Skugginn

B. v. Wulfshofer

Um söguna: 

Hér er á ferðinni spennandi og skemmtileg sakamálasaga eins og þær voru gjarnan í gamla daga. Sagan segir frá Francis Aberdeen lávarði sem þrátt fyrir mikil auðæfi býr einn á Englandi. Honum leiðist að hafa engan nákominn sér nærri og hefur samband við bróðurdætur sínar tvær sem búa á Indlandi með það fyrir augum að arfleiða þær og son annarrar þeirra að auðæfunum þegar til þess kemur. Þær leggja af stað til að heimsækja hann en áður en þær ná að hitta frænda sinn lávarðinn gerast óhugnanlegir atburðir sem eiga eftir að draga slæman dilk á eftir sér.

Saga þessi birtist sem framhaldssaga í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910. Þrátt fyrir nokkra leit vitum við engin nánari deili á höfundinum.

Hallgrímur Indriðason les.

Þýddar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:12:38 69,9 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
73.00
Skugginn
B. v. Wulfshofer