Við arineldinn

Jóhannes Friðlaugsson

Um söguna: 

Þessi skemmtilega og áhugaverða smásaga birtist í tímaritinu Skinfaxa árið 1933. Þar segir frá nokkrum vinum sem sitja við arineld þegar vonskuveður er úti og spjalla saman. Einhverjum verður að orði að oft geti lítil atvik gjörbreytt lífi og framtíð manna og það verður til þess að einn segir sögu af slíku.

Jóhannes Friðlaugsson (1882-1955) fæddist á Hafralæk í Aðaldal en foreldrar hans voru Friðlaugur Jónsson og Sigurlaug Jósefsdóttir, ábúendur þar. Ólst hann upp við þröngan kost og var alla tíð heldur heilsuveill. Hann þótti þó mikill skýrleikspiltur og tókst að komast til náms í Möðruvallaskóla og lauk kennaraprófi frá Flensborg árið 1904. Jóhannes stundaði kennslu víða, síðast í Aðaldal. Hann hætti kennslu árið 1949. Hann gat sér gott orð fyrir ritstörf og um hálfrar aldar skeið birtust ljóð hans, smásögur og frásagnir í blöðum, tímaritum og bókum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslenskar smásögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:18:45 18 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
19.00
Við arineldinn
Jóhannes Friðlaugsson