Vatnsrennibraut og pappakassar

Unnið með opnar spurningar, tilraunir og leikgleði.

Markmið

Að æfa grunnskilning á verkfræði einfaldra hluta og athafna í gegnum leik.

LÝSING

Við komum saman í samræðuhring á gólfinu. Kennarinn er með búnt af vatnsslöngum, rúmlega metra að lengd og allir fá einn slöngubút í hendur. Hvað getur við gert við þetta? Margar tillögur og banki af hugmyndum koma fram. Á bak við okkur kúra litlir pappakassar, kyrfilega límdir aftur og lokaðir. Kassinn og slangan eru vinir, hvernig geta þeir leikið saman? Ein af hugmyndunum er að slangan kíki inn í kassann. En hvernig kemst hún inn? Við fáum lit til að teikna a.m.k. 4 hringi sem passa sem op fyrir slönguna á kassann. Nú vantar okkur áhald til að skera út hringina. Hvað getum við notað? Hér er síllinn kynntur og kennslustund í notkun hans. Hann er notaður til að gata mjög þétt eftir teiknuðu hringjunum, þá er nóg að ýta fast inn með sterkasta puttanum og opna gatið. 

Slangan ferðast inn og út og inn og út. En hvað er nú þetta? Trektin tekin fram og nú er að finna hlutverk fyrir hana, sumir hafa aldrei kynnst henni fyrr. Hún er með stóran munn. Hún fær vatn að drekka og við vitum ekki hvert það fer. Hvert vill vatn fara? Setjum samt box undir hinn endann á rörinu. Ein kanna er fyllt af vatni, kassarnir opnaðir á einn veg svo við sjáum inn í magann á honum. Allir setjast í hring fyrir framan kassann sem verið er að prufa í fyrsta sinn, og svo koll af kolli þar til allir kassarnir eru komnir í gang og vatnið rennur léttilega niður. Klöppum fyrir hverjum vel heppnaða kassanum á fætur öðrum. Nú vita allir að trektin þarf að vera efst á kassanum svo rörið taki við vatninu. Hér má koma orðum að þyngdaraflinu og hvernig jörðin togar allt til sín og heldur í okkur.

Að lokum gefum við vatninu litatón sem gaman er að fylgjast með renna niður og bubbla í rörunum. Þegar kannan tæmist sækjum við bara meira vatn í boxið við hinn endann á rörinu.