Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Vofan í Hreiðurborg
Þeim sem eru myrkfælnir er ekki ráðlagt að hlusta á þessa sögu seint um kvöld því hún er kynngimögnuð. Sagan sem birtist fyrst í tímaritinu Ísafold árið 1889 og síðar í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins árið 1937 er þýdd úr ensku og ekki getið um höfund. Sagan segir frá manni sem erfir óvænt allar eigur frænda síns sem hann þekkti ekki. Verður það til þess að hann og vinur hans einn fara til óðalsins er hann erfði. Er óhætt að segja að þar hafi ýmislegt átt sér stað sem þeim hafi seint órað fyrir.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:08:24 62,6 MB

Hefndin
Hefndin eftir Arthur Conan Doyle er afar skemmtileg smásaga sem segir frá óvenjulegri uppákomu í stríðinu milli Prússa og Frakka á 19. öld. Í henni er liðþjálfa einum í prússneska hernum skipað að hafa uppi á og handtaka franskan greifa sem grunaður er um svívirðileg morð á prússneskum hermönnum. Sagan birtist í tímaritinu Ísafold árið 1916, þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra og ráðherra. Höfundinn, Arthur Conan Doyle, þekkja flestir, en hann er einnig höfundir sagnanna um einkaspæjarann fræga Sherlock Holmes.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:38:17 35 MB

Þúsund og ein nótt: 9. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari níundu bók er einungis ein yfirsaga en það hin kunna saga Aladdín og töfralampinn. Það er ekki að ástæðulausu að hún er jafn þekkt og raun ber vitni enda stórskemmtileg í alla staði. Tekur hún rétt rúmlega fjórar klukkustundir í lestri.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:06:41 225 MB

Stofuofninn
Sagan Stofuofninn er hnyttin smásaga sem birtist í tímaritinu Ísafold árið 1917. Þar segir frá ungum verkfræðingi að nafni Passerand sem hefur nýlokið námi og býr við þröngan kost í lítilli kytru efst í fjölbýlishúsi nokkru í París. Í húsinu verður á vegi hans ung og fögur stúlka sem hann verður ástfanginn af, en sá galli er á að hún er dóttir eiganda hússins sem er vellauðugur og telur fátæka verkfræðinginn ekki verðugan af fá hönd dóttur sinnar. En verkfræðingurinn deyr ekki ráðalaus. Nú er að sjá hvernig fer.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:22:48 20,8 MB

Þúsund og ein nótt: 8. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari áttundu bók eru fimm yfirsögur sem nefnast Sagan af Núreddín og Persameynni fögru; Sagan af Gúlnare drottningu hinni sæbornu, Beder kóngssyni frá Persalandi og Gíohare kóngsdóttur frá Samandal; Sagan af Kódadad, bræðrum hans og kóngsdótturinni frá Deríabar; Sagan af Abú Móhammed Alkeslan og Abú Hassan hinn skrítni eða sofandi vakinn. Eru þetta allt saman frábærar sögur sem enginn verður svikinn af. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:36:12 527 MB

Piltur og stúlka
Piltur og stúlka er skemmtileg og áhugaverð smásaga eftir norsku skáldkonuna Magdalene Thoresen sem á sínum tíma var álitin í hópi fremstu rithöfunda síns tíma og mun hafa haft áhrif á ekki minni höfunda en Björnstjerne Björnsson og Henrik Ibsen. Reyndar giftist Ibsen stjúpdóttur hennar. Magdalene fæddist reyndar í Danmörku árið 1819 en fluttist til Noregs árið 1842 og kvæntist ekkjumanninum Hans Conrad Thoresen og tók að sér fimm börn hans frá fyrra hjónabandi. Saman eignuðust þau fjögur börn. Þegar maður hennar dó flutti hún aftur til Danmerkur og bjó í Kristjaníu þar til hún lést árið 1903. Þessi þýðing er fengin úr tímaritinu Ísafold frá árinu 1893. Þýðandi er ókunnur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:20:38 73,8 MB

Þúsund og ein nótt: 7. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari sjöundu bók eru fjórar yfirsögur sem nefnast Sagan af Alí Sjak eða falskalífanum, Kvennaslægð, Sagan af Abúlhassan Alí Ebn Bekar og Sjemselníhar og Sagan af Kamaralsaman kóngssyni og Badúr kóngsdóttur. Eru þetta allt saman frábærar sögur sem enginn verður svikinn af. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:18:07 511 MB

Baróninn frá Finnlandi

Baróninn frá Finnlandi
August Blanche

Smásagan Baróninn frá Finnlandi birtist fyrst á íslensku í tímaritinu Ísafold árið 1893. Er þetta skemmileg saga eftir sænska rithöfundinn August Blanche (1811-1868) sem jafnframt var mikilsvirtur blaðamaður og stjórnmálamaður. Í sögunni ferðast sá sem segir söguna til Söderköping að kynna sér heilsuböðin þar og í leiðinni að hitta stúlku sem hann er hrifinn að og ku vera þar sér til heilsubótar. Þar verður á vegi hans barón einn frá Finnlandi sem allir virðast hafa miklar mætur á en vekur einhverjar aðrar kenndir hjá sögumanni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:25:00 22,8 MB

Maðurinn spakláti

Maðurinn spakláti


Sagan Maðurinn spakláti er stutt saga er birtist í blaðinu Ísafold árið 1916. Var hún þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra og síðar ráðherra. Þó sagan sé stutt er hún skemmtileg og segir frá manninum Fortescue sem kunnur var fyrir hölmgöngusigra sína.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:15:35 14,2 MB

Þúsund og ein nótt: 6. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Yfirsaga þessarar sjöttu bókar nefnist Sagan af krypplingnum litla, en hún greinist svo niður í ellefu minni sögur sem eru hver annarri skemmtilegri. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:15:20 288 MB