Ég læt allt fjúka

Ólafur Davíðsson

Um söguna: 

Ólafur Davíðsson er meðal okkar fremstu vísindamanna sem komu fram á íslenskt sjónarsvið við lok 19. aldar. Leið hans til mennta var löng og varð endasleppt eftir fimmtán ára nám í Kaupmannahöfn þar sem hugur hans hneigðist til víðtækari þekkingar en nám hans krafðist. Einnig var hann ekki fráhverfur drykkju í góðra vina hópi sem líklega hefur átt nokkurn hlut að máli.

Í þessari bók sendibréfa og dagbókarbrota frá námsárum hans í Reykjavík og Kaupmannahöfn kynnumst við í senn þessum upprennandi fjölfræðingi sem og samferðarmönnum hans á róstursömum tímum. Einlæg bréfaskrif hins unga nema til föður síns bera vott um forvitinn huga ástríks sonar, en dagbókarskrifin veita dýpri innsýn í daglega tilveru ungs manns sem er allt í senn námshestur, félagsljón og draumóramaður af guðs náð.

Svavar Jónatansson les.

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 11:11:32 646,5 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
672.00
Ég læt allt fjúka
Ólafur Davíðsson