Sól á heimsenda

Matthías Johannessen
0
No votes yet

Íslenskar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-962-9

Um söguna: 
Sól á heimsenda
Matthías Johannessen
Íslenskar skáldsögur

Sagan Sól á heimsenda eftir Matthías Johannessen kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1987. Vakti hún töluverða athygli á þeim tíma enda höfundurinn betur þekktur sem ljóðskáld en skáldsagnahöfundur. Sagan sem er bráðskemmtileg aflestrar ber enda ljóðskáldinu Matthíasi glöggt vitni, enda textinn ljóðrænn og oft á tíðum draumkenndur og þá er myndmál sögunnar einstaklega skemmtilegt og sterkt.

Sagan er öðrum þræði ferðasaga, en þó er ferðalagið meir notað sem áhugaverð umgjörð utan um almennar hugleiðingar og minningar aðalpersónunnar. Það sem vekur kannski mesta athygli í sögunni er hvernig Matthías vinnur með tímahugtakið. Samspil mannsins, konunnar og drengsins sem saman mynda aðalpersónurnar spannar mun lengri tíma en ferðalagið nær yfir og tekst höfundi listilega vel að halda utan um slíkt los með því að láta atburðarás ferðalagsins halda utan um alla þræði. Það er rétt að vekja athygli á því að sagan gerist í Algarve í Portúgal þar sem margir Íslendingar hafa verið og Matthías notar umhverfið á næman hátt til að skapa atburðum sögunnar stemningu sem margir ættu að geta fundið sig í.

Það er Matthías Johannessen sjálfur sem les söguna.

Íslenskar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:47:33 395 MB

Minutes: 
288.00
ISBN: 
978-9935-28-962-9
Airtable Record Id: 
recBtqxfiXHvxV3l7
Sól á heimsenda
Matthías Johannessen