Jón biskup Arason (1. bindi)

Torfhildur Hólm
4
Average: 4 (1 vote)

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-552-2

Um söguna: 
Jón biskup Arason (1. bindi)
Torfhildur Hólm
Íslenskar skáldsögur

Oft er sagt að Jón biskup Arason sé forfaðir allra núlifandi Íslendinga og yfirgnæfandi líkur eru á að svo sé. Hann hefur jafnframt mörgum verið hugleikinn sem einn stórbrotnasti leiðtogi þjóðarinnar en það var hans ógæfa að vera uppi á þeim tímum þegar samfélagið kallaði eftir nýjum sið. Jón er þó þekktur fyrir að taka örlögum sínum með jafnaðargeði og hefur m.a. þess vegna hlotið virðingarsess í sögu þjóðarinnar. Margir listamenn hafa síðan gert ævi hans og örlög að yrkisefni enda er efnið öllum þeim hugleikið sem láta sig sögu og menningu varða.

Torfhildur Hólm samdi sögulegar skáldsögur, eins og sögurnar af Brynjólfi biskupi og Jóni Arasyni, og nutu þær gríðarlegra vinsælda þegar þær voru gefnar út. Margir vilja meina að Torfhildur Hólm sé fyrsti atvinnurithöfundur Íslendinga og sannarlega var hún fyrsti atvinnukvenrithöfundurinn.

Nýlega kom út skáldsaga um Jón Arason eftir Ólaf Gunnarsson sem heitir Öxin og jörðin og varð hún líka gríðarlega vinsæl hér á landi.

Báðar þessar sýnir á lífið á tímum siðaskiptanna, stórbrotinna örlaga og einstaklinga eru „skyldulesning“. Áskrifendur Hlusta.is ættu strax að taka forskot á sæluna og hlusta á sögu Torfhildar.

Guðrún Birna Jakobsdóttir les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 12:11:14 1,62 GB

Minutes: 
731.00
ISBN: 
978-9935-28-552-2
Airtable Record Id: 
recWrSbgBlBgfXplG
Jón biskup Arason (1. bindi)
Torfhildur Hólm