Ljóð

Bækur á ensku

Axel
Ljóðaflokkurinn Axel eftir Esaias Tegnér kom út í íslenskri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar árið 1857, en upprunaleg útgáfa Tegnérs kom út í Lundi árið 1822. Eins og aðrar þýðingar Steringríms er hér um að ræða afar smekkvísa þýðingu þar sem þýðandinn bæði fangar kjarna hins upprunalega ljóðs og færir það um leið í fagran listrænan íslenskan búning og eru fáir sem hafa kunnað þá list betur en Steingrímur.

Tegnér orti ljóðið á haustdögum árið 1821 en þá var hann að jafna sig eftir mikil veikindi. Þetta merka rómantíska frásagnarljóð, sem segja má að sé ort í Byronískum anda, varð mjög vinsælt og segir af ástum og stríði. Naut þýðing Steingríms mikilla vinsælda á Íslandi eins og upprunalega ljóðið hafði gert í Svíþjóð.

Rétt er að geta þess að bókin innihélt einnig tvö stök ljóð eftir Tegnér í þýðingu Steingríms og eru þau látin fylgja með. Um er að ræða ljóðin Karl tólfti, sem hann orti 1818 og er þjóðsöngur Svía, og Sólar óður (Solsangen).

Esaias Tegnér (1782-1846) var sænskur rithöfundur og skáld, prófessor í grísku og biskup. Er hann af mörgum talinn faðir nútíma ljóðlistar í Svíþjóð.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:23:58 80,7 MB

Þú hlustar Vör
Ljóðaflokkurinn „Þú hlustar Vör“ eftir Huldu samanstendur af 9 ljóðabálkum, ásamt inngangs- og lokaljóði. Ljóðabálkarnir eru mislangir en eiga allir það sameiginlegt að hefjast á inngangsljóði.

Ljóð Huldu eru afar grípandi, dreymandi og heillandi og koma tilfinningar hennar sterkt fram. Hún sækir innblástur í sína eigin reynslu, sínar eigin tilfinningar, minningar, drauma og vonir. Ljóðin spanna allt frá ákalli til norrænu gyðjunnar Varar, til móðursorgar og ást móður til barna sinna.

Hafdís E. Jónsdóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 2 klst 5 mín 119 MB

Bláskógar (4. bók)

Bláskógar (4. bók)
Jón Magnússon

Bláskógar IV er fjórða og síðasta bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar. Í því er að finna tvö skemmtileg og áhugaverð söguljóð. Hið fyrra nefnist Björn á Reyðarfelli og hið síðara Páll í Svínadal.

Björn á Reyðarfelli samanstendur af 29 ljóðum og nokkrum textum í lausu máli. Þar er sögð saga Björns sem er einkasonur sýslumanns og stefnir að laganámi. Hann verður ástfanginn af vinnukonu á bænum og vill giftast henni. Verður þetta til þess að hann rífst við föður sinn og flytur burt í reiði sinni með konuefni sínu. Síðan er að sjá hvernig fer fyrir ungu hjónaefnunum.

Páll í Svínadal segir líka áhugaverða sögu og hefur að geyma 14 ljóð.

Hér er á ferðinni áhugaverð og skemmtileg tilraun sem allir unnendur ljóða og góðra sagna ættu að hafa gaman að.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:27:31 270 MB

Bláskógar (3. bók)

Bláskógar (3. bók)
Jón Magnússon

Bláskógar III er þriðja bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg góð ljóð eins og Vígvelli, Völu og Gömlu hjónin í kotinu. Jón orti oftast hefðbundið en þó bregður hann út af því á nokkrum stöðum hér. Styrkur hans fólst fyrst og fremst í sérstæðri sýn hans á tilveruna, þessari fölskvalausu einlægni og hjartahlýju sem skín alltaf í gegn. Þá bjó hann yfir miklu valdi á tungumálinu þannig að ljóð hans eru oftast áreynslulaus og lipur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:16:21 249 MB

Bláskógar (2. bók)

Bláskógar (2. bók)
Jón Magnússon

Bláskógar II er önnur bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg hans bestu ljóð eins og Bjössi litli á Bjargi, Haustvindar og ljóðabálkinn Bifröst. Jón var hefðbundið skáld að formi til og fylgdi einnig ríkri hefð í efnisvali, en styrkur hans fólst fyrst og fremst í sérstæðri sýn hans á tilveruna, þessari fölskvalausri einlægni og hjartahlýju sem skín alltaf í gegn. Þá bjó hann yfir miklu valdi á tungumálinu þannig að ljóð hans eru oftast áreynslulaus og lipur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:18:57 254 MB

