Ljóð

Bækur á ensku

Valin ljóð eftir Sigfús Daðason

Valin ljóð eftir Sigfús Daðason
Sigfús Daðason

Sigfús fyllti flokk þeirra skálda sem flokkuð voru sem atómskáld, en slík kenningarnöfn eru villandi og er ávallt hæpið að reyna að draga skáld og verk þeirra í einhverja dilka eða fella undir einhverjar stefnur.  Það hefur gjarnan verið sagt um ljóð Sigfúsar að þau séu vitræn og heimspekileg, en að sama skapi torræð og skorti ljóðrænu.  Ekki eru þó allir sammála því og er það eins og með annað, ef menn gefa sig að einhverju þá opnast það fyrir þeim.  Ljóð Sigfúsar kalla kannski á að menn rýni betur í þau en margt annað til að njóta þeirra sem skyldi en þeir sem fundið hafa fyrir töfrum Sigfúsar verða auðugri en áður.

Lesari er Sigfús Daðason.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:03:39 2,6 MB

Valin ljóð eftir Eggert Ólafsson

Valin ljóð eftir Eggert Ólafsson
Eggert Ólafsson

Eggert Ólafsson var einn af forvígismönnum upplýsingarinnar hér á landi og átti sinn þátt í að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu sína og hvað þeir þyrftu að gera til að ná sér upp úr þeim hörmungum og doðahugsun sem honum fannst einkenna þá á 18. öld.  Eggert lést langt um aldur fram en hugmyndir hans lifðu ekki síst með því að Fjölnismenn fóstruðu þær í riti sínu og héldu nafni hans á lofti.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:06:19 5,9 MB

Ljóð úr ljóðasafninu Andvökur

Ljóð úr ljóðasafninu Andvökur
Stephan G. Stephansson

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:18:13 25,6 MB

Valin ljóð eftir Gísla Brynjólfsson

Valin ljóð eftir Gísla Brynjólfsson
Gísli Brynjólfsson

Gísli Brynjólfsson markaði spor bæði í bókmenntum okkar sem skáld og í stjórnmálasögu landsins, þó svo nafn hans sé ekki jafn þekkt og margra annarra.  Hann var eldhugi í öllu sem hann gerði og frelsishugsjónin átti huga hans þó svo að hugmyndir hans í þeim efnum færu ekki alltaf saman við hugmyndir fjöldans.  Sem ljóðskáld var hann í hávegum hafður um tíma, en þar einnig naut hann ekki alltaf sannmælis og fékk ekki þá almennu viðurkenningu sem hann átti skilið.  Hefur því verið haldið fram að afstaða hans í stjórnmálum hafi þar haft sitt að segja, en Gestur Pálsson sagði eitt sinn að „vegna þeirra hafi hann orðið svo illa þokkaður meðal Íslendinga, að það hafi orðið tíska að neita honum um skáldanafn”. Það var helst sem fræðimaður að Gísli hlaut þá viðurkenningu sem honum bar enda var hann t.a.m. betur að sér í fornum íslenskum kveðskap en flestir samtímamenn hans.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:13:46 12,7 MB

Valin ljóð eftir Ólöfu frá Hlöðum

Valin ljóð eftir Ólöfu frá Hlöðum
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld.  Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi.  Ólöf orti undir áhrifum frá raunsæisstefnunni og bera ljóð hennar skýran vott sjálfstæðrar hugsunar; konu sem engan lét kúga sig til hlýðni, og verður það að teljast nokkuð óvenjulegt á þeim tíma.

Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:06:23 8,2 MB

Hrunadansinn

Hrunadansinn
Matthías Johannessen

Það hefur stundum verið sagt að skáldin séu samviska stjórnmálamannanna, og að listin sé oft á tíðum vegvísir inn í framtíðina. Það á svo sannarlega við með ljóðabálk Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn. Nú getið þið hlustað á Hrunadansinn eftir Matthías í heild sinni og tekur lesturinn um 20 mín.
Það verður enginn svikinn af því.

Lesari er Ingólfur Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:21:39 41,6 MB

Valin ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Valin ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson
Jóhann Sigurjónsson

Um rithöfundinn Jóhann Sigurjónsson hefur ávallt leikið nokkur dulúð.  Ungur hélt hann utan til að læra að verða dýralæknir, en áður en hann fengi lokið því námi hafði skáldskapurinn náð tökum á honum og hann ákvað að reyna fyrir sér sem leikritahöfundur.  Var það að renna blint í sjóinn og gegn allri skynsemi enda engin fordæmi fyrir slíku.  En Jóhanni tókst hið ómögulega. 

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:04:55 4,6 MB

Þyrnar

Þyrnar
Þorsteinn Erlingsson

Þó svo að Þorsteinn hafi ort mikið frá unga aldri var það fyrst árið 1897 að ljóð hans voru birt á bók. Var það fyrir tilverknað Odds Björnssonar á Akureyri, en bókin fékk nafnið Þyrnar. Framan af voru ljóð Þorsteins hefðbundin í stíl og umgerð, og hann sótti yrkisefnin í sveitina og landið. Áhrif frá Steingrími Thorsteinssyni og Benedikt Gröndal leyndu sér ekki. Í Kaupmannahöfn kynntist Þorsteinn sósíalisma sem hann tók fagnandi og afneitaði af sömu ákefð kristinni trú. Upp frá því fór hann að sækja í önnur yrkisefni og ljóð hans urðu beinskeyttari og full af skoðunum á samfélaginu í kringum hann.

Sigurður Nordal ritaði inngang.

Borgþór Arngrímsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:59:47 341 MB

Ættjarðarljóð á atómöld

Ættjarðarljóð á atómöld
Matthías Johannessen

Ljóðabókin Ættjarðarljóð á atómöld eftir Matthías Johannessen kom fyrst út árið 1999.

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:01:44 57 MB

Rímur af Þórði hræðu

Rímur af Þórði hræðu
Sigurður Breiðfjörð

Sigurður Breiðfjörð var og er fremsta rímnaskáld okkar Íslendinga þó svo að rímurnar og Sigurður hafi liðið nokkuð fyrir ómaklegar árásir Jónasar Hallgrímssonar á sínum tíma.

Rímur af Þórði hræðu mun Sigurður hafa kveðið um 1820. Samanstanda þær af tíu rímum og er að finna í fyrsta bindi ritsafns Sigurðar sem gefið var út af Ísafold í umsjá Sveinbjörns Bertelssonar árið 1971.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:48:21 99,2 MB