Viðtöl

Bækur á ensku

Öldungaráðið: 17. Páll Bergþórsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Þeim sem komnir eru á manndómsár er Páll Bergþórsson (f. 1923) veðurfræðingur og fyrrverandi Veðurstofustjóri að góðu kunnur, enda mátti hann heita fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna um áratuga skeið. Páll er í hópi frumkvöðla í grein sinni hérlendis og þótt árin færist yfir lætur hann ekki deigan síga og hefur uppi athyglisverðar kenningar um loftslagsþróun á komandi tíð. Hér rekur Páll æviferilinn og minnist starfsfélaga og merkra Íslendinga liðinna og núlifandi.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:46:52 45,2 MB

Öldungaráðið: 16. María Hrólfsdóttir
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

María Hrólfsdóttir (f. 1939) er gestur Öldungaráðsins að þessu sinni. Skagfirðingur að ætt og uppruna, upp alin í öllum siðum og venjum hins gamla Íslands sem nú er með öllu horfið. María hefur tveggja heima sýn og hefur mörgum hjálpað með hæfileikum sínum, yfirvegun og innsæi. Hér segir hún af ævi sinni og lýsir skoðunum sínum og upplifunum á mörkum tveggja heima.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:32:34 29,8 MB

Öldungaráðið: 15. Sigrún Þorsteinsdóttir
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Sigrún Þorsteinsdóttir (f. 1933) ólst upp í „sveitinni milli sanda“ á tímum þegar hún var umlukt óbrúuðum jökulvötnum sem voru sannkallaðir farartálmar og þvinguðu Öræfinga til að vera sjálfum sér nógir um fjölmarga þætti daglegs lífs. Í þessu spjalli segir Sigrún undan og ofan af búskaparháttum, útsjónarsemi og félagslífi í Öræfasveit fyrir og í síðara stríði. Einnig rekur hún lífsferil sinn er hún hleypti heimdraganum og bjó m.a.s. í hernámsbragga í Laugarneshverfinu – óuppgerðum af borgaryfirvöldum!

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:52:05 47,6 MB

Öldungaráðið: 14. Vilborg Dagbjartsdóttir
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Vilborg Dagbjartsdóttir, fædd 1930, er einn kunnasti núlifandi rithöfundur Íslendinga. Hún er með frásagnarbetri konum og kann frá mörgu að segja á langri ævi: uppvexti í horfinni byggð á Vestdalseyri, stórfelldum búsifjum fjölskyldunnar af völdum berkla, náms- og mótunarárum í Reykjavík, námsdvöl í Skotlandi og Danmörku, þátttöku í stjórnmálum og kynnum af mörgum þekktustu andans mönnum tuttugustu aldarinnar.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:36:49 88,6 MB

Öldungaráðið: 13. Sonja Zorn
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Þrettándi meðlimur Öldungaráðsins okkar hér á Hlusta.is er sagnfræðingurinn Sonja Zorn, sem fædd er 1936. Hún er ein úr hópi margra þýskra stúlkna sem leið lögðu til Íslands í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Var hún þá 18 ára. Hún kom til Íslands árið 1954 og ætlaði sér að dvelja hér eitt ár eða tvö og safna sér fyrir ferð til Ástralíu. En margt fer öðruvísi en ætlað er og árin urðu tuttugu og börnin fjögur áður en Sonja kvaddi Ísland í skjóli nætur í hrimköldum desember ársins 1974. Þá var hjónaband farið í vaskinn og aðstæður slíkar að henni og börnunum var ekki lengur vært. En alltaf er Ísland „heima“ fyrir Sonju og hingað hefur leiðin legið nokkrum sinnum síðar í heimsóknir til gamalla vina og kunningja. Einn júlídag ársins 2018, er Sonja var hér á ferð, settist hún niður og rakti minningar sínar úr uppvexti stríðsáranna í Sleswig-Holstein og tuttugu árum á Íslandinu trjálausa.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:29:00 26,5 MB

