Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Uppruni borgarinnar Kairo
Þetta arabíska ævintýri er fengið úr Sögusafni Ísafoldar frá 1893 og segir frá því hvernig borgin Kairo, höfuðborg Egyptalands, varð til. Er þetta stutt og skemmtilegt ævintýri sem að því er við höldum er ekki upprunnið úr sagnabálkinum Þúsund og ein nótt. Þýðingin er góð og hentar bæði ungum sem öldnum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:07:07 3,4 MB

Skugginn
Hér er á ferðinni spennandi og skemmtileg sakamálasaga eins og þær voru gjarnan í gamla daga. Sagan segir frá Francis Aberdeen lávarði sem þrátt fyrir mikil auðæfi býr einn á Englandi. Honum leiðist að hafa engan nákominn sér nærri og hefur samband við bróðurdætur sínar tvær sem búa á Indlandi með það fyrir augum að arfleiða þær og son annarrar þeirra að auðæfunum þegar til þess kemur. Þær leggja af stað til að heimsækja hann en áður en þær ná að hitta frænda sinn lávarðinn gerast óhugnanlegir atburðir sem eiga eftir að draga slæman dilk á eftir sér.

Saga þessi birtist sem framhaldssaga í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910. Þrátt fyrir nokkra leit vitum við engin nánari deili á höfundinum.

Hallgrímur Indriðason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:12:38 69,9 MB

Sannar kynjasögur
Sannar kynjasögur eftir Cheiro kom fyrst út á íslensku árið 1947 í þýðingu Kristmunds Þorleifssonar. Naut bókin gríðarlegra vinsælda enda bæði vel skrifuð og segir frá ótrúlegum og spennandi atburðum.

Cheiro (1866-1936) var dulnefni á William John Warner sem fæddist á Írlandi árið 1866. Hann tók sér sem ungur maður nafnið Louis Hamon greifi og ferðaðist til Indlands þar sem hann kynnti sér dulspeki og nam hana af þarlendum fræðimönnum (gúrúum). Eftir nokkura ára nám á Indlandi flutti hann til Lundúna og tók til við að spá fyrir fólki. Þaðan flutti hann svo til Bandaríkjanna og hélt þeirri iðju áfram. Þótti hann svo slyngur spámaður að hann varð snemma mjög eftirsóttur og segir sagan að margt frægt fólk hafi fengið hann til að spá fyrir sér. Má þar nefna fólk eins og Mark Twain, Söruh Bernhardt, Mata Hari, Oscar Wilde, Thomas Edison, Eðvarð VII. Englandskonung og William Gladstone, svo einhverjir séu nefndir. Lét hann alla sem hann spáði fyrir skrifa í sérstaka gestabók og segja hvað þeir upplifðu þannig að það eru til skjalfestar upplýsingar um heimsóknirnar. Þá spáði hann fyrir um alls kyns atburði sem áttu eftir að gerast, s.s. örlög Nikulásar Rússakeisara, árásina á Umberto Ítalíukonung og banatilræði Shahinn í Persíu er hann var staddur í París. Var morði afstýrt vegna aðvörunar hans.

Jón B. Guðlaugsson les.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:35:34 495,5 MB

Edison og fréttasnatinn
Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga um snillinginn og uppfinningamanninn Thomas Alva Edison (1847-1931) þann sem fann upp og/eða þróaði ljósaperuna, hljómplötuna, diktafóninn og fleira.

Sagan er sennilega tilbúningur en oft er það nú svo að sannleikurinn er lyginni líkastur og því leggjum við engan dóm á það.

Söguna fengum við í Sögusafni Ísafoldar frá 1893 og er ekki getið um höfund.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:13:04 6,3 MB

Blindi maðurinn
Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku.

Íslenska þýðingin kom árið 1905 og er þýðandinn nefndur Juvenis sem merkir einfaldlega ungur maður, en við vitum ekki nánari deili á honum.

Höfundurinn Sophie Bawr (1773-1860) barónessa var vinsæll franskur rithöfundur, leikskáld og tónskáld. Hún fæddist í París árið 1773 utan hjónabands, en móðir hennar var kunn óperusöngkona og faðir hennar Charles-Jean de Champgrand markgreifi. Hún ólst upp hjá föður sínum og lærði ung tónsmíðar og söng.

Hún kvæntist á laun ungum aðalsmanni, Jules de Rohan-Rochefort, en það varði stutt því í frönsku byltingunni var hann hálshöggvinn eins og margir aðrir stéttarbræður hans. Eignaðist hún eitt barn með honum sem dó í æsku árið 1797. Til að sjá fyrir sér eftir byltinguna hóf hún að skrifa sögur og leikrit, auk þess sem hún samdi tónlist.

Árið 1801 kvæntist hún aftur, manni að nafni Claude-Henri de Saint-Simon. Það hjónaband entist ekki og þau skildu. Þá kvæntist hún í þriðja sinn rússneskum barón, de Bawr, en hann lést af slysförum skömmu síðar. Lifði hún þá af list sinni uns franska ríkið veitti henni eftirlaun. Urðu mörg verka hennar mjög vinsæl, bæði ritverk og tónsmíðar. Til marks um það þá var tónverk hennar Suit d'un bal masqué flutt opinberlega alls 246 sinnum á árunum 1813 til 1869.

