Ljóð

Bækur á ensku

Valin ljóð eftir Jón Þorláksson frá Bægisá

Valin ljóð eftir Jón Þorláksson frá Bægisá
Jón Þorláksson frá Bægisá

Hver öld á sín stórmenni sem standa upp úr, hvort sem er í skáldskap, menntun, eða öðrum þjóðþrifamálum.   Einn af þeim mönnum sem bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína á 18. og 19. öld var Jón Þorláksson prestur og þjóðskáld sem löngum hefur verið kenndur við Bægisá í Hörgárdal í Eyjafirði.  Á tímum þegar Íslendingar voru einkum uppteknir við að berjast við hungurvofuna og eirðu lítið við veraldlegan skáldskap fékkst hann við að þýða heimsbókmenntirnar yfir á íslensku við erfið skilyrði og svo vel að erlendir fræðimenn fylltust hrifningu.  Þá orti hann vísur, ljóð og sálma sem fengu fastan stað í hjörtum landsmanna. 

Lesarar eru Ingólfur B. Kristjánsson
og Páll Guðbrandsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:17:37 20,3 MB

Valin ljóð úr ljóðabókinni Hólmgönguljóð

Valin ljóð úr ljóðabókinni Hólmgönguljóð
Matthías Johannessen

Hólmgönguljóð nefnist önnur ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1960. Bókin skiptist í tvo hluta og í fyrri hlutanum hefjast öll ljóðin á orðunum „þú ert...“ Eru ljóðin mjög persónuleg og höfundur sækir sér efnivið í myndir og líkingar víða að til að gefa reynsluheimi sínum dýpri merkingu.

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:31:52 15,3 MB

Borgarmúr

Borgarmúr
Erlendur Jónsson

Bókin Borgarmúr eftir Erlend Jónsson kom út árið 1989 og var fjórða ljóðabók höfundar. Inniheldur hún 32 ljóð og höfundur skiptir henni í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn nefnist Landslag og geymir 9 ljóð, annar kaflinn nefnist Borgarmúr og inniheldur 13 ljóð og þriðji og síðasti kaflin kallast Endurskin og er þar að finna 10 ljóð.

Ljóð Erlends eru mjög persónuleg en hafa um leið almenna skírskotun í samtímann og ættu allir að hafa gaman af að lesa þau. Þó svo að ljóðin leiti frá hefðbundinni ljóðagerð eru þau að vissu leyti háttbundinn og með sterka hrynjandi sem gaman er að hlusta á.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:24:22 33,8 MB

Hafblik

Hafblik
Einar Benediktsson

Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901.

Vilja margir meina að Hafblik sé ein af betri bókum Einars. Hér er að finna frumsamin ljóð auk margra öndvegisþýðinga. Var bókin rökrétt framhald af fyrstu bók Einars; tónninn persónulegur og nýstárlegur og krefur lesandann um óskipta athygli. Þrátt fyrir að umfjöllunarefni ljóðanna séu á sömu nótum og í fyrri bókinni eru ljóðin á margan hátt þroskaðri og hugsunin skýrari.

Hallgrímur Helgi Helgason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:37:52 144 MB

Söknuður

Söknuður
Jóhann Jónsson

Jóhann Jónsson skáld skildi ekki mikið ljóðasafn eftir er hann kvaddi þennan heim ungur að árum, en ljóð hans Söknuður er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu.

Lesari er Valý Þórsteinsdóttir.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:04:12 3,5 MB

Valin ljóð úr ljóðabókinni Borgin hló

Valin ljóð úr ljóðabókinni Borgin hló
Matthías Johannessen

Borgin hló var fyrsta ljóðabók Matthíasar og kom út 1959.
Í bókinni er komið víða við og „stórum“ viðfangsefnum gerð skil, s.s. bernskunni, ástinni, dauðanum, stríði og friði.
Í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti Máls og menningar frá 1996 sagði Matthías um þetta: „Ég held að ég hafi vitað að ég myndi yrkja þessa æskubók og hún yrði með ýmsum andstæðum sem alltaf hafa verið í mér sjálfum. Ég vildi túlka og geyma þennan skemmtilega tíma sem ég upplifði mjög sterkt. Ætli ég hafi ekki verið eins og hunangsflugan, hún veit ekki að ef hún stingur þá deyr hún en hana langar til að fá allt hunangið, og ef einhver er fyrir henni þá bara stingur hún“.

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:09:58 4,7 MB

Valin ljóð eftir Einar Sigurðsson í Eydölum

Valin ljóð eftir Einar Sigurðsson í Eydölum
Einar Sigurðsson í Eydölum

Einar Sigurðsson fæddist árið 1538, sonur prestshjónanna Guðrúnar Finnbogadóttur og Sigurðar Þorsteinssonar á Hrauni í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann átti eftir að lifa langa og viðburðaríka ævi á þeim miklu umbrotatímum sem framundan voru í íslensku þjóðlífi.