Öldungaráðið: 12. Jón R. Hjálmarsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Tólfti meðlimur Öldungaráðsins okkar hér á Hlusta.is er sagnfræðingurinn, fræðimaðurinn, fræðaþulurinn, skólamaðurinn og rithöfundurinn Jón R. Hjálmarsson (f. 1922). Hann hefur á langri ævi orðið þjóðkunnur fyrir uppeldisstörf sín og ritsmíðar á sviði sagnfræði. Segja má með sanni að Jón hafi flestum betur fært Íslendingum sagnfræðiheimildir í léttum og leikandi búningi sem gerir þær að sannkallaðri skemmtilesningu. Hér segir hann frá uppvexti sínum, siglingum á stríðsárunum síðari, mennta-, skóla- og ritferli sem spanna marga áratugi.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:48:18 99,1 MB

Öldungaráðið: 11. Matthías Johannessen
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga – kynslóð sem nú er komin á efri ár, hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás.

Þá er komið að ellefta einstaklingnum í Öldungaráð okkar hér á Hlusta.is. Það er Matthías Johannessen (f. 1930). Skáldið, gullpennann og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins þarf vart að kynna mörgum orðum, enda löngu landsfrægur. Matthías hefur á langri ævi haft persónuleg kynni af mörgum helstu andans mönnum lýðveldisins og ritað allmargar samtalsbækur, auk ljóðabóka og smásagnasafna. Í þessu viðtali fer hann vítt og breitt yfir feril sinn og rifjar upp kynni af þjóðfrægum einstaklingum.

Það eru Jón B. Guðlaugsson og Ingólfur B. Kristjánsson sem taka viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:11:30 65,4 MB

Öldungaráðið: 10. Guðrún Valdimarsdóttir
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Tíundi einstaklingurinn sem gengur inn í Öldungaráðið er Guðrún Valdimarsdóttir, fædd 1920. Guðrún er dóttir skáldkonunnar Erlu, einnar hagorðustu konu á Íslandi síðustu aldar, og hefur í ríkum mæli erft hagmælsku móður sinnar, líkt og bróðir hennar, skáldið Þorsteinn Valdimarsson. Þau voru í allstórum hópi systkina er ólust upp í Teigi í Vopnafirði, en Guðrún hefur þó alið aldur sinn á Suðurlandi um áratuga skeið og dvelst nú á Eyrarbakka. Svo sem vænta má er hún margfróð og skemmtin í viðræðu, enda prýðisern. Hér rekur Guðrún nokkra þætti úr lífshlaupi sínu, minningar sínar um foreldra og fjölskyldu, og fer með nokkur ljóð.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:39:51 36,4 MB

Öldungaráðið: 9. Reynir Ingibjartsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Nú bætist við nýr félagi í Öldungaráðið en það er Reynir Ingibjartsson. Hann er ötull áhugamaður um útivist og gönguferðir, fræðimaður, grúskari og rithöfundur. Reynir Ingibjartsson (f. 1941) er Hnappdælingur að uppruna og ekkert er honum óviðkomandi sem sagn- og landafræði svæðisins viðkemur. Hann hefur skrifað sex bækur um gönguleiðir á Vesturlandi og hefur undanfarin ár viðað að sér ómældum heimildum um sagn- og staðfræði Sambands íslenskra samvinnufélaga, risans mikla sem svo miklum straumhvörfum olli í viðskiptasögu Íslands á tuttugustu öld en hvarf svo sem dögg fyrir sólu á skömmum tíma.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:21:08 74,2 MB

Öldungaráðið: 8. Gunnar Kvaran
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Viðmælandi okkar í Öldungaráðinu að þessu sinni er Gunnar Kvaran (f. 1944), en hann er landsþekktur tónlistarmaður, heimspekingur og „húmanisti“ eins og þeir gerast bestir. Hér segir sjentilmennið Gunnar Kvaran sellóleikari af uppvexti sínum og námi heima og erlendis, rekur kynni sín af frægu tónlistarfólki og spjallar um tilgang lífs og tilveru.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:26:21 79 MB