Þjóðlegur fróðleikur

Bækur á ensku

Stiftamtmenn og amtmenn á Íslandi 1750-1800
Við á Hlusta.is erum sífellt að reyna að grafa upp gömul merkisrit sem ekki mega týnast og gera þau aðgengileg á vef okkar. Hér er á ferðinni eitt slíkt. Er talið að Magnús sýslumaður hafi skrifað þetta bókarkorn árið 1802, ári áður en hann lést og eins og nafnið gefur til kynna rekur hann þar ævi allra þeirra stiftamtmanna og amtmanna sem héldu embætti á umræddu tímabili. Er mikill fengur að þessu fyrir alla þá er hafa gaman af íslenskri sögu og skemmtilegum frásögnum.

Magnús Ketilsson (1732-1803 var sýslumaður Dalamanna á síðari hluta 18. aldar, mikill jarðræktarfrömuður og stundaði tilraunir í garð- og trjárækt. Hann var einnig einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju og gaf út fyrsta tímarit sem prentað var á Íslandi, Islandske Maanedstidende.

Magnús var sonur Ketils Jónssonar prests á Húsavík og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla landfógeta. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla en varð sýslumaður í Dalasýslu 1754, 22 ára að aldri, og gegndi því embætti til dauðadags, eða í 49 ár. Hann bjó í Búðardal á Skarðsströnd og rak þar stórbú, eitt það stærsta á Vesturlandi. Magnús þótti röggsamur og duglegur embættismaður en nokkuð ráðríkur og harður í horn að taka, stjórnsamur og tók sérlega hart á betli og flakki, en rækti embætti sitt vel þótt hann væri nokkuð drykkfelldur á efri árum. Hann var vel lærður, mjög vel að sér í latínu og grísku og las líka ensku, frönsku og þýsku auk dönskunnar. Hann skrifaði meðal annars um guðfræði, lögfræði, sagnfræði og ættfræði og voru mörg verka hans prentuð í Hrappseyjarprentsmiðju, sem hann átti stóran þátt í að móta. Magnús var mikill áhugamaður um hvers kyns fróðleik og framfarir og þó sérstaklega um bætta búnaðarhætti, og samdi ýmis rit um búfræði og búnaðarhætti til leiðbeiningar fyrir bændur. Sjálfur stundaði hann miklar tilraunir í jarðyrkju og garðrækt og slíku og ræktaði ýmiss konar grænmeti í garði sínum í Búðardal. Á meðal þess sem hann ræktaði eða reyndi að rækta voru kartöflur, rófur, næpur, nípur, gulrætur, hreðkur, rauðrófur, piparrót, laukur, hvítkál, blöðrukál, grænkál, salat, spínat, karsi, steinselja og salvía og árið 1778 ræktaði hann spergil (aspargus). Hann ræktaði líka bygg og hafra og gerði tilraunir til að rækta rúg og hveiti en það tókst þó ekki. Einnig reyndi hann að rækta lín og hamp og jafnvel tóbak. Ýmsar trjátegundir reyndi hann líka að gróðursetja með misjöfnum árangri. Hann lét reisa vatnsmyllu í gili fyrir ofan bæinn og mun hafa verið einna fyrstur til þess á Íslandi.

Jón B. Guðlaugsson les.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:13:38 243,8 MB

Draumar
Það eru nú liðin um 107 ár síðan Hermann Jónasson hélt erindi sem síðar voru gefin út á bók undir nafninu Draumar. Það fyrra flutti hann í febrúar 1912 og það síðara í maí sama ár. Voru erindin gefin út á bók. Í fyrra erindinu sagði Hermann frá merkilegum draumi sem hann hafði dreymt og varpaði nýju ljósi á Njáls sögu. Í draumnum kom til hans Ketill frá Mörk sem er persóna í sögunni og segir Hermanni að sagan eins og hún sé núna fari ekki rétt með staðreyndir og vill að leiðréttingar verði gerðar öllum heyrinkunnar. Þar kemur m.a. fram að Njála sé skeytt saman úr þremur sögum, Gunnars sögu Hámundarsonar, Höskulds sögu Hvítanessgoða og Brennu-Njálssögu. Hermann þessi var um tíma skólastjóri búnaðarskólans á Hólum og þótti mjög traustur og grandvar maður í alla staði. Þá þótti hann mjög berdreyminn, þ.e. hann dreymdi fyrir alls kyns hlutum. Er þetta stórmerkilegt rit sem varpar nýju ljósi á þetta öndvegisrit okkar Íslendinga og færir okkur sanninn fyrir því að margt býr í draumum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:38:31 255 MB

Hákarlalegur og hákarlamenn
Bókina Hákarlalegur og hákarlamenn skrifaði Theódór að beiðni ýmissa framámanna sem vildu að sú þekking sem hann hafði á þessum atvinnuvegi, þessum stórmerka þætti í atvinnusögu okkar Íslendinga, glataðist ekki. Var hann m.a. kostaður af Sigurði Nordal þegar hann skrifaði bókina.

