Að heiman er frásögn Jóhanns Jónssonar frá æskuárunum. Hann lýsir baráttu mannsins við náttúruöflin frá sjónarhorni ungs drengs.
Lesari er Gunnar Már Hauksson.
Að kvöldi dags er safn minningarþátta Erlendar Jónssonar skálds og kennara. Erlendur segir hér frá veru sinni sem ungur maður í Húnavatnssýslu, námi sínu við Menntaskólann á Akureyri og störfum sínum í Reykjavík.
Aðalsteinn: saga æskumanns var önnur íslenska nútímaskáldsagan á eftir Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen og vakti þónokkra athygli þegar hún kom út. Sagan endurspeglar vel samtíð sína og er gott innlegg í bókmenntaumræðu 19. aldar.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Aðfangadagskvöldið er falleg jólasaga eftir H. Petersen. Hér segir frá fátækri 10 ára stúlku sem reynir með öllum ráðum að útvega fjölskyldu sinni peninga á aðfangadagskvöld. Hjálpin kemur úr óvæntri átt, og sá sem hjálpina veitir fær einnig óvænta jólagjöf.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Hinir vitgrönnu bræður frá Bakka - þeir Gísli, Eiríkur og Helgi - gera hver heimskupörin á fætur öðrum.
Sigurður Arent Jónsson les.
Bandamanna saga er varðveitt í tveimur gerðum: annars vegar styttri útgáfa í handriti frá 15. öld og hins vegar lengri gerð í Möðruvallabók. Sú síðarnefnda er hér lesin.
Sagan Barnaby Rudge: A Tale of the Riots of Eighty eftir Charles Dickens er söguleg skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1841.
Mil Nicholson les á ensku.
Bók þessi kom út árið 1890 undir hinu lýsandi nafni Barnasögur. Hún hefur að geyma 11 sögur eftir þessa hina stórbrotnu konu Torfhildi Hólm.
Smásagan Baróninn frá Finnlandi birtist fyrst á íslensku í tímaritinu Ísafold árið 1893. Er þetta skemmileg saga eftir sænska rithöfundinn August Blanche (1811-1868) sem jafnframt var mikilsvirtur blaðamaður og stjórnmálamaður.
Bárðar saga Snæfellsáss er talin rituð á fyrri hluta 14. aldar og telst því með yngri Íslendingasögum, enda má jafnvel segja að hún sé meira í ætt við riddarasögur og fornaldarsögur Norðurlanda.
Baskerville-hundurinn eftir Arthur Conan Doyle er þriðja sakamálasaga höfundar um spæjarann Sherlock Holmes, og af mörgum talin sú besta.
Bastskórnir er smásaga eftir Ivan Bunin í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hún birtist fyrst í íslenskri þýðingu í bókinni Sögur frá ýmsum löndum.
Ivan Bunin (1870-1953) var fyrstur rússneskra rithöfunda til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.
Sagan Bayaba prins fjallar um tvo konungssyni sem eru tvíburar en þó mjög ólíkir.
Sigurður Arent Jónsson les.
Sagan gerist í Egyptalandi þegar Psammeticus II réði þar ríkjum. Hann vildi fullvissa sig um að Egyptar hefðu verið fyrsta fólkið á jörðinni og fann upp á nýstárlegri aðferð til þess.
Beinagrind staðarvinnumanns er draugasaga úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.
Hér segir frá vinnumanni sem gengur aftur og leitar aðstoðar hugrakkrar vinnukonu til að geta fengið að hvíla í friði.
Sigurður Arent Jónsson les.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Skáldsagan Ben Húr eftir Lewis Wallace er ein af þessum eftirminnilegu epísku sögum um stórbrotin örlög og háleita drauma.
Vart þarf að kynna Mussolini fyrir fólki, en þó er alltaf saga ósögð á bak við hvern mann. Benito Mussolini var í aðalhlutverki í einum mesta hildarleik sem mannkynið hefur þurft að ganga í gegnum, síðari heimsstyrjöldinni.
Bergnuminn er mögnuð skáldsaga úr íslensku þjóðlífi sem tekur fyrir spilafíkn. Söguþráðurinn er æsilegur og heldur lesandanum föngnum, en ef skyggnst er undir yfirborðið tekst höfundurinn á við varnarleysi mannsins gagnvart sterkum öflum tilfinninganna, dulmögn, ást, von og trú.
Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld. Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Bernskuminning skrifaði hann 1906.
Jón Sveinsson les.
Bertie's Christmas Eve er skemmtileg jólasaga eftir Saki.
Breski rithöfundurinn Saki (1870-1916) hét réttu nafni Hector Hugh Munro. Hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf tuttugustu aldarinnar.
Áhugaverð grein sem segir frá tengslum þessara tveggja rithöfunda, Bertram Fletcher Robinson og Arthur Conan Doyle, og vangaveltum um uppruna sögunnar Baskerville hundurinn.
Ingólfur Kristjánsson les.
Berðu mig upp til skýja kom út árið 1930 og samanstendur af ellefu smásögum. Sögurnar fjalla um álfa- og hulduheima, dýr, jurtir, náttúrufyrirbæri og alls konar fólk, bæði ungt og gamalt.
Betlarinn er smásaga sem kemur á óvart eftir Elínborgu Lárusdóttur.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Bevers saga ,,fjallar um enskan jarlsson, sem er seldur kaupmönnum og fellur í hendur Múhameðstrúarmönnum, eftir að faðir hans hefur verið myrtur, ástir hans og Jósúenu, egypskrar konungsdóttur, og baráttu hans fyrir að ná aftur ríki föður síns á Englandi," eins og fram kemur í formála s
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Einar Már Guðmundsson er einn af helstu rithöfundum samtímans. Ásamt ljóðabókum hefur hann skrifað skáldsögur sem eru mörgum afar kærar.
Bjargræði eftir Hermann Stefánsson er skáldsaga þar sem Látra-Björg (1716–1784) er í aðalhlutverki, en hún var einhver stórbrotnasti karakter Íslandssögunnar, kraftaskáld á tímum þegar kvæði höfðu sannarlega áhrif á veruleikann og komu góðu eða illu til leiðar, sægarpur hinn mesti og fis