Jón halti

Jónas Jónasson frá Hrafnagili
0
No votes yet

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-554-6

Um söguna: 

Jónas Jónasson (1850-1918) sem kenndur var við Hrafnagil, þar sem hann bjó lengstan hluta ævi sinnar, var afkastamikill fræðimaður og rithöfundur, en best er hann sennilega þekktur fyrir ritið Íslenskir þjóðhættir sem kom fyrst út árið 1934, sextán árum eftir dauða hans. Þá starfaði hann bæði sem prestur í Grundarþingi og kennari á Akureyri. Rithöfundarferill Jónasar hófst með því að hann birti allmargar smásögur í blöðum og tímaritum, en árið 1892 kom svo út fyrsta heila skáldsagan, Randíður á Hvassafelli. Sögur Jónasar eru skrifaðar í raunsæisstíl, og hann gerir lítið í því að skreyta orðfærið með hástemmdum lýsingum. Hefur hann enda stundum verið gagnrýndur fyrir að sagnfræðin beri skáldskapinn ofurliði í sögum hans, og má það kannski til sanns vegar færa ef litið er til fyrstu skáldsagna hans, en með sögunni um Jón halta, sem birtist fyrst í Nýjum kvöldvökum árið 1913, kveður við svolítið nýjan tón. Þar fer saman næmur skilningur á efninu og skemmtileg frásagnargleði. Í Íslenskri bókmenntasögu frá 1996 segir Matthías Viðar Sæmundsson um söguna: ,,Í Jóni halta er hefð raunsæisskáldsögunnar fylgt í hvívetna, nema hvað niðurlagið er af öðrum toga því þar er trúarlegu ljósi brugðið á verkið allt í anda spíritisma." (Bls. 816.)

Guðrún Helga Jónsdóttir les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:05:14 334 M B

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
365.00
ISBN: 
978-9935-28-554-6
Airtable Record Id: 
recjNacOY7RScT771
Jón halti
Jónas Jónasson frá Hrafnagili