Ljóð

Bækur á ensku

Ljóðmæli

Ljóðmæli
Sveinbjörn Egilsson

Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar eru ekki mikil að vöxtum og mundu ein og sér ekki skipa honum stóran sess í bókmenntasögu okkar Íslendinga, enda voru þau einungis brot af öllu því sem þessi andans risi sýslaði um ævina. En Sveinbjörn lagði alúð við ljóð sín eins og allt annað og þó safnið sé ekki stórt að vöxtum, rísa ljóð hans oft upp fyrir meðalmennskuna.

Guðrún Helga Jónsdóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:39:33 201 MB

Ljóðasafn

Ljóðasafn
Jóhann Jónsson

Í þessu ljóðasafni eru öll ljóð sem aðgengileg eru eftir Jóhann Jónsson. Hér er um að ræða sannkallaðar ljóðaperlur sem allir ljóðaunnendur þurfa að kynna sér.

Lesari er Gunnar Már Hauksson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:21:32 29.7 MB

Raddir dagsins

Raddir dagsins
Erlendur Jónsson

Raddir dagsins kom fyrst út árið 2000 og er sjöunda ljóðabók höfundar. Eins og jafnan þegar Erlendur á í hlut eru ljóðin hreinskiptin og einlæg og ekki verið að fara í kringum hlutina.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:37:21 51,5 MB

Valin ljóð eftir Davíð Stefánsson

Valin ljóð eftir Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson

Fá eða nokkur íslensk skáld hafa vakið jafnmikla athygli með fyrstu ljóðabók sinni og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.  Nefndist hún Svartar fjaðrir og kom út árið 1919, árið eftir að Íslendingar fengu fullveldi.  Þar kvað við nýjan tón, og var eins og ljóðin í þessari litlu og látlausu bók vildu hrista af sér hlekki og doða fortíðarinnar líkt og þjóðin var búin að gera.

Kveðskapur Davíðs hefur verið flokkaðir til ný-rómantíkur, en eins og með flest skáld er erfitt að binda Davíð á einhvern fastan bás.  Þó svo að flest ljóða hans séu háttbundin, var Davíð byltingakennt skáld á þeim tíma og leyfði sér að fara frjálslega með margar bragfræðireglur sem þá voru í hávegum hafðar.

Þó svo að Davíð hafi eins og skáldin á undan honum ekki notið mikillar hylli hjá kynslóðunum sem tóku við, hafa ljóð hans mörg hver lifað áfram með þjóðinni og átt góðu lífi að fagna, ekki síst vegna þess að gerð voru lög við mörg þeirra.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:09:13 4,3 MB

Hrannir

Hrannir
Einar Benediktsson

Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906).

Eins og fyrr er það Ísland, landið, tungan og arfurinn, sem er hreyfiaflið í flestum ljóðanna. En bókin sýndi líka nýja hlið á skáldinu Einari Benediktssyni, því hún hafði að geyma sléttubandarímu upp á nærri 160 erindi sem var Ólafs ríma Grænlendings. Þótti mörgum það skjóta skökku við og ekki samræmast því sem hann hafði gert áður. Einar gerði sér vel grein fyrir því að ríman væri ákveðið stílbrot og því ritaði hann formála að bókinni þar sem hann bæði réttlætir og skýrir tilkomu rímunnar. Í formálanum hvatti hann menn til að blygðast sín ekki fyrir rímnakveðskapinn og lausavísur, því mikil list sé að þeim kveðskap, ef rétt sé að farið. Gerir hann mikið úr gildi slíks kveðskapar, ekki síst fyrir það hvílíka fádæma þýðingu rímurnar hafi haft fyrir skilning þjóðarinnar á málinu og fyrir varðveiting málsins sjálfs.

Hallgrímur Helgi Helgason les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:48:57 154 MB

Valin ljóð úr ljóðabókinni Jörð úr ægi

Valin ljóð úr ljóðabókinni Jörð úr ægi
Matthías Johannessen

Jörð úr ægi nefnist þriðja ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1961. Þó svo að stíll og umgjörð ljóðanna svipi til fyrri bóka hans, sækir Matthías sér myndmál fyrir þessi ljóð í aðrar áttir. Hafi t.a.m. Borgin hló verið nokkurs konar óður til borgarinnar og boðið upp á myndmál henni tengdri, má á sama hátt segja að Jörð úr ægi sé óður til náttúrunnar og sæki þangað myndir sínar og líkingar. En um leið er hún óður til lífsins og ástarinnar og bregður höfundur upp ógleymanlegum myndum til að túlka hugsun sína.

