Þýddar smásögur

Bækur á ensku

Presturinn í Lágey

Presturinn í Lágey
S. B.

Presturinn í Lágey er stutt saga, um fimmtán mínútur í upplestri, sem segir frá presti einum sem sækir um brauðið í Lágey, eyju sem liggur við Horsensfjörð. Eyjarskeggjar vilja lítið með presta hafa og hafa flæmt alla burt sem þangað hafa komið og hyggjast gera það sama við þennan. Nú er bara að sjá hvernig þeim tekst til. Sagan birtist fyrst í tímaritinu Lögbergi árið 1895 en svo í Ísafold árið 1916.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:14:09 12,9 MB

Pelle Dubb

Pelle Dubb
August Blanche

Pelle Dubb er smásaga í tveimur hlutum eftir sænska blaðamanninn, rithöfundinn og sósíalistann August Blanche (1811-1868). Hér segir frá hinum óvenjulega Pelle Dubb sem var ólíkur flestum mönnum í hegðun og hátterni. August Blanche sem lögfræðingur að mennt var á sínum tíma mjög vinsæll blaðamaður og rithöfundur um miðja nítjándu öldina. Árið 1859 var hann kosinn á sænska þingið og var þingmaður allt til 1866. Sagan birtist á íslensku í tímaritinu Ísafold árið 1893.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:27:11 24,8

Páskaleyfi
Smásagan Páskaleyfi er hér í þýðingu Björns Jónssonar ritstjóra og birtist fyrst í tímaritinu Ísafold árið 1909. Er þetta nokkuð óvenjuleg en áhugaverð saga sem gerist í huga tólf ára drengs sem kvíðir því að byrja aftur í skólanum eftir sumarfrí. Höfundurinn Pierre Loti (1850-1923) var sjóliðsforingi en auk þess afkastamikill höfundur skáldsagna og smásagna. Þóttu verk hans í fyrstu nokkuð óvenjuleg og sögur hans ljóðrænar og stundum óljósar. Þær féllu þó í góðan jarðveg hjá mörgum og hafði hann t.a.m. mikil áhrif á samlanda sinn Marcel Proust sem áleit hann einn besta höfund sinnar samtíðar. Til gamans má geta að ein þekktasta skáldsaga hans hét Pécheur d´Islande (Sjómaður á Íslandsmiðum).

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:21:24 19,6 MB

Taflið

Taflið
ókunnur höfundur

Taflið er smásaga í fjórum hlutum sem gerist á sextándu öld á Spáni á dögum Filippusar annars konungs. Þar bíður hertogi einn þess að verða tekinn af lífi og er kallaður til hans biskup einn, Ruy López de Segura, til að hlusta á síðustu skriftir hans. Ruy Lopez þessi er sá sem hið fræga skákafbrigði er kennt við. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi, hvort sem menn hafa gaman af skák eða ekki. Sagan birtist í tímaritinu Ísafold.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:35:03 32 MB

Gullið og bræðurnir tveir
Sagan Gullið og bræðurnir tveir eftir eitt af höfuðskáldum Rússa á 19. öld birtist fyrst í tímaritinu Iðunni árið 1889. Er þetta stutt dæmisaga þar sem Tolstoy freistar þess að kenna okkur rétta breytni í lífinu. Tolstoy varð mjög trúaður á síðari árum ævi sinnar og vildi þá leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi sitt. Svo er það spurning hvort við séum alltaf sammála honum og má ætla að margir eigi erfitt með að gangast við því sem hann leggur til í þessari sögu. En hvað um það þá bjó hann yfir frásagnargáfu sem fáum er gefin og alltaf eru sögur hans áhugaverðar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:08:41 7,96 MB

Presturinn á Bunuvöllum

Presturinn á Bunuvöllum
ókunnur höfundur

Presturinn á Bunuvöllum er bráðskemmtileg saga sem birtist í tímaritinu Iðunni einhvern tíma á árunum 1884-1888. Höfundur hennar er ókunnur. Sagan segir frá merkum presti á Bunuvöllum sem upplifir algjört áhugaleysi safnaðarins á guðstrú og kirkjunni. Hann ákveður að reyna að bæta úr þessu og er óhætt að hann fari ekki hefðbundna leið til. Sagan er bráðfyndin.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:15:27 14,1 MB

Kennarinn og nemandinn

Kennarinn og nemandinn


Kennarinn og nemandinn er saga eftir ókunnan höfund um óvenjulega kennslustund hjá ströngum tónlistarkennara.

Sigurður Arent Jónsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:05:24 4,95 MB

Hafmeyjan litla
Hafmeyjan litla er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.

Jóhanna M. Thorlacius les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:59:17 54,2 MB

Hinn heilagi Vincentius
Hinn heilagi Vincentius er gamansöm saga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá presti nokkrum sem uppgötvar að dýrlingslíkneski þorpsins hefur legið undir skemmdum, svo hann tekur til sinna ráða.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:07:42 7,05 MB

Hinrik, Cecil og Sara

Hinrik, Cecil og Sara
M. Goldschmidt

Hinrik, Cecil og Sara er stutt ensk ástarsaga eftir M. Goldschmidt sem birtist í tímaritinu Iðunni í lok nítjándu aldar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:19:48 18,1 MB