Lönd leyndardómanna: Ferðir um fjöll og eyðimerkur Mið-Asíu 1893-1897 er stórskemmtileg frásögn eftir Sven Hedin. Sigurður Róbertsson þýddi.
Svavar Jónatansson les.
Aðfangadagskvöldið er falleg jólasaga eftir H. Petersen. Hér segir frá fátækri 10 ára stúlku sem reynir með öllum ráðum að útvega fjölskyldu sinni peninga á aðfangadagskvöld. Hjálpin kemur úr óvæntri átt, og sá sem hjálpina veitir fær einnig óvænta jólagjöf.
Jólasaga úr sveitinni er eftir Jón Trausta, sem hét réttu nafni Guðmundur Magnússon (1873-1918). Þessi hugljúfa saga gefur okkur innsýn í jólahald til sveita á 19. öld.
Þóra Hjartardóttir les.
The Death of Ivan Ilyich er nóvella eftir Leo Tolstoy. Hér segir frá hæstaréttardómara í Rússlandi 19. aldarinnar og baráttu hans við banvænan sjúkdóm. Sagan kom fyrst út árið 1886 og er af mörgum talin meistaraverk.
Laurie Anne Walden les á ensku.
Sagan Sigur lífsins er áhugaverð skáldsaga þýdd úr dönsku. Hér segir frá hjúkrunarkonunni Dórete, lífi hennar og ástum í Kaupmannahöfn þess tíma. Er þetta rómantísk saga, vel skrifuð og skemmtileg.