Viðtöl

Bækur á ensku

Á flögri með Ólöfu Rún: 5. Þorsteinn Hannesson
Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.

Vísindamaður, frumkvöðull, ævintýramaður og útivistarmaður er viðmælandi okkar í þessu flögri. Þorsteinn Hannesson eðlisefnafræðingur er sannarlega maður sem ekki fellur inn í ferkantaðan hugsunarhátt og hefur fengist við margt skrýtið og skemmtilegt auk þess að leggja sitt lóð á vogarskál umhverfisverndar.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:37:24 35,9 MB

Á flögri með Ólöfu Rún: 4. Aðalheiður Auðunsdóttir
Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.

Þeir eru fáir sem alist hafa upp þar sem enginn komst nema fuglinn fljúgandi, lágfóta eða ferðast þarf sjóleiðina til að hitta mann og annan. Viðmælandi okkar í þessu flögri býr yfir lífsreynslu sem ekki er á hverju strái. Aðalheiður Auðunsdóttir kallar sko aldeilis ekki allt ömmu sína þótt hún sé löngu orðin amma. Hún hefði vafalítið sómt sér vel í villta vestrinu en í raun má segja að þar hafi hún einmitt verið.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:36:27 35 MB

Á flögri með Ólöfu Rún: 3. Guðrún Bjarnadóttir
Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.

Guðrún Bjarnadóttir er litrík, fjölhæf og litaglöð kona. Hún hefur unnið við sjónvarp, við Háskólann á Hvanneyri við kennslu, við sæðingar og við jurtalitun og er þá ekki allt upp talið. Allmörg próf á hún í farteskinu, meðal annars í dýrahjúkrun. Áhugamálið tók yfir og varð að vinnu og nú rekur hún Hespuhúsið á Selfossi. Guðrún er gestur okkar í hlaðvarpsþættinum Á flögri.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:29:09 26,8 MB

Á flögri með Ólöfu Rún: 2. Helga Soffía Konráðsdóttir
Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.

Helga Soffía Konráðsdóttir er fjölhæf kona. Hún er ekki eingöngu snilldarhagleikskona við útsaum, með ágæta söngrödd og góður ræðumaður, heldur er hún einnig prestur og prófastur, hefur verið formaður Prestafélagsins og hefur búið bæði í Evrópu og Asíu. Í þessum hlaðvarpsþætti af Á flögri setjumst við niður með Helgu Soffíu og ræðum um lífið og tilveruna, Guð og mann.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:54:05 52 MB

Á flögri með Ólöfu Rún: 1. Olil Amble
Þátturinn Á flögri með Ólöfu Rún er samvera með Íslendingum í leik og starfi. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum leynast spurningar um allt annað en aðalstarfið með. Notalegt spjall og samvera er hugmyndin að baki þáttunum.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir.

Olil Amble er landsþekkt hestakona og hrossaræktandi. Hún kom fyrst til Íslands 17 ára í sumarvinnu. Minnstu munaði að hún sneri aftur heim þegar í stað þar sem vinnan sem hún hafði vilyrði fyrir brást. Hún þrjóskaðist við og fór hvergi og fékk aðra vinnu austur í sveit. Kjarnakona og margverðlaunuð keppniskona, Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og heimsmeistari í keppni á íslenska hestinum, Olil Amble er viðmælandi okkar í hlaðvarpsþættinum Á flögri.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:01:53 59,4 MB

Öldungaráðið: 22. Logi Guðbrandsson

Öldungaráðið: 22. Logi Guðbrandsson
Jón B. Guðlaugsson

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Logi Guðbrandsson (f. 1937) er sonur hins víðkunna fræðaþular Guðbrands Jónssonar og sonarsonur Jóns Þorkelssonar, skálds og þjóðskjalavarðar, er báðir voru víðkunnir um þeirra daga fyrir ritstörf og fræðimennsku. Í þessu viðtali sýnir Logi og sannar að hann sver sig í ættirnar því sagnagleði er honum í blóð borin. Hann stiklar á stóru um æviferilinn þar sem á ýmsu hefur gengið, segir af starfi sínu sem lögmaður í höfuðborginni og úti á landi. 

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:33:06 89,4 MB

Öldungaráðið: 21. Þórður Bergmann Þórðarson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Löngu var orðið tímabært að bæta fulltrúa Suðurnesjamanna í Öldungaráðið. Þórður Bergmann Þórðarson (f. 1941) hefur marga fjöruna sopið og háð lífsbaráttuna jafnt á láði og legi. Hér segir hann af uppvexti sínum í Reykjavík og austur á Klaustri, sjómennsku til fiskjar og flutninga, áratuga starfi sem slökkviliðsmaður hjá Varnarliðinu – og baráttu við glóandi hraunflóðið í Eyjum úti 1973.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:43:24 41,7 MB

Öldungaráðið: 20. Jón Eiríksson í Fagranesi
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Fáir núlifandi Íslendingar þekkja króka og kima Drangeyjar betur en Jón bóndi Eiríksson (f. 1929) í Fagranesi á Reykjaströnd. Jón hefur verið bóndi í Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár, allt frá 1951. Þá hefur hann lagt gjörva hönd á margt um dagana og lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar. Enda ber hann með réttu og rentu heiðurstitilinn Drangeyjarjarlinn. Hér segir Jón frá löngum og litríkum æviferli og framtakssemi á ýmsum sviðum.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:48:21 46,8 MB

Öldungaráðið: 19. Árni Bjarnason á Uppsölum
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Árni Bjarnason bóndi á Uppsölum (f. 1931) hefur horft á Skagafjörð breytast frá landnámssamfélagi til nútíma landbúnaðar og þjóðfélagshátta. Árni er hagorður, tónlistarhneigður og söngmaður góður, öflugur baráttumaður í forsvari sveitar sinnar og sýslu og sagnafróður um sveit og fjörð. Hér rekur hann nokkur dæmi fjölskrúðugs lífshlaups og baráttumála.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:36:02 35 MB

Öldungaráðið: 18. Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson (f. 1944) er borinn og barnfæddur í Hrafnkelsdal, líkt og systkini hans sem flest hafa orðið landsfræg, ekki hvað síst fyrir fræðimennsku af ýmsu tagi og hagmælsku. Sjálfur sannar Ragnar Ingi að „tvær eru ævirnar, þrjár ef lengi lifir“ því hann hefur lagt gjörva hönd á margan starfa og ólíkan um dagana. Kunnastur mun hann þó fyrir ljóðagerð sína og óbilandi áhuga á bragfræði íslenskrar tungu, enda fyrstur manna til að verða sér úti um doktorsnafnbót í þeim fræðum. Hér rekur Ragnar Ingi feril sinn og segir af eftirminnilegum samferðamönnum á lífsins leið.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:38:36 37,8 MB