Manon Lescaut

L'Abbé Prévost

Um söguna: 

Sagan af Manon Lescaut og riddaranum Des Grieux kom fyrst út árið 1731 og er talin með helstu ritum franskra bókmennta.

Sögusviðið er Frakkland og Louisiana við upphaf 18. aldarinnar. Hér segir frá elskendunum Des Grieux og Manon Lescaut. Hinn ungi aðalsmaður snýr baki við væntingum og ríkidæmi fjölskyldu sinnar þegar hann hleypst á brott með Manon til Parísar. Þar búa þau saman og lifa hátt meðan peningarnir duga til. En þegar fátækt ber að dyrum reynir á ástina.

Sagan þótti á sínum tíma ósæmileg og var bönnuð í Frakklandi um leið og hún kom út. Þrátt fyrir það varð sagan mjög vinsæl og víða lesin. Önnur útgáfa sögunnar, endurskoðuð með tilliti til velsæmis, kom út árið 1753.

Höfundurinn, séra Prévost, átti afar litríkan æviferil. Hann var sextán ára gamall sendur til náms í Jesúítaklaustri, en skorti þó köllunina og strauk því úr klaustrinu til að ganga í herinn. Hann sneri svo aftur til klausturlífsins nokkrum sinnum á milli þess sem lífsins lystisemdir kölluðu. Einnig lagði hann stund á guðfræði og þótti frábær predikari. Ritverk hans voru fjölmörg, þar á meðal um 50 skáldsögur.

Guðbrandur Jónsson þýddi.

Logi Guðbrandsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:00:48 462 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
481.00
Manon Lescaut
L'Abbé Prévost