasta byltingarforingja bókmenntanna þar sem Númi (Nemo) skipstjóri er. Í upphaflegu útgáfunni byggði Verne á byltingu Pólverja gegn Rússlandi árið 1863. Þá var Númi pólskur aðalsmaður sem barðist gegn Rússum, en ekki indverskur. Þegar Hetzel, útgefandi Vernes, las bókina fyrst neitaði hann að gefa hana út, þar sem Frakkar höfðu þá nýlega gengið í bandalag með Rússum. Endurskoðaði Verne söguna nokkrum sinnum áður en hann og Hetzel ákváðu að láta verða af útgáfu hennar. Sagan hefur haft víðtæk áhrif, ekki síst fyrir persónusköpun, en Númi (Nemo) skipstjóri hefur t.a.m. verið fyrirmynd margra síðari tíma hetja og þá hafa raunverulegir kafbátar borið nafn þessa fyrirrennara síns, Nautilus.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:33:55 250 MB

Sögur herlæknisins: 11. Borgarakóngurinn

Sögur herlæknisins: 11. Borgarakóngurinn
Zacharias Topelius

Borgarakóngurinn er ellefta sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Á sínum tíma voru sögurnar gríðarlega vinsælar og er það trú okkar að þær eigi jafn mikið erindi til okkar í dag og þær áttu þegar þær komu út.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:34:21 470 MB

Myllan á Barði
Malarinn á Barði á fagra dóttur sem margir ungir menn hafa reynt að biðla til, en af einhverjum dularfullum orsökum kemst enginn þeirra til myllunnar í þeim erindagjörðum. Sögusagnir komast á kreik um að þessu valdi samningur sem malarinn hafi gert við myrkrahöfðingjann sjálfan. 

Kazys Boruta (1905-1965) var litháenskur rithöfundur og skáld. Myllan á Barði (Baltaragio malūnas) er þekktasta verk hans. Sagan ber keim af hinni evrópsku bókmenntahefð sem ævintýrin eru, ásamt því að lýsingum af litháenskum þjóðháttum er fléttað saman við söguþráðinn. Eftir sögunni hefur verið gert leikrit, ballett og kvikmynd.

Björn Björnsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:32:34 469 MB

Tevje kúabóndi og dætur hans

Tevje kúabóndi og dætur hans
Sholom Aleichem

Tevje kúabóndi og dætur hans er safn samtengdra smásagna þar sem Tevje segir frá viðskiptum sínum, hjónabandsraunum dætra sinna sex og harmrænum örlögum Gyðinga á grátbroslegan hátt.

Mörg leikverk og kvikmyndir hafa verið byggð á þessum sögum, þar á meðal söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu.

Sholom Aleichem var dulnefni rithöfundarins og leikskáldsins Solomon Rabinovich (1859-1916), en hann var einn virtasti rithöfundur Gyðinga og frumkvöðull í því að skrifa bókmenntir á jiddísku.

Ingibjörg Bergþórsdóttir þýddi.

Björn Björnsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:37:09 363 MB

Ljósvörðurinn

Ljósvörðurinn
Maria Susanna Cummins

Skáldsagan Ljósvörðurinn eftir Maria Susanna Cummins heitir á frummálinu The Lamplighter. Sagan kom fyrst út árið 1854 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hér segir frá uppvexti munaðarlausu stúlkunnar Gertrude sem elst upp hjá ljósverðinum Trueman Flint.

Jóhannes Vigfússon þýddi.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 11:02:12 606 MB