Ljósið sem hvarf

Rudyard Kipling
0
No votes yet

Þýddar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-666-6

Um söguna: 

Skáldsagan Ljósið sem hvarf (The Light That Failed) eftir Nóbelskáldið Rudyard Kipling (1865-1936) kom fyrst út í Mánaðarriti Lippincotts árið 1891. Sagan gerist að mestu í Lundúnum en færir sig stöku sinnum til Súdan og Port Said. Hér er sögð saga Dick Heldar, listmálara sem verður blindur. Þá spilar inn í söguna óendurgoldin ást Heldars á æskuvinkonu sinni Maisie. Er talið að sagan sé á margan hátt sjálfsævisöguleg og endurspegli ást skáldsins á Florence Garrard sem einnig var óendurgoldin. Er þetta fyrsta skáldsaga Kiplings, skrifuð þegar hann var 26 ára gamall. Sagan hefur notið töluverðra vinsælda fram á þennan dag og hefur hún verið sett á leiksvið og þá hafa tvær kvikmyndir verið gerðar eftir henni. Sagan kom út á Íslandi árið 1941 í þýðingu Árna Jónssonar frá Múla, en er hér í þýðingu Yngva Jóhannessonar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:59:39 494 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
540.00
ISBN: 
978-9935-28-666-6
Ljósið sem hvarf
Rudyard Kipling