Ævintýri sendiboðans

Frederick van Rensselaer Dey

Um söguna: 

Ævintýri sendiboðans er rómantísk spennusaga í ætt við hinar frægu Nick Carter sögur. Á íslensku kom sagan út hjá Sögusafni heimilanna árið 1946. Þýðanda er ekki getið.

Höfundurinn Frederick van Rensselaer Dey (1861-1922) var lögfræðingur að mennt og starfaði fyrst sem slíkur en tók upp á því að skrifa skáldsögur er hann var að jafna sig eftir erfið veikindi. Fyrsta skáldsaga hans, Beadle and Adams (1881), vakti töluverða athygli og eftir það lifði hann mestmegnis á því að skrifa. Árið 1891 var hann fenginn til að halda áfram með ævintýrasögurnar um Nick Carter sem John R. Coryell hafði gert frægan. Voru þær gríðarlega vinsælar. Skrifaði hann á endanum yfir eitt þúsund stuttar spennusögur um Carter.

Það hefur verið sagt að Dey hafi haft gríðarlega auðugt hugmyndaflug sem kom sér vel í skrifum hans en var honum líka til miska, því hann átti það til að villa á sér heimildir og þykjast vera annar en hann var. Sérstaklega gerði hann sér far um að þykjast vera auðkýfingur og lifði þá hátt um stundarsakir með tilheyrandi eftirköstum. Að endingu réð hann ekki við það lengur og tók sitt eigið líf árið 1922.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:02:11 221 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
242.00
Ævintýri sendiboðans
Frederick van Rensselaer Dey