Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Þó að smásagnasafnið Vornætur á Elgsheiðum sé kannski ekki með þekktari verkum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar hefur það að geyma margt af því besta sem hann skrifaði.
Hér eru á ferðinni minningar eða minningabrot læknisins Ingólfs Gíslasonar (1874-1951). Var bókin gefin út af Bókfellsútgáfunni árið 1950, ári áður en Ingólfur lést. Bókin skiptist í fjóra yfirkafla.
Wagners-hljómleikur er smásaga eftir Pulitzer verðlaunahöfundinn Willu Cather (1873-1947). Sagan kom fyrst út árið 1904 og var svo birt í smásagnasafninu The Troll Garden tveimur árum síðar.
Björn Björnsson les.
Walter Schnaffs' Adventure er smásaga eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant (1850-1893), sem af mörgum er talinn einn af meisturum smásögunnar.
Wessex Tales er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy. Fyrst komu út fimm sögur undir þessum titli árið 1888, en fyrir endurprentun árið 1896 var einni sögu bætt við og er það sú útgáfa sem hér birtist.
What Maisie Knew eftir Henry James kom fyrst út árið 1897. Hér segir frá Maisie, ungri dóttur ábyrgðarlausra foreldra.
Skáldsagan hlaut aðdáun margra fyrir tæknilega snilld höfundar og fyrir samfélagsádeiluna sem í sögunni felst.
Elizabeth Klett les á ensku.
Skáldsagan White Fang eftir Jack London (1876–1916) segir frá ævintýrum samnefnds úlfhunds við lok 19. aldarinnar, þegar gullæðið mikla geisaði í Kanada. Sagan er að miklu leyti sögð frá sjónarhorni úlfhundsins og lýsir því hvernig dýrin upplifa heiminn og sambúðina við mannfólkið.
Whose Body? er skemmtileg sakamálasaga eftir enska glæpasagnahöfundinn og skáldið Dorothy L. Sayers. Þetta er fyrsta sagan um aðalsmanninn og áhugaspæjarann Lord Peter Wimsey.
Wives and Daughters var síðasta skáldverk breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan var birt í tímaritinu Cornhill Magazine á árunum 1864-1866. Elizabeth Gaskell lést skyndilega áður en hún náði að ljúka við síðasta kafla sögunnar.
Skáldsagan Women in Love eftir D. H. Lawrence kom fyrst út árið 1920 og er framhald skáldsögunnar The Rainbow. Hér segir áfram af lífi og ástum systranna Gudrun og Ursula Brangwen.
Ruth Golding les á ensku.
Emily Brontë (1818-1848) var þekktust fyrir skáldsögu sína Wuthering Heights, sem kom út á íslensku undir titlinum Fýkur yfir hæðir. Söguna skrifaði hún undir dulnefninu Ellis Bell.
Yfirmenn og undirgefnir er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Peningar berast frá landsjóði, en ekki eru allir í hreppnum á eitt sáttir um hvernig þeim skuli ráðstafað.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Yngismeyjar (Little Women) er skáldsaga frá árinu 1868 eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott. Sagan segir frá uppvaxtarárum March-systranna sem eru að verða að ungum konum og kynnast ástinni í fyrsta skipti.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Skemmtileg saga um fátæka regnhlífasmiðinn Yo Lo sem fær tækifæri til að sýna hvað í honum býr.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Tvær kerlingar mætast á ferðalagi og segja hvor annarri tíðindi. Önnur segir hinni frá fjarskalega fágætum fiski, en man ómögulega hvað hann heitir.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Zinaida Fjodorovna eftir rússneska smásagnasnillinginn Anton Chekhov birtist í safninu Sögur frá ýmsum löndum sem kom út árið 1934. Kristján Albertsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Þetta smásagnasafn inniheldur fimm sögur sem allar fjalla um lífið og ástina í hinum ýmsu myndum - ást sem elskendur fá ekki að njóta, ást sem þarf að berjast fyrir, ást sem ekki verður, föður- og móðurást, og ástarsorg.
Hér er að finna fimm fallegar smásögur sem hver um sig fjallar um ástina, og þá fyrst og fremst æskuást og ástarsorg. Í sögunum spila seiðandi náttúrulýsingar stórt hlutverk. Fegurð og sorg birtist okkur og ávallt er sakleysið til staðar.
Ættarskömm er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Ljóðabókin Ættjarðarljóð á atómöld eftir Matthías Johannessen kom fyrst út árið 1999.
Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.
Ævintýri eru flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Hér má meðal annars finna sögur eins og Sagan af Hlini kóngssyni, Sagan af Kolrössu krókríðandi, Velvakandi og bræður hans og fjölmargar fleiri.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Ævintýri á Korsíku er smásaga eftir sænska rithöfundinn og listamanninn Albert Engström (1869-1940). Guðmundur Finnbogason þýddi.
Björn Björnsson les.
Í þessari bók rekur Ármann Kr. Einarsson ævi sína og gerir það með sinni alkunnu frásagnagleði og meðfæddri einlægni.
Í þessari bók rekur Ármann Kr. Einarsson ævi sína og gerir það með sinni alkunnu frásagnagleði og meðfæddri einlægni.
Ævintýri sendiboðans er rómantísk spennusaga í ætt við hinar frægu Nick Carter sögur. Á íslensku kom sagan út hjá Sögusafni heimilanna árið 1946. Þýðanda er ekki getið.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Benjamín Franklín var stórmerkur maður og einn af ,,landsfeðrum" Bandaríkjanna. Hann fæddist í Boston árið 1706.
Hér er ævisaga hans í þýðingu hins eina sanna Jóns Sigurðssonar.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Ævisaga hugmynda hefur að geyma safn ritgerða eftir Matthías Johannessen. Kom hún út árið 1990 og var þá einungis gefin út í um 300 eintökum. Í ritgerðum þessum kemur Matthías víða við og tengir saman fortíð og nútíð af þeirri leikni sem fáum er fært.