Valdimar munkur

Sylvanus Cobb
0
No votes yet

Þýddar skáldsögur

ISBN 978-9935-16-632-6

Um söguna: 
Valdimar munkur
Sylvanus Cobb
Þýddar skáldsögur

Sagan gerist í Moskvu á tímum Péturs mikla keisara og segir frá byssusmiðnum Rúrík Nevel.

Sylvanus Cobb yngri fæddist í Waterville, Maine þann 5. júní árið 1823, elstur níu systkyna. Var faðir hans kunnur predikari. Ritlistinni kynntist hann fyrst sem prentari, en þá iðn lærði hann þegar faðir hans hóf að gefa úr kristilegt tímarit. Árið 1845 stofnaði Cobb svo sitt eigið tímarit ásamt bróður sínum og þá tók hann til við að skrifa sjálfur. Skrifin áttu vel við hann og innan tíðar var hann orðinn vinsæll skáldsagnahöfundur. Ein vinsælasta sagan hans var Valdimar munkur eða Byssusmiðurinn í Moskvu sem gefin var út árið 1856. Eftir það skrifaði hann sögur jöfnum höndum allt þar til hann lést árið 1887. Þó svo að flestar sögur hans hafi fallið í gleymsku með tímanum hefur sagan Valdimar munkur lifað ágætu lífi fram á þennan dag enda ágæt saga og skemmtileg. Á íslensku kom hún út árið 1905 en ekki er vitað hver þýddi hana.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sakamálasögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:41:47 156 MB

Minutes: 
342.00
ISBN: 
978-9935-16-632-6
Valdimar munkur
Sylvanus Cobb