Viðtöl

Bækur á ensku

Öldungaráðið: 7. Ásvaldur Andrésson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Það er komið að sjöunda viðtali okkar í Öldungaráðinu. Að þessu sinni er viðmælandinn Ásvaldur Andrésson, en hann er maðurinn sem horfði á olíuskipið El Grillo sökkva í sæ á Seyðisfirði og tók þær tvær ljósmyndir íslenskar sem til eru af þeim atburði. Ásvaldur (sem fæddur er 1928) rekur hér uppvöxt sinn á Seyðisfirði kreppuáranna, hernámið, stríðsárin, brauðstrit og baráttu við hvíta dauðann - berklana illræmdu. Einnig störf sín og nám í bifreiðasmíði hjá Agli Vilhjálmssyni, þar sem hann hafði m.a. þann starfa að byggja yfir langferðabíla og jeppa sem fluttir voru til landsins.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:19:18 72,6 MB

Öldungaráðið: 6. Magni Magnússon
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga.

Sjötta viðtalið okkar í Öldungaráðinu er við Magna Magnússon, eða Magna í Frímerkjamiðstöðinni, er síðar var kenndur við Safnarabúðina. Magni er hiklaust fremsti núlifandi kunnáttumaður um frímerki, myntir, gömul póstkort, landakort og aðra fágæta listmuni sem við Íslendingar eigum. Og hann er fráleitt hættur starfi sínu þótt verslunarrekstur sé að baki. Hér spjallar Magni (sem fæddur er 1935) um uppvöxt sinn í Reykjavík stríðsáranna, nám og störf, söfnun og fræðimennsku og segir skondnar sögur í því sambandi.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:16:59 70,4 MB

Öldungaráðið: 5. Sveinn Einarsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Hver er saga og viðhorf þess fólks sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna? Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Í fimmta viðtali okkar í Öldungaráðinu tekur til máls Sveinn Einarsson, en hann er fæddur 1934. Allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára og stigið hafa fæti inn í leikhús þekkja Svein Einarsson. Eitt viðtal hrekkur hvergi til að spanna allt það starf á sviði íslenskrar og erlendrar leiklistar sem Sveinn á að baki. Þá ber hann hvers kyns menningarstarf á öðrum sviðum sér í barmi. Hér rekur hann ævi sína og tæpir á starfi sínu og kynnum af málsmetandi einstaklingum sem margir voru þjóðkunnir fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:58:22 53,4 MB

Öldungaráðið: 4. Haukur Guðlaugsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Í fjórða viðtali okkar í Öldungaráðinu er röðin komin að Hauki Guðlaugssyni, en hann er einn kunnasti og fremsti orgelleikari og kórstjóri Íslendinga á tuttugustu öld, fæddur 1931. Í þessu viðtali rekur hann æsku sína og uppvöxt á Eyrarbakka, tónlistarnám í Reykjavík og síðar Þýskalandi, auk frumkvöðlastarfs í uppbyggingu kórastarfs og endurmenntun tónlistarmanna víðs vegar um land. Ekki má heldur gleyma viðamiklum ritstörfum hans á nýliðnum árum, en hann hefur samið og gefið út orgelskóla og tónlistarfræði af öðru tagi.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:36:01 92,8 MB

Öldungaráðið: 3. Sigþór Sigurðsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás; heimskreppu, heimsstyrjöld, lýðveldisstofnun, kalt stríð, uppbyggingu og uppgangsár samfélagsins, verðbólgutíma og pólitísk átök – að ógleymdu bankahruni og endurskipulagningu fjármálakerfis og þjóðfélagsins alls. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Það er komið að þriðja viðtali okkar í Öldungaráðinu. Að þessu sinni er það Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi í Mýrdal, fæddur 1928. Sigþór er einn sárafárra Íslendinga sem enn eru til frásagnar af sjóróðrum með suðurströnd landsins eins og þeir tíðkuðust í aldanna rás. Hann lærði hin fornu sjómannstök hjá föður sínum og reri til fiskjar á árabáti allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá starfaði hann um áratuga skeið við endurnýjun og viðhald símalagna í hinum ýmsu landshlutum. Hér segir Sigþór af ævi sinni og starfi og rekur kynni sín af ýmsum markverðum Mýrdælingum fyrri tíðar.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:53:22 48,8 MB

Öldungaráðið: 2. Þórður Tómasson
Í síðasta mánuði fórum við af stað með nýjan lið hér á Hlusta.is sem við köllum Öldungaráðið, en það eru stuttir og skemmtilegir viðtalsþættir við merkt fólk sem lifað hefur tímana tvenna. Nú er það Þórður Tómasson (fæddur 1921) safnvörður á Skógum með meiru sem tekinn er tali. Engum manni er Þórður í Skógum líkur enda einn tíu manna á Íslandi sem Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði að hugsaði ekki um peninga. Hvar skyldu hinir níu vera? Hér segir Þórður af uppvexti sínum, ævistarfi og einlægri köllun til bjargar og varðveislu þeirra þjóðlegu minja sem enn fyrirfinnast frá því Íslandi sem fyrrum var. Einnig fjallar hann um ritstörf sín á vettvangi þjóðfræðanna.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:42:19 38,7 MB

Öldungaráðið: 1. Valdimar Örnólfsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. „Viskan fylgir gráum hárum“ og „oft er gott sem gamlir kveða“. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás; heimskreppu, heimsstyrjöld, lýðveldisstofnun, kalt stríð, uppbyggingu og uppgangsár samfélagsins, verðbólgutíma og pólitísk átök – að ógleymdu bankahruni og endurskipulagningu fjármálakerfis og þjóðfélagsins alls. Hver er saga og viðhorf þess fólks sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna? Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Við ýtum Öldungaráðinu úr vör með viðtali við hinn merka mann Valdimar Örnólfsson, en hann fæddist 9. febrúar 1932. „Mens sana in corpore sano“. Valdimar er landsþekktur skíða- og íþróttakappi sem hvað mest og best hefur liðkað limi landsmanna og haldið þeim að heilsubót og heilnæmu líferni. Hér stiklar hann á stóru í æviferli sínum og starfi og miðlar sem fyrr af lífsgleði sinni og fjöri.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:08:37 62,8 MB

Erlendur Jónsson

Erlendur Jónsson
Ingólfur B. Kristjánsson

Erlendur Jónsson starfaði lengst af sem kennari og var í mörg ár einn helsti bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins. Fyrsta ljóðabók hans, Skuggar á torgi, kom út árið 1967, en nú telja ljóðabækur hans um einn tug. Þá hefur hann samið Íslenska bókmenntasögu, leikrit, smásögur, skáldsögur, minningar og fleira.

Í þessu forvitnilega viðtali segir Erlendur frá æsku sinni, námi við Menntaskólann á Akureyri o.fl.

Viðtalið er tekið í janúar 2010.


Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:22:11 30,5 MB