Öldungaráðið: 1. Valdimar Örnólfsson

Jón B. Guðlaugsson
4
Average: 4 (2 votes)

Viðtöl

ISBN 978-9935-28-750-2

Um söguna: 

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. „Viskan fylgir gráum hárum“ og „oft er gott sem gamlir kveða“. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás; heimskreppu, heimsstyrjöld, lýðveldisstofnun, kalt stríð, uppbyggingu og uppgangsár samfélagsins, verðbólgutíma og pólitísk átök – að ógleymdu bankahruni og endurskipulagningu fjármálakerfis og þjóðfélagsins alls. Hver er saga og viðhorf þess fólks sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna? Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Við ýtum Öldungaráðinu úr vör með viðtali við hinn merka mann Valdimar Örnólfsson, en hann fæddist 9. febrúar 1932. „Mens sana in corpore sano“. Valdimar er landsþekktur skíða- og íþróttakappi sem hvað mest og best hefur liðkað limi landsmanna og haldið þeim að heilsubót og heilnæmu líferni. Hér stiklar hann á stóru í æviferli sínum og starfi og miðlar sem fyrr af lífsgleði sinni og fjöri.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Viðtöl
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:08:37 62,8 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
69.00
ISBN: 
978-9935-28-750-2
Öldungaráðið: 1. Valdimar Örnólfsson
Jón B. Guðlaugsson