Draumurinn um saumavélina

ókunnur höfundur
0
No votes yet

Barnasögur og ævintýri

ISBN 978-9935-28-183-8

Um söguna: 
Draumurinn um saumavélina
ókunnur höfundur
Barnasögur og ævintýri

Saga um það hvernig saumavélin varð til.

Elias Howe, fæddist árið 1819 í Massachusettes í Bandaríkjunum. Árið 1835 flutti hann sig til bæjarins Lowell og kom sér fyrir sem vélaviðgerðamaður. Það var upp úr því sem Davis fékk hugmyndina að sjálfvirkri saumavél. Þrátt fyrir að vera fátækur og þurfa að sjá fyrir konu og börnum sagði Elías starfi sínu lausu og hóf að vinna að gerð fyrstu saumavélarinnar. Eftir margar tilraunir tókst honum loks að búa til saumavél, en vélin seldist illa og Howe varð að flytja með fjölskyldu sína aftur í foreldrahús. Skömmu síðar hélt hann til Englands til að vinna að gerð nýrrar vélar en var svikinn um laun og gat rétt svo skrapað fyrir farinu aftur til Bandaríkjanna. Þegar þangað kom var konan hans að deyja úr berklum. Svo illa var ástatt fyrir Howe á þessum tíma að hann varð að fara til jarðafarar konu sinnar í lánsfötum. En Howe var ekki á því að gefast upp. Eftir langvinnt stríð um einkarétt á saumavélum við helstu framleiðendur saumavéla fékk hann uppreisn æru og framleiðendur urðu að borga honum þúsundir dollara í skaðabætur.

Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.

Barnasögur og ævintýri
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:06:26 6 MB

Minutes: 
6.00
ISBN: 
978-9935-28-183-8
Draumurinn um saumavélina
ókunnur höfundur