Langþekktasta kvæði Einars er Kvæði af stallinum Kristí sem kallast vöggukvæði. Kvæðið er sungið sem jólasálmur og oft kennt við upphafslínu sína: Nóttin var sú ágæt ein. Það er alls 29 erindi. Kvæðið er þrungið ást og umhyggju fyrir litla Jesúbarninu sem liggur í lágum stalli, allslaus og varnarlaus eins og öll nýfædd börn. Það er freistandi að hugsa sér að Einar hafi ort það við vöggu eins af sínum mörgu börnum og raulað það við þau.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:09:10 8,5 MB

Valin ljóð eftir Egil Skallagrímsson

Valin ljóð eftir Egil Skallagrímsson
Egill Skallagrímsson

Egils saga Skallagrímssonar er ein frægust allra Íslendingasagna og mun hún vera rituð á fyrri hluta 13. aldar. Hún er í stórum dráttum skáldsaga og telja menn að hún sé búin til sem umgjörð utan um vísur Egils, sem væntanlega eru þá talsvert eldri. 

Egill sjálfur er þungamiðja sögunnar, enda enginn hvunndagsmaður þar á ferð. Bjó hann yfir mörgum þeim eiginleikum sem kappar þess tíma þurftu að hafa til þess að geta kallast hetjur.  Fáir ef nokkur stóðust honum snúning að vopnfimi og kröftum, hann var áræðinn og óttaðist fátt, og þess utan var hann afbragðs skáld en frægustu kvæði hans, Höfuðlausn og Sonatorrek, þykja með því besta í kveðskap sem varðveist hefur frá þessum tíma.  Á dögum Egils vógu þessir eiginleikar þungt þegar mönnum var skipað í sveitir eftir verðleikum.

En það sem kannski er eftirtektarverðast við skáldið Egil Skallagrímsson er hvernig ljóðin birta okkur stundum annað sjónarhorn á hugsun hans.  Í sögunni eru tilfinningar hetjunnar sjaldan lýstar upp og ámálgaðar frekar en í öðrum Íslendingasögum.  Þar verður lesandinn að lesa allar tilfinningar útfrá hegðun og breytni.  Egill er ekki gjarn á að orða tilfinningar í daglegu tali, en í skáldskap hans kveður stundum við annan tón og hafa kvæðin kannski verið leið hans til að tjá tilfinningar sem hann annars hefði orðið að byrgja inni.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:12:41 12,2 MB

Valin ljóð eftir Pál Ólafsson

Valin ljóð eftir Pál Ólafsson
Páll Ólafsson

Það er óhætt að segja að sem skáld hafi Páll Ólafsson haft nokkra sérstöðu á sínum tíma og það kannski fyrst og fremst vegna þess hve auðvelt hann átti með að yrkja og svo vegna afstöðu sinnar til kveðskapar almennt. Það lá ekki fyrir honum að mennta sig og raunveruleikinn, það umhverfi, sem mótaði hann varð þ.a.l. á margan hátt öðruvísi munstrað en margra samtímaskálda sem sóttu sér sameiginlega reynslu í það ferli og umhverfi sem menntun hafði í för með sér í þá daga.  Þá hefur Páll vafalaust ekki litið á sig sjálfan sem skáld og ekki átt von á því að gefa ljóð sín út á bók ef marka má orð Jóns bróður hans sem fyrstur manna gaf út ljóðmæli Páls:  ,,Það var ekki fyrr en á efri árum að honum kom til hugar, að nokkru sinni mundi koma út ljóðasafn eftir sig.  Lengst af æfinnar hélt hann því ekki saman, því sem hann kvað.  En þegar hann loks fór að rita upp og láta rita upp, það sem hann hafði þá eða gat náð til af ljóðum eftir sig, var margt glatað.”   Þá segir hann á öðrum stað í bréfi til Jóns:  ,,Ég hefi aldrei kveðið neina vísu í þeim tilgangi, að láta prenta hana, né til að troða mér inn í skáldatölu, heldur eins og þú veist af því, að ég hef aldrei unað við annað og aldrei getað haldið mér saman, líkt og spóinn.” (Haft eftir Páli Hermannssyni í formála ljóðasafns Páls Ólafssonar frá árinu 1955.)

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:01:30 2,1 MB

Valin ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Valin ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson
Jóhann Gunnar Sigurðsson

Jóhanni Gunnari Sigurðssyni var ekki skammtaður langur tími hér á jörðu.  Hann lést úr tæringu einungis 24 ára gamall og að honum gengnum urðu íslenskar bókmenntir þeim mun fátækari, ekki síst ef litið er til þess hvað hann, þrátt fyrir ungan aldur, skildi eftir sig.

Lesarar eru Valý Ágústa Þórsteinsdóttir
og Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:03:59 4,6 MB