Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Næturhraðlestin
Næturhraðlestin er skemmtileg smásaga sem segir frá Anton Börner, forstöðumanni verslunarhússins A. Börner og sonur. Þegar við kynnumst honum er hann staddur einn í hraðlest með mikið af peningum og er með einhverja ónotatilfinningu í maganum. Eitt af því sem liggur þungt á honum er vitneskjan um að bíræfinn ræningi hefur stundað það undanfarið að ræna einstaklinga í lestum eins og þeirri sem Anton er staddur í. Þegar hann er mitt í þessum hugleiðingum stígur ókunnur maður inn í klefann hans. Nú er að heyra hvað gerist.

Sagan birtist í bók árið 1907 sem gefin var út af Prentsmiðju Ísafoldar og Hafnarfjarðar. Er höfundar ekki getið.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:26:21 24,1 MB

Sjálfsvirðing
Það er svo að sumar smásögur búa yfir miklum töfrum og hafa meira innihald en margar lengri sögur. Það á við um söguna Sjálfsvirðing eftir kanadíska rithöfundinn Alan Sullivan. Sagan gerist á Viktoríutímanum þegar stéttaskipting var helsta skilgreining bresks samfélags. Við kynnumst nokkrum breskum iðjuleysingjum af góðum ættum sem allir eiga það sameiginlegt að búa við góð efni. En svo gerist það að einn þeirra verður fyrir því að missa auð sinn og stendur uppi slyppur og snauður. Sagan er mjög skemmtileg og á erindi inn í hvaða tíma sem er. Á ensku heitir sagan The Shame of It og kom fyrst út 1. maí árið 1914. Var hún þýdd á íslensku af einhverjum F. A. A. og birtist í vestur-íslenska tímaritinu Syrpu ári síðar (1915).

Höfundurinn Alan Sullivan (1868-1947) var eins og áður sagði kanadískur, fæddur í Montreal. Gerðist hann verkfræðingur og starfaði við það lengstum og ferðaðist víða vegna þess starfa. Samhliða því skrifaði hann ljóð, smásögur og blaðagreinar, auk þess sem hann skrifaði eina sögulega skáldsögu, The Great Divide, sem náði töluverðum vinsældum, þar sem sögusviðið er lagning hinnar miklu kanadísku járnbrautar frá austurströndinni og að Kyrrahafi.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:41:43 38,1 MB

Þúsund og ein nótt: 15. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fimmtándu bók eru yfirsögurnar: Frá Selim Egyptalandskonungi, Sagan af konungssonunum frá Kosjinsjima og systur þeirra, Víxlarinn og þjófurinn, Tveir menn um eina konu, Jússúf og indverski kaupmaðurinn og fleiri sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:13:28 451 MB

Óvænti gesturinn
Óvænti gesturinn er skemmtileg smásaga sem segir frá ungri stúlku sem er ein heima en uppgötvar skyndilega sér til skelfingar að hún er ekki ein í húsinu eins og hún hélt.

Ekki er höfundar getið að sögunni en hún er þýdd af Ólafi Ólafssyni frá Guttormshaga (1855-1937) og kom út árið 1893. Ólafur þessi var kunnur á sínum tíma fyrir hina frábæru bók Hjálpaðu þér sjálfur sem kom út árið 1892 og var gríðarlega vinsæl. Var sú bók byggð á bókinni Self-Help eftir Samuel Smiles.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:13:49 13,3 MB

Þúsund og ein nótt: 14. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fjórtándu bók eru yfirsögurnar: Sagan af Amený kóngsdóttur, Sagan af Aladdín Abúsj Samat, Sagan af Heykar hinum fróða, Læknirinn og matsalinn ungi frá Bagdad, Sagan af Habib kóngssyni og Dorrat-al-Gavas kóngsdóttur og fleiri sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:41:30 477 MB

Ferðataskan
Ferðataskan er sérlega skemmtileg og spennandi saga sem segir frá járnsmiði einum í Hamborg, Pétri að nafni, sem hefur misst vinnuna og hungrið er farið að sverfa að honum og fjölskyldunni. Reynir hann allt hvað hann getur til að fá sér vinnu og fer t.a.m. á lestarstöðvarnar og býðst til að bera farangur vel stæðra farþega í von um einhverja hungurlús. Eitt kvöldið fær ferðalangur hann til að vísa sér á hótel, en það á eftir að verða þeim báðum afdrifaríkt.

Sagan birtist í bók árið 1907 sem gefin var út af Prentsmiðju Ísafoldar og Hafnarfjarðar. Er höfundar ekki getið.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:46:35 42,6 MB

Gestur í Rifi
Smásagan Gestur í Rifi er afar áhugaverð smásaga sem Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi úr dönsku smásagnasafni sem gefið var út í Minneapolis árið 1906. Kveikjan að sögunni mun hafa verið sú tilgáta nokkurra fræðimanna að Christopher Columbus hafi fengið leiðbeiningar hjá Íslendingum, eftir fornsögunum um fund Vínlands, og hafi það létt honum leitina er hann fann Vesturheim. Hér sem sagt segir frá því þegar Columbus kom til Íslands árið 1477. Um höfund sögunnar gátum við ekkert fundið en hún er skráð eftir S. Baudiz. Íslenska þýðingin birtist í vestur-íslenska tímaritinu Syrpu árið 1913.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:47:15 43,2 MB

Guðsfriðurinn
Smásagan Guðsfriðurinn eftir Selmu Lagerlöf er nokkurs konar dæmisaga sem gerist í kringum jól á bóndabæ í Svíþjóð. Stórbóndinn Ingimar Ingimarsson ætlar að skreppa út í skóg til að sækja birkihríslur til að binda utan um sófla. Þá skellur á vont veður og áður en hann veit af er hann orðinn villtur. Svo er bara að sjá hvernig fer. Er þetta skemmtileg saga rituð af sænska Nóbelhöfundinum Selmu Lagerlöf (1858-1940) sem fyrst kvenna hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Nóbels (1909). Sagan birtist á íslensku í tímaritinu Ísafold árið 1916.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:33:21 30,5 MB

Þúsund og ein nótt: 13. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari þrettándu bók eru yfirsögurnar: Konungurinn og Mamúð Alhýamen hinn víðförli, Ævintýri hirðmanns nokkurs, Sagan af kóngssyninum frá Sindlandi og Fatime, Elskendurnir sýrlensku, Sagan af Ins-al-Wúdsjúd og Wird-al-Ikman, Ævintýri Harúns Alrasjids og fleiri sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:33:16 304 MB

Leyndarmál frú Lessinghams
Smásagan Leyndarmál frú Lessinghams birtist í sögusafni Þjóðviljans árið 1912 og er þýðanda ekki getið. Er þetta stutt glæpasaga um konu bresks stjórnmálamanns sem finnst myrt í vagni sínum.

Percy James Brebner (1864-1922) var vinsæll breskur spennusagnahöfundur í kringum aldamótin 1900. Hann skrifaði einnig sögur undir höfundarnafninu Christian Lys og nutu þær sögur einnig töluverðra vinsælda.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:37:47 34,5 MB