Í þessari bók segir Folke Bernadotte greifi frá samningaviðræðum sínum við háttsetta yfirmenn í þýska ríknu, þ.á.m. Heinrich Himmler, um frelsun fanga í útrýmingarbúðum nasista. Er þetta afar forvitnileg frásögn sem gefur okkur góða innsýn inn í átökin rétt fyrir endalok þeirra.
Sagan Í sólmánuði birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Sigmund Freud er líklega einn áhrifamesti vísindamaður 20. aldarinnar, ekki aðeins innan sálfræðinnar þaðan sem kenningar hans eru upprunnar, heldur fleiri fræðigreinum.
The Box with Broken Seals er spennandi njósnasaga eftir enska rithöfundinn E. Phillips Oppenheim (1887–1943). Sagan gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og kom fyrst út árið 1919.
Richard Kilmer les á ensku.
Gulleyjan eftir Robert Louis Stevenson hefur öðlast sess sem sígild ævintýrasaga um sjóræningja og falda fjársjóði, rituð á sama tíma og hvort tveggja mátti enn finna um heimsins höf. Sagan var fyrst gefin út árið 1882.
Smásagnasafnið Í ættlandi mínu: sögur af fólki kom út árið 1945 og inniheldur 20 sögur eftir Huldu.
Sagan Sesselja birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Hér á ferðinni fyrsta bindið í ritröðinni Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi og er hér fyrst og fremst verið að fjalla um Jón Arason biskup. Er óhætt að segja að það sé lykilrit um þennan tíma og er umföllunin mjög ítarleg og góð.
Jemina, the Mountain Girl er gamansöm smásaga eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald. Sagan kom út í smásagnasafninu Tales of the Jazz Age árið 1922.
Kyle Munley les á ensku.
Skáldsagan Umskiptingur eftir Arthur Williams Marchmont er rómantísk spennusaga frá tímum keisaradæmisins í Rússlandi. Ungur Breti hittir þar unga stúlku á lestarstöð og leiðir fundur þeirra til atburðarásar sem tengist æðstu valdamönnum ríkisins. Kemst hann oft í hann krappan.
Kynslóð kalda stríðsins er fjórða minningabók Jóns Óskars af sex og tekur upp þráðinn þar sem bókinni Gangstéttir í rigningu sleppir. Undirtitill bókanna er: Líf skálda og listamanna í Reykjavík.
Sagan Einsog Hamsun birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Bók þessi kom út árið 1890 undir hinu lýsandi nafni Barnasögur. Hún hefur að geyma 11 sögur eftir þessa hina stórbrotnu konu Torfhildi Hólm.
Skáldsagan The Mark of Zorro eftir bandaríska rithöfundinn Johnston McCulley gerist í Kaliforníu við upphaf 19. aldarinnar, þegar landsvæðið tilheyrði ennþá Mexíkó.
Jerúsalem er stórbrotin skáldsaga sænsku skáldkonunnar og Nóbelsverðlaunahafans Selmu Lagerlöf. Sagan er í tveimur bindum, en hvort um sig er sjálfstæð frásögn. Bækurnar komu út á árunum 1901 og 1902.