Vinur minn, furstinn

Maxim Gorki
0
No votes yet

Þýddar skáldsögur

ISBN 978-9935-16-685-2

Um söguna: 

Nóvelettan Vinur minn, furstinn eftir Maxim Gorki kom fyrst út á íslensku árið 1934 í frábærri þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð. Er þetta táknræn saga sem sögð er í fyrstu persónu og segir sögu tveggja manna sem ferðast saman um tíma.  Ef grannt er skoðað má yfirfæra samskipti þessara manna, það hvernig þeir líta tilveruna í kringum sig ólíkum augum, sem núningspunkt heilla stétta og þá pólitísku gerjun sem átti sér stað í umhverfinu á þessum tíma. Er þetta ein af perlum heimsbókmenntanna. 

Maxim Gorki eða Alexei Maximovich Peshkov (1868-1936) var rússneskur rithöfundur sem talinn er einn af upphafsmönnum þjóðfélagslegs raunsæis í bókmenntum. Var hann mikill umbótasinni og trúði á sósíalismann sem leið út úr þeim ógöngum sem rússneska þjóðin var komin í fyrir byltingu. Hann var af alþýðufólki kominn og í stéttskiptu samfélagi gamla keisaraveldisins áttu höfundar úr neðstu lögum samfélagsins afar erfitt uppdráttar, en hans tæri ritstíll og óvenju næm tilfinning fyrir umhverfinu sem hann náði að endurspegla í sögum sínum gerði það að verkum að menn fóru snemma að veita honum athygli. Var hann fimm sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum en hlaut þau þó aldrei.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:55:35 105 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
116.00
ISBN: 
978-9935-16-685-2
Vinur minn, furstinn
Maxim Gorki