Er hér um að ræða ómetanlega heimild um líf sem Theódór þekkti vel af eigin raun, þar sem dauðinn var sífellt nálægur og lífsbaráttan hörð. Theódór segir okkur hér frá því hvernig menn sóttu hákarl, hvaða nytjar var hægt að hafa af honum, frá mönnunum sem sóttu hann í hyldýpi hafsins og öðru sem þessu tengdist. Og hann segir okkur það á sinn ótrúlega látlausa og einfalda hátt þannig að við verðum næstum því þátttakendur í öllu saman. Slíkt geta bara snillingar.

Theódór Friðriksson (1876-1948) rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum kom út í tveim bindum árið 1941, og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:06:50 226 MB

Nokkrir fyrirlestrar (2. bindi)
Þorvaldur Guðmundsson fæddist að Marteinstungu í Holtahreppi hinum forna í Rangárvallasýslu 15. júní árið 1868. Foreldrar hans misstu allt sitt „harða vorið“ 1882 og eftir það ólst Þorvaldur upp við mikla fátækt. Vegna þess varð fátt um skólagöngu sem hann þráði mjög. En hann fann sína leið með því að sanka að sér bókum sem hann las spjaldanna á milli og byggði upp mikinn þekkingarbrunn. Þegar mest lét átti hann um 1400 íslenskar bækur sem í þá daga þótti gríðarlega stórt safn. Þegar faðir hans lést árið 1899 fluttist hann ásamt móður sinni til Reykjavíkur og hóf að vinna hjá Sigurði Kristjánssyni bóksala. Ekki leið á löngu áður en menn áttuðu sig á öllum þeim fróðleik sem hann bjó yfir og fengu hann til að halda fyrirlestra við ýmis tækifæri. Bogi Ólafsson safnaði þeim saman og gaf út árið 1921. Við höfum skipt þessu efni í tvær bækur. Í þessu síðara bindi eru 11 fyrirlestrar. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um Jón biskup Arason en sá síðasti um Bessastaði. Við viljum sérstaklega benda hlustendum á fyrirlesturinn Þorraþrælsbylurinn í Odda eða saga Oddastaðar 1780-1810 sem er einkar skemmtilegur. En allt eru þetta skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar sem áhugafólk um íslenska sögu má ekki láta framhjá sér fara.

Jón B. Guðlaugsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:45:21 426 MB

Nokkrir fyrirlestrar (1. bindi)
Þorvaldur Guðmundsson fæddist að Marteinstungu í Holtahreppi hinum forna í Rangárvallasýslu 15. júní árið 1868. Foreldrar hans misstu allt sitt „harða vorið“ 1882 og eftir það ólst Þorvaldur upp við mikla fátækt. Vegna þess varð fátt um skólagöngu sem hann þráði mjög. En hann fann sína leið með því að sanka að sér bókum sem hann las spjaldanna á milli og byggði upp mikinn þekkingarbrunn. Þegar mest lét átti hann um 1400 íslenskar bækur sem í þá daga þótti gríðarlega stórt safn. Þegar faðir hans lést árið 1899 fluttist hann ásamt móður sinni til Reykjavíkur og hóf að vinna hjá Sigurði Kristjánssyni bóksala. Ekki leið á löngu áður en menn áttuðu sig á öllum þeim fróðleik sem hann bjó yfir og fengu hann til að halda fyrirlestra við ýmis tækifæri. Bogi Ólafsson safnaði þeim saman og gaf út árið 1921. Við höfum skipt þessu efni í tvær bækur. Í þessu fyrra bindi eru 10 fyrirlestrar. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um Ingimund gamla og sá síðasti um Pétur Einarsson (Gleraugna-Pétur). Eru þetta skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar sem allt áhugafólk um íslenska sögu ættu að hafa gaman að.

Jón B. Guðlaugsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:52:06 377 MB

Reykjavík um aldamótin 1900

Reykjavík um aldamótin 1900
Benedikt Gröndal

Ritgerð Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndal um Reykjavík árið 1900 er bæði ómetanleg heimild um lífið á þessum mótunarárum höfuðstaðarins og skemmtileg frásögn þar sem skáldið og rithöfundurinn fer á kostum og skemmtir okkur með leiftrandi lýsingum á mannlífi og menningu þess tíma. Ritgerðin gefur hinni sígildu sjálfsævisögu Benedikts, Dægradvöl, ekkert eftir og er í raun eins og skemmtilegur viðauki við hana. Sagan á erindi til allra sem unna góðri alþýðusagnfræði og frábærum stíl.

Sigurður Arent Jónsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:59:28 438 MB

Jón lærði Guðmundsson

Jón lærði Guðmundsson
Ingólfur B. Kristjánsson

 

Lesari er Páll Guðbrandsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:08:40 9,93 MB

Íslandssaga

Íslandssaga
Halldór Briem

Íslandssaga Halldórs Briem kom út árið 1903 og þó hún sé komin til ára sinna stendur hún fyllilega fyrir sínu og gefur okkur góða mynd af atburðum í tímaröð.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:19:41 278 MB

Björn Jónsson á Skarðsá, annálaritari

Björn Jónsson á Skarðsá, annálaritari
fólk í sögunni

 

Lesari er Páll Guðbrandsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:02:07 2,44 MB

Brynjólfur Sveinsson biskup

Brynjólfur Sveinsson biskup
Ingólfur B. Kristjánsson

 

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:06:51 6,28 MB