Klippibók – felubók

Bókverk þar sem unnið er með klippimyndir og göt/glugga þar sem sér í næstu síðu á eftir. En það sem maður heldur sig sjá glitta í reynist vera eitthvað annað...

Markmið

Að nemendur kynnist bókverkum myndlistamanna og sjái bækur sem myndlistarverk en ekki bara bókmentaverk.

LÝSING

Við byrjuðum á að skoða bækur með verkum Dieter Roth, og þá sérstaklega bókverkin. Við töluðum um hvernig bókverk myndlistarmanna eru frábrugðin hefðbundnum bókum og að bók þarf ekki endilega að geyma sögu. Ég sýndi þeim líka bók um fílinn Elmar þar sem hann er í feluleik við vin sinn sem er lítill fugl. Í bókinni eru göt á blaðsíðunum og í gegnum þau sér maður yfir í næstu opnu. En þegar maður flettir síðunni við finnur maður alltaf eitthvað allt annað en maður átti von á. Við notuðum svipaða hugsun í bókunum okkar. Krakkarnir byrjuðu á að vinna eina opnu í bókina, gerðu svo göt í síðurnar og teiknuðu á næstu síðu það sem sást í gegnum götin. Þá unnu þau næstu opnu og þurftu nú að vinna út frá því sem komið var á síðuna og þau höfðu gert í gegnum götin. Og eins og í sögunni um Elmar átti það sem var að finna á næstu opnu að koma manni á óvart. Bókin var svo saumuð saman í kjölinn á hefðbundinn hátt.

Stikkorð

Efni og áhöld

pappír, litir, teikniáhöld, skæri, þráður, nálar

Bókalisti