Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Giftusamleg leikslok
Sagan Giftusamleg leikslok er saga eftir ókunnan höfund. Í tímaritinu Ísafold þar sem hún birtist árið 1916 er undirtitillinn einfaldlega „amerísk saga“. Sagan segir frá tveimur þýskum kaupmönnum, Hans Kasche og Laura Neumann, sem reka verslun gegnt hvort öðru í litlum olíubæ í Bandaríkjunum. Verður mikil samkeppni á milli þeirra sem leiðir til alls kyns aðgerða. Skemmtileg saga sem á fullt erindi til okkar í dag.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:31:21 28,7 MB

Ljónaveiðin við Bender

Ljónaveiðin við Bender


Ljónaveiðin í Bender segir frá því þegar Karl 12. Svíakonungur flýr eftir ófarirnar í Rússlandi suður til Ottóman ríksins með einungis um 1000 fylgismenn sína. Er honum tekið vel af soldáninum í Konstantínópel og sest að í borginni Bender árið 1709. Þurfti hann þar að lifa á ölmusugjöfum soldánsins og innan tíðar var hann einnig orðinn stórskuldugur ýmsum kaupmönnum í Bender. Lauk því svo að íbúar í Bender snerust gegn honum og fólki hans og réðust á þau. Lauk þeirri blóðugu rimmu með því að hann var handtekinn. Eftir fimm ár þar syðra var honum leyft að snúa aftur til Svíþjóðar. Er þessi saga hér í skáldlegum búningi eftir ókunnan höfund en hún birtist í tímaritinu Iðunni árið 1887.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:01:49 56,6 MB

Í bláa herberginu

Í bláa herberginu
Katherine Tynan

Í bláa herberginu er óvenjuleg smásaga sem birtist í Þjóðviljanum skömmu eftir aldamótin 1900. Er hún eftir írsku skáldkonuna Katherine Tynan (1859-1931) sem á sínum tíma var kunn fyrir skáldsögur sínar og ljóð. Um tíma var hún í nánum tygjum við skáldið William Butler Yeats og er sagt að hann hafi beðið hennar en hún hafnað honum. Sagan Í bláa herberginu segir frá manni einum sem ferðast með þjóni sínum og koma þeir þreyttir og slæptir í borg eina þar sem þeir beiðast gistingar. En gisting er ekki auðfundin þar sem hátíð fer í hönd daginn eftir. Það verður þó úr að manninum er boðin gisting í bláa herberginu...

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:29:41 27,1 MB

Salómonsdómur

Salómonsdómur
ókunnur höfundur

Salómonsdómur er áhugaverð og skemmtileg smásaga sem birtist í tímaritinu Ísafold snemma á tuttugustu öldinni. Þar segir frá manni sem stelur brauði frá bakara einum en er gripinn glóðvolgur við stuldinn og færður í varðhald. Hann er síðan leiddur fyrir dómara til að ákvarða refsinguna. En þá kemur ýmislegt í ljós. Þetta er saga sem á erindi við alla á öllum tímum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10:47 9,87 MB

Flugnafræðingurinn
Flestir þekkja Arthur Conan Doyle sem höfund einkaspæjarans Sherlock Holmes. Þær sögur voru þó langt í frá það eina sem hann skrifaði því hann skrifaði margar aðrar sögur ekki síður merkilegar og skemmtilegar. Dæmi um það er smásagan Flugnafræðingurinn sem segir frá ungum nýútskrifuðum lækni sem er að leita sér að vinnu og rekst þá á einkennilega auglýsingu í dagblaðinu. Sagan birtist í Ísafold árið 1898 og er sennilega þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra og ráðherra.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:50:03 45,8 MB

Öll fimm

Öll fimm
Helen Stöckl

Smásagan Öll fimm er hjartnæm og falleg saga sem fengin er úr tímaritinu Ísafold frá árinu 1916. Sagan segir frá lækni og konu hans í litlum bæ. Ekkja ein með fimm börn verður veik og deyr frá þeim og þá er að sjá hvað verður um börnin. Ekki kunnum við nánari deili á höfundinum en eitt er víst að hún kann að skrifa dramatískan texta.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:07:00 61,3 MB

Mýrarkotsstelpan
Mýrarkotsstelpan er smásaga eða nóvella eftir sænska Nóbelsskáldið Selmu Lagerlöf. Kom hún fyrst út árið 1908 í sagnasafninu En saga om en saga och andra sagor. Á íslensku kom hún fyrst út í blaðinu Ísafold árið 1912 í þýðingu Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra. Sagan hefur oft verið kvikmynduð og í dagblaðinu Vísi má finna auglýsingu um hana þar sem segir: „Mýrarkotsstelpan – Sjónleikur í sex þáttum útbúin til leiks af snillingnum Victor Sjöström. Mynd þessi þarfnast ekki mikilla skýringa. Sagan er mönnum svo kunn, enda hefur myndin verið sýnd hér áður (1919) og hefur oft verið vitnað í hana sem bestu mynd af þeim sænsku myndum sem hér hafa sést.“

Vala Hafstað les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:20:10 128 MB

Þúsund og ein nótt: 1. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fyrstu bók okkar er að finna innganginn sem leiðir okkur inn í þennan sagnaheim og sögukaflann sem ber yfirheitið Kaupmaðurinn og andinn.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:07:59 117 MB

Launabótin

Launabótin
Albert Miller

Launabótin eftir Albert Miller er einstaklega skemmtileg og hugvitssamleg saga sem segir frá gjaldkera í banka sem tekur til sinna ráða þegar yfirmenn hans neita að bæta kjör hans þrátt fyrir aukna ábyrgð. Ekki kunnum við nánari deili á höfundinum en sagan birtist í tímaritinu Ísafold í upphafi 20. aldar. Þýðandi hennar var Björn Jónsson ritstjóri.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:26:03 23,8 MB

Ólík heimili

Ólík heimili
August Blanche

Sagan Ólík heimili er stutt dæmisaga eftir sænska blaðamanninn, rithöfundinn og sósíalistann August (Theodor) Blanche sem uppi var frá 1811-1868. Er sagan skemmtilega uppbyggð, en hún segir frá tveimur kaupmönnum í erfiðu árferði og þeim viðtökum sem hvor um sig fær á sínu heimili. Sagan birtist í tímaritinu Ísafold.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:10:38 9,37 MB