Bláskógar (1. bók)

Bláskógar (1. bók)
Jón Magnússon

Jón Magnússon (1896-1944) fæddist í Fossakoti í Borgarfirði. Tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur, lærði beykisiðn og stundaði hana þangað til hann eignaðist húsgagnaverslun sem hann rak þar til skömmu fyrir dauða sinn. Þó Jón hyrfi úr sveitinni til borgarinnar eins og svo margir um hans daga var hugur hans bundinn við dreifbýlið; því helgaði hann kvæði sín. Hann virti fastheldni þeirra sem heima sátu og héldu í gamla lifnaðarhætti en óttaðist það los sem vaxandi þéttbýlismyndun hafði í för með sér. í skáldskapnum hélt hann sér við eldri bragarhætti í samræmi við þjóðleg viðhorf sín. Orðfæri hans er víða kjarnmikið og skýrt, náttúrulýsingar ágætar. Þegar Jóni tekst best til nær hann að tengja við hið fagra og góða í hverjum manni.

Jón Magnússon valdi fyrstu bók sinni heitið Bláskógar (1925). Er nafngiftin auðskilin þegar haft er í huga að hann ólst að nokkru leyti upp í Þingvallasveit — Bláskógavegur heitir einmitt leiðin milli Borgarfjarðar og Þingvalla. Allt ljóðasafn hans var svo gefið út í fjórum bókum árið 1945.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:56:10 212 MB

Valin ljóð eftir Pál Ólafsson

Valin ljóð eftir Pál Ólafsson
Páll Ólafsson

Það er óhætt að segja að sem skáld hafi Páll Ólafsson haft nokkra sérstöðu á sínum tíma og það kannski fyrst og fremst vegna þess hve auðvelt hann átti með að yrkja og svo vegna afstöðu sinnar til kveðskapar almennt. Það lá ekki fyrir honum að mennta sig og raunveruleikinn, það umhverfi, sem mótaði hann varð þ.a.l. á margan hátt öðruvísi munstrað en margra samtímaskálda sem sóttu sér sameiginlega reynslu í það ferli og umhverfi sem menntun hafði í för með sér í þá daga.  Þá hefur Páll vafalaust ekki litið á sig sjálfan sem skáld og ekki átt von á því að gefa ljóð sín út á bók ef marka má orð Jóns bróður hans sem fyrstur manna gaf út ljóðmæli Páls:  ,,Það var ekki fyrr en á efri árum að honum kom til hugar, að nokkru sinni mundi koma út ljóðasafn eftir sig.  Lengst af æfinnar hélt hann því ekki saman, því sem hann kvað.  En þegar hann loks fór að rita upp og láta rita upp, það sem hann hafði þá eða gat náð til af ljóðum eftir sig, var margt glatað.”   Þá segir hann á öðrum stað í bréfi til Jóns:  ,,Ég hefi aldrei kveðið neina vísu í þeim tilgangi, að láta prenta hana, né til að troða mér inn í skáldatölu, heldur eins og þú veist af því, að ég hef aldrei unað við annað og aldrei getað haldið mér saman, líkt og spóinn.” (Haft eftir Páli Hermannssyni í formála ljóðasafns Páls Ólafssonar frá árinu 1955.)

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:01:30 2,1 MB

Valin ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Valin ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson
Jóhann Gunnar Sigurðsson

Jóhanni Gunnari Sigurðssyni var ekki skammtaður langur tími hér á jörðu.  Hann lést úr tæringu einungis 24 ára gamall og að honum gengnum urðu íslenskar bókmenntir þeim mun fátækari, ekki síst ef litið er til þess hvað hann, þrátt fyrir ungan aldur, skildi eftir sig.

Lesarar eru Valý Ágústa Þórsteinsdóttir
og Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:03:59 4,6 MB

Heyr himna smiður

Heyr himna smiður
Kolbeinn Tumason

Eitt fegursta trúarljóð að fornu er án alls efa Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason í Víðimýri. Kolbeinn var uppi á 12. og 13. öld og þótti mestur höfðingi í Skagafirði. Sagt er að hann hafi ort ljóðið þann 8. september 1208, daginn fyrir andlát sitt.

Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:03:21 2,8 MB

Vogar

Vogar
Einar Benediktsson

Vogar var fjórða ljóðabók Einars Benediktssonar (1864-1940) og kom út árið 1921.

Hallgrímur Helgi Helgason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:00:43 165 MB