Um titilinn sagði Matthías við Silju Aðalsteinsdóttur í viðtali í Tímariti Máls og menningar frá 1996: Jörð úr ægi er vísun í Völuspá þegar sagt er að þeir eignist nýja jörð, hún rís upp. Það er þessi nýja jörð sem ég hef eignast með ást minni á þessari stúlku (þ.e. Hönnu eiginkonu skáldsins) Hún kom hlaupandi með öll öræfin og allt landið upp í fangið á mér. Jörð úr ægi er um það".

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:30:19 14 MB

Vísur Vatnsenda-Rósu

Vísur Vatnsenda-Rósu
Rósa Guðmundsdóttir

Vísur Vatnsenda-Rósu hafa lifað lengi með þjóðinni og lifa enn góðu lífi, enda með hjartnæmustu ástarljóðum sem tungan hefur að geyma.

Rósa hét með réttu Rósa Guðmundsdóttir og var fædd árið 1795, ein af fimm börnum foreldra sinna. Móður sína missti hún þegar hún var 12 ára gömul. Ekki mun Rósa hafa notið neinnar formlegrar skólagöngu í æsku, en á heimili foreldra hennar var ágætur bókakostur og hefur hún notið þess.

Rósa mun á unglingsaldri eitthvað hafa verið í vist á amtmannssetrinu á Möðruvöllum. Þar var þá skrifari amtmanns, Páll Melsteð. Sagan segir að þau Páll hafi fellt hugi saman og að hinar kunnu ástarvísur Rósu séu afsprengi þeirrar ástar. Ekki verður neitt um það sagt hvort þetta sé rétt, en það hefur þá verið skammvinnt ástarsamband, því Páll kvæntist skömmu síðar dóttur amtmannsins. Sagan um ástir þeirra Páls hefur þó reynst furðu lífseig og víst er að Páll var svaramaður Rósu er hún giftist fyrri manni sínum, Ólafi Ásmundssyni. Þá var fyrsta barni þeirra Rósu og Ólafs gefið nafnið Pálína. Oft þarf ekki meira til að sögur fari á kreik, en stundum er líka fótur fyrir þeim.

Rósa lést úr lungnabólgu 28. september árið 1855. 

Öllum heimildum ber saman um að Rósa hafi verið falleg og glæsileg kona. Þá mun hún hafa verið leiftrandi greind, hnyttin í tilsvörum og orðheppin með afbrigðum. Hún þótti nokkuð sérsinna og fór sínar eigin leiðir.

Þá hefur hún verið gott skáld, eins og hinar kunnu ástarvísur bera með sér, en hefur áreiðanlega ekki órað fyrir að vísurnar ættu eftir að lifa jafn lengi og raun ber vitni. Það hvort hinar kunnu vísur hennar hafi verið ortar til Páls Melsteðs er engin leið að segja til um og hafa sumir jafnvel haldið því fram að hún hafi ekki ort þær allar. Verður sennilega aldrei úr því skorið, en fyrst sagan um þær hefur lifað allan þennan tíma má allt eins leyfa henni að lifa áfram.

Lesari er Ingólfur Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:08:29 11,6 MB

Ferjuþulur: Rím við bláa strönd

Ferjuþulur: Rím við bláa strönd
Valgarður Egilsson

Valgarður Egilsson flytur okkur sögu í formi þulu, sögu af för sinni með ferjunni upp á Skaga. Farþeginn horfir til allra átta og hugmyndaflugið er óhamið. Þulurnar eru eins konar frásöguljóð með breytilegri hrynjandi og hafa yfir sér ævintýralegan blæ.

Höfundur les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:23:37 43,3 MB

Valin ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson

Valin ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson
Jóhann Hjálmarsson

Með verkum sínum hefur Jóhann markað sér sess sem eitt af helstu ljóðskáldum sinnar samtíðar og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir, s.s. viðurkenningu úr þýðingarsjóði sænska skáldsins Arturs Lundkvists.  Þá hefur hann hlotið listamannalaun, starfslaun úr Rithöfundasjóði Íslands, Launasjóði rithöfunda og úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1970 svo eitthvað sé nefnt.

Lesarar eru Jóhann Hjálmarsson,
Ingólfur B. Kristjánsson og Margrét Ingólfsdóttir.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:06:53 3,2 MB

Valin ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Valin ljóð eftir Bjarna Thorarensen
Bjarni Thorarensen

Bjarni Thorarensen braut blað í sögu bókmennta Íslendinga.  Hann var fyrsti skáldfulltrúi rómantísku stefnunnar hér á landi og brá ljósi á þann veg fyrir menn eins og Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Steingrím Thorsteinsson og fleiri.  Þá lagði hann grunninn að hinum hástemmdu ættjarðarkvæðum sem voru einkennandi fyrir alla 19. öldina samfara baráttunni fyrir sjálfstæði frá Dönum.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:12:08 11,2 MB