Drauma-Jói: Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Ásseli

Ágúst H. Bjarnason

Um söguna: 
Drauma-Jói: Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Ásseli
Ágúst H. Bjarnason
Ævisögur og frásagnir

Drauma-Jói er afar áhugaverð og sérstök bók sem kom út árið 1915 og vakti þá gríðarmikla athygli, enda fjallar bókin um merkilegan mann sem sá lengra en flestir samtímamenn hans. Jóhannes Jónsson, eða Drauma-Jói eins og hann var kallaður, var nefnilega þannig gerður að hann þurfti ekki annað en að halla sér út af og dreymdi þá um óorðna hluti og gat sagt frá atburðum sem gerðust á stöðum sem hann hafði aldrei komið á.

Bókin er skrásett af Ágústi H. Bjarnasyni, Dr.Phil., prófessor við Háskóla Íslands, en hann hafði heyrt af Jóa og vildi vita hvað til væri í þessum sögum sem gengu manna á milli um hann. Er bókin gríðarlega vel unnin og inngangskafli Ágústs einkar áhugaverður sem og allar þær frásagnir sem í bókinni eru. Já, þeir sem hafa áhuga á dulrænum fyrirbrigðum ættu ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.

Jón B. Guðlaugsson les.

 

Ævisögur og frásagnir
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:49:55 105,8 MB

Minutes: 
110.00
Drauma-Jói: Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Ásseli
Ágúst H. Bjarnason