Öldungaráðið: 7. Ásvaldur Andrésson

Jón B. Guðlaugsson
0
No votes yet

Viðtöl

ISBN 978-9935-28-756-4

Um söguna: 

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Það er komið að sjöunda viðtali okkar í Öldungaráðinu. Að þessu sinni er viðmælandinn Ásvaldur Andrésson, en hann er maðurinn sem horfði á olíuskipið El Grillo sökkva í sæ á Seyðisfirði og tók þær tvær ljósmyndir íslenskar sem til eru af þeim atburði. Ásvaldur (sem fæddur er 1928) rekur hér uppvöxt sinn á Seyðisfirði kreppuáranna, hernámið, stríðsárin, brauðstrit og baráttu við hvíta dauðann - berklana illræmdu. Einnig störf sín og nám í bifreiðasmíði hjá Agli Vilhjálmssyni, þar sem hann hafði m.a. þann starfa að byggja yfir langferðabíla og jeppa sem fluttir voru til landsins.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Viðtöl
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:19:18 72,6 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
79.00
ISBN: 
978-9935-28-756-4
Öldungaráðið: 7. Ásvaldur Andrésson
Jón B. Guðlaugsson