Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Bónorð Jóns
Bónorð Jóns er smásaga sem fengin er úr tímaritinu Ísafold í kringum aldamótin 1900. Sagan segir frá ástföngnum manni sem kemur til vinar síns í angist vegna þess að hann þorir ekki að biðja stúlkunnar. Segist hann líða svo miklar kvalir út af þessu að honum sé næst að taka eigið líf. Nú er að sjá hvernig þetta endar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:14:49 13,5 MB

Þúsund og ein nótt: 5. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fimmtu bók eru tvær meginsögur sem nefnast Sagan af hinni drepnu konu og manni hennar og Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan. Báðar eru þær stórskemmtilegar með fullt af spennandi aukasögum. Sögurnar eru þýddar af Steingrími Thorsteinssyni.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:48:35 154 MB

Þúsund og ein nótt: 4. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fjórðu bók okkar segir frá Sindbað sæfara og sjö ferðum hans sem voru hver annarri ævintýralegri og skemmtilegri. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:34:52 141 MB

Kóngurinn í Gullá
John Ruskin skrifaði söguna Kóngurinn í Gullá (The King of the Golden River) árið 1841 fyrir hina tólf ára gömlu Effie (Euphemia) Gray sem síðar varð kona hans. Sagan var gefin út á bók tíu árum síðar (1851) og naut strax mikilla vinsælda og þykir í dag ein af klassískum bókmenntaverkum Viktoríutímans. Sagan hefur verið flokkuð sem ævintýri, dæmisaga, kennisaga og jafnvel goðsaga. Hvernig svo sem menn vilja flokka hana þá vísar sagan okkur veginn til réttrar breytni og hugarfars.

Höfundurinn John Ruskin (1819-1900) var á sínum tíma áhrifamikill rithöfundur og samfélagsrýnir sem hafði áhrif á marga af kunnustu listamönnum sem þá voru uppi og margar skoðanir hans þóttu bæði nýstárlegar og byltingarkenndar og ættu meira erindi í dag en þá. Merkilegur og áhugaverður maður. Sagan er ein af þeim sögum, eins og sögurnar um ferðir Gúllivers, sem eiga erindi til bæði barna og fullorðinna.

Sagan var fyrst gefin út á íslensku af Prentsmiðju Lögbergs í Winnipeg árið 1891 og var þá þýdd af Einari Hjörleifssyni Kvaran.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:19:51 73,1 MB

Þúsund og ein nótt: 3. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari þriðju bók okkar er yfirkaflinn: Sagan af daglaunamanninum, hinum fimm konum í Bagdad, og hinum þremur konungbornu munkum, en undir hann falla 7 sögur hver annarri skemmtilegri, s.s. Sagan af Sobeide, Sagan af Amíne og fleiri sögur. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:10:09 283 MB

Gamalmennin
Alphonse Daudet (1840-1897) var franskur rithöfundur sem samdi jöfnum höndum smásögur, skáldsögur, leikverk og ljóð. Þykja smásögur hans afar góðar og vilja margir meina að hann sé einn af fremstu smásagnahöfundum allra tíma. Sagan Gamalmennin er gott dæmi um snilli Daudets. Þar segir frá malara einum sem fær bréf frá vini sínum í París sem biður hann um að heimsækja afa sinn og ömmu, því hann sjái sér ekki fært að gera það. Malarinn verður við þessari bón og hittir gömlu hjónin. Er lýsingin á því stórskemmtileg og höfundur sýnir okkur hvað tengsl milli kynslóða skipta máli, ekki síst fyrir þá öldruðu. Sagan birtist í Ísafold árið 1909 og er sennilega þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra og ráðherra.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:20:47 19 MB

Kross-örið

Kross-örið
Fred M. White

Sagan Kross-örið er stutt spennusaga eftir rithöfundinn Fred M. White (1859-1935) sem á sínum tíma var vinsæll og afkastamikill höfundur spennusagna. Er hann af mörgum talinn einn af forvígismönnum njósnasagna. Á Íslandi gerði hann garðinn frægan með spennusögunni Hvíti hanskinn sem hægt að nálgast hér á Hlusta. Sagan Kross-örið birtist fyrst í Þjóðviljanum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:39:32 36,2 MB

Ríkisbylting
Guy de Maupassant (1850-1893) var franskur höfundur sem naut mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar á síðari hluta 19. aldar. Einbeitti hann sér einkum að smásagnaforminu og hefur ásamt nokkrum öðrum verið talinn hafa rutt brautina fyrir nútíma smásögunni. Það sem einkum hefur þótt einkenna sögur Maupassants er beinskeyttur og að því er virðist áreynslulaus stíll þar sem tvöföld merking, háð og ádeila marrar í hálfu kafi. Þá var það aðall hans að sjá söguefni sem öðrum sást yfir, í hversdagslegum athöfnum daglegs lífs.

Sagan Ríkisbylting gerist á þeim tíma þegar Napóleon þriðji, bróðursonur Napóleons Bonaparte, er að missa völdin í Frakklandi eftir að hafa tapað stríði við Prússa árið 1870. Í kjölfarið var hinu svokallaða þriðja lýðveldi komið á fót í Frakklandi. Eins og í mörgum sögum sínum lýsir Maupassant á mjög svo kaldhæðinn hátt hvernig áhrifamenn í frönskum smábæ bregðast við falli hans. Mannlegt eðli er samt við sig og löngunin í vald og vegsemd ríkir í brjóstum margra.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:27:07 24,8 MB

Þúsund og ein nótt: 2. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari annarri bók okkar er yfirkaflinn: Sagan af fiskimanninum og andanum, en undir honum eru svo um 20 sögur hver annarri skemmtilegri, s.s. Sagan af Sjabeddín fróða, Sagan af málaranum Mamúð frá Ispahan og fleiri sögur. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:13:53 342 MB

Gyðja dauðans
Gyðja dauðans er dularfull og stutt spennusaga eftir hinn kunna breska höfund William Hope Hodgson (1877-1918). Sagan segir frá því að í þorpi einu fer líkneski eitt (stytta) á kreik í skjóli nætur og drepur þorpsbúa. Þegar menn fara að rannsaka þetta kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Spennandi saga sem heldur manni föngnum allt til enda. Hodgson var kunnur höfundur á sínum tíma og skrifaði jafnt ritgerðir, stuttar sögur og skáldsögur. Voru það gjarnan hryllingssögur, ævintýrasögur eða vísindaskáldskapur. Hann lést í fyrri heimsstyrjöldinni einungis fertugur að aldri.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:38:56 35,6 MB