Eftir hana liggja mörg merk rit, m.a. ævisaga hennar, bæði opinská og upplýsandi um þá tíma sem hún lifði. Þá skrifaði hún Sögu tónlistar og Alfræðiorðabók kvenna.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:19:30 76,4 MB

Brúðför eða banaráð
Þessa sögu fengum við úr Sögusafni Ísafoldar 1893 og þrátt fyrir að þýðingin sé komin til ára sinna þá er hún bæði vel unnin og nútímaleg og ætti því ekki að trufla neinn. Sagan byggir á raunverulegum atburðum úr byltingasögu Ungverja gegn Austurríska heimsveldinu.

Við á Hlusta.is flettum upp í sagnfræðinni og komumst að því að þó hér sé um skáldverk að ræða þá stemmir margt í sögunni. Lúðvík (Lajos) Batthyanay greifi var fyrsti forsætisráðherra Ungverjalands og átti í átökum við Habsborgarana. Ólíkt því sem kemur fram í sögunni var hann þó giftur og það var einmitt kona hans sem smyglaði sverði inn í fangelsið sem hann notaði til að reyna að fyrirfara sér sem mistókst eins og fram kemur. Að öðru leyti viljum við þó ekki gefa neitt upp um söguþráðinn.

Höfundur sögunnar teljum við vera franska blaðamanninn og ritstjóa Le Matin Stéphane Lauzanne (1874-1958). Hann var meðlimur í sendinefnd Frakka til Bandaríkjanna meðan á fyrri heimstyrjöldinni stóð og við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var hann svo dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa unnið með óvinunum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:32:10 15,5 MB

Gull-ey
Sagan Gull-ey er spennandi og rómantísk örlagasaga þó stutt sé. Hún hefst á því að ungri hefðarstúlku, Adèle Valincourt, er rænt úr lest af stórum og ófrýnilegum manni. Enginn veit hver þessi maður er eða hvað honum gengur til. Adèle, sem er lofuð hinum auðuga Mornas hertoga, er í öngum sínum og fær um margt að hugsa í prísund sinni. En svo er bara að hlusta og heyra hvernig þetta fer allt saman.

Smásaga þessi birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910.

Edith Rickert (1871-1938) var miðaldafræðingur og einkum kunn fyrir vinnu sína varðandi Chaucer, en eftir hana liggur m.a. átta binda verk þar sem hún textarýnir sögurnar og skrifar inngang. Auk þess skrifaði hún smásögur, ljóð, ritgerðir, endurminningar og bókmenntagagnrýni.

Hallgrímur Indriðason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:33:41 32,3 MB

Ástamál Marcellots liðsforingja
Sagan gerist í Frakklandi á þeim tíma þegar Napóleon Bonaparte réði þar ríkjum (1799-1815). Hér segir frá liðsforingjanum Marcellot, Garosse ofursta, konu hans Veroniku og dóttur þeirra Virginíu. Þá birtist sjálfur Napóleon okkur í húsflugumynd. Já, hér verða óvæntir endurfundir alls ráðandi ásamt hreint yfirþyrmandi rómantík sem ekki er annað hægt en að hafa gaman af. Það verður enginn svikinn um einlæga skemmtun hér.

Saga þessi birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910. Um höfundinn D. H. Parry vitum við lítið en eftir því sem við komumst næst virðist hann hafa verið nokkuð vinsæll höfundur í Bretlandi á fyrri hluta 20. aldar. Af öðrum sögum eftir hann má nefna With Haig on the Somme, Gilbert the Outlaw og The Scarlet Scouts.

Hallgrímur Indriðason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:34:28 33,1 MB

Spegillinn í Venedig
Hér er um að ræða stutta og rómantíska sögu með ofurlítilli dulrænu sem gerist í Feneyjum. Smásaga þessi birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910.

Muriel Hine (1873-1949) var breskur rithöfundur sem skrifaði undir eigin nafni og dulnefninu Mrs. Sidney Cox eftir að hún kvæntist, og einnig dulnefninu Nicholas Bevel. Naut hún töluverðra vinsælda og eftir einni bóka hennar, Fifth Avenue Models, var gerð kvikmynd, en það var á tímum þöglu myndanna. Sögur hennar voru oft og tíðum fantasíukenndar og þá endurspeglaði hún baráttu kvenna og sjónarmið femínista í sumum bóka sinna.

Hallgrímur Indriðason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:26:18 25,3 MB

Veðmálið
Veðmálið er stutt en afar skemmtileg og smellin smásaga sem birtist í bók árið 1907 sem gefin var út af Prentsmiðju Ísafoldar og Hafnarfjarðar. Er höfundar ekki getið.

Sagan hefst á því að tveir menn sitja saman á veitingastað og annar þeirra les þar frásögn um mann sem villti svo á sér heimildir að jafnvel nánustu skyldmenni hans þekktu hann ekki. Upp úr þessum samræðum kviknar svo óborganleg hugmynd sem þið skuluð endilega hlusta á.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:17:16 15,8 MB