Jóns þáttur biskups Halldórssonar

Biskupasögur
0
No votes yet

Íslendingasögur o.fl.

ISBN 978-9935-28-562-1

Um söguna: 
Jóns þáttur biskups Halldórssonar
Biskupasögur
Íslendingasögur o.fl.

Jón Halldórsson var biskup í Skálholti á 14. öld. Hann er gjarnan talinn hafa verið norskur en vitað er að móðir hans hét Freygerður en það nafn er einungis þekkt úr íslenskum heimildum. Hann ólst upp í klaustri dóminíkana í Björgvin en stundaði nám síðar bæði í París og Bologna. Hann þótti tala latínu eins og móðurmál sitt. Hann kom á ýmsum mikilvægum umbótum í kirkjurétti á Íslandi en var einkum minnst sem predikara og sagnamanns. Til er safn af sögum sem hafðar eru eftir honum sem margar hverjar sverja sig í ætt við skemmtisögur frá Suður-Evrópu eins og finna má í verkum Francesco Petrarca og Giovanni Boccaccio. Veturinn 1338-1339 var hann í Björgvin og dvaldi í klaustrinu þar sem hann hafði alist upp. Þar veiktist hann og dó á kyndilmessu 1339. Hann þótti hafa verið einn hinn röggsamlegasti þeirra útlendu biskupa sem hér voru. Þátturinn segir einkum frá námsárum hans í París og Bologna.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslendingasögur o.fl.
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:26:47 24,5 MB

Minutes: 
27.00
ISBN: 
978-9935-28-562-1
Jóns þáttur biskups Halldórssonar
Biskupasögur