Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Morðið í Marshhole
Morðið í Marshhole er spennandi smásaga eftir enska höfundinn Arthur Henry Sarsfield Ward sem venjulega skrifaði undir höfundarnafninu Sax Rohmer. Var hann helst kunnur fyrir bækur sínar um hinn öfluga glæpamann Dr. Fu Manchu. Í þessari sögu segir frá því að enskur lávarður finnst látinn á heiði einni nærri heimili hans og telja yfirvöld að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en ekki eru allir sammála því.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:36:49 33,7 MB

Þúsund og ein nótt: 12. bók

Þúsund og ein nótt: 12. bók


Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari tólftu bók eru yfirsögurnar: Sagan af hinum tíu vesírum, Sagan af Asem og andadrottningunni, Frá soldáninum í Yemen og sonum hans þremur, Saga af soldáni og þremur kumpánum, Níski dómarinn og Svefnlyfjafíflið og dómarinn. Eru það allt stórskemmtilegar og áhugaverðar sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:02:47 496 MB

Dómarinn með hljóðpípuna
Dómarinn með hljóðpípuna er stórskemmtileg saga eftir rithöfundinn Leopold Ritter von Sacher-Masoch (1836–1895) sem birtist í tímaritinu Ísafold í upphafi 20. aldar. Sagan segir frá því þegar Friðrik annar Prússakonungur leitar vars undan óveðri í þorpi einu þar sem verður á vegi hans óvenjulegur dómari. Leopold Ritter von Sacher-Masoch var austurrískur rithöfundur og blaðamaður sem varð kunnur fyrir smásögur sínar, sem þóttu oft á tíðum djarfar og sýna lífið í nokkuð óvenjulegu ljósi. Þá var hann óhræddur við að fjalla um hluti sem aðrir veigruðu sér við á þeim tíma, eins og kynlíf. Hugtakið masókismi er t.a.m. myndað af nafni hans, Masoch. Á sínum tíma var Masoch vel þekktur í heimi menntamanna fyrir sterkar, frumlegar og oftast vel rökstuddar skoðanir. Kunnasta saga Masochs er sagan Venus í feldi eða Venus in Furs.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:20:44 18,9 MB

Fótatakið
Fótatakið er spennandi smásaga sem birtist á sínum tíma í Þjóðviljanum árið 1912. Hér segir frá tveimur mönnum sem búa saman á bæ einum í Englandi. Eitt kvöld er þeir sitja við arininn heyra þeir fótatak í herberginu fyrir ofan en samt er enginn annar en þeir í húsinu. Um höfundinn vitum við ekkert þrátt fyrir mikla leit.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:34:21 31,4 MB

Þúsund og ein nótt: 11. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari elleftu bók eru nokkrar af kunnustu sögunum i safninu: Sagan af Alý Baba og hinum fjörutíu ræningjum, Sagan af Alý Kodja, Töfrahesturinn og fleiri. Eru það allt stórskemmtilegar og áhugaverðar sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:54:48 489 MB

Villt um veganda

Villt um veganda


Villt um veganda er stórskemmtileg spennusaga eftir ókunnan höfund sem birtist fyrst í tímaritinu Ísafold 1889 og síðar í Lögbergi árið 1906. Hér segir frá málafærslumanni sem tekur að sér að verja ungan mann sem sakaður er um að hafa framið morð. Ungi maðurinn virðist samt ekki hafa nokkurn hug á því að losna undan sökinni og bíður því ekkert annað en líflát. Nú er að sjá hvernig þetta fer. Sagan er bæði spennandi og mjög skemmtileg.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:14:37 68,3 MB

Járnsmiðurinn í Mrakotin

Járnsmiðurinn í Mrakotin


Járnsmiðurinn í Mrakotin er smásaga eftir ókunnan höfund sem birtist í tímaritinu Ísafold árið 1916. Er þetta skemmtileg saga á rómantískum nótum sem gerist á 17. öld á þeim tíma þegar Gústav Vasa Svíakonungur sigraði her Þjóðverja við Breitenfeld nærri Leipzig árið 1631. Var það jafnframt fyrsti sigur mótmælenda gegn kaþólikkum í hinu svokallaða Þrjátíu ára stríði. Segir hér frá járnsmið nokkrum, Buresch, og dóttur hans Anezku, en veröld þeirra umhverfist er riddari einn í röðum kaþólikka kemur til þeirra að fá hest sinn járnaðan. Nú er að sjá hvernig fer.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:32:13 29,5 MB

Járnbrautin og kirkjugarðurinn
Sagan Járnbrautin og kirkjugarðurinn eftir Björnstjerne Björnson er fyrsta sagan sem birtist í tímaritinu Ísafold. Hún var prentuð neðanmáls á árunum 1874 og 1875. Er þetta vel skrifuð og skemmtileg saga sem fjallar öðrum þræði um vináttuna og metnað okkar mannanna. Er þetta ein af þessum sögum sem á erindi inn í alla tíma. Björn Jónsson ritstjóri fylgdi sögunni úr hlaði og sagði hana vera eftir „hið besta skáld sem nú er uppi á Norðurlöndum ... og (hann sé einnig) ... drenglyndur og skorinorður styrktarmaður Íslands í stjórnarbaráttu vorri hin síðari árin.“ Ekki leiðinleg ummæli það.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:13:25 67,2 MB

Þúsund og ein nótt: 10. bók

Þúsund og ein nótt: 10. bók


Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari tíundu bók eru nokkrar stórskemmtilegar yfirsögur: Sagan af Ganem ástarþræl, syni Abú Aíbú, Sagan af Seyn Alasnam kóngssyni og konungi andanna og Ævintýri kalífans Harúns Alrasjíds. Allt stórskemmtilegar og áhugaverðar sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:03:01 277 MB

Svartárdalssólin
Sagan Svartárdalssólin er áhugaverð rómantísk smásaga eftir bandaríska höfundinn Washington Irving (1783-1859). Þótti hann snjall smásagnahöfundur en auk þess fékkst hann við að skrifa ritgerðir og æviþætti. Þá var hann duglegur sagnfræðingur og stjórnmálamaður. Kunnastur er hann fyrir sögurnar Rip Van Winkle og The Legend of Sleepy Hollow. Sagan Svartárdalssólin birtist fyrst á íslensku í Ísafold árið 1912 og var hún þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra. Hann hafði þó þýtt hana töluvert fyrr, eða á skólaárum sínum, og er jafnvel talið að sagan hafi verið fyrsta þýðing Björns.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:30:27 27,8 MB