Rýmisskynjun / rýmisteikning

Skemmtilegar æfingar til að upplifa rýmið í kringum sig.

Markmið

Að nemendur upplifi kunnuglegt rými á nýjan hátt. Að þjálfa skynjun nemenda á umhverfi sínu. Að þjálfa rýmisskynjun.

LÝSING

Við byrjuðum á að skoða gamalkunnugt rými skólans í nýju ljósi.  Gengum í halarófu um skólann með litla spegla á nefinu.  Horfðum niður í speglana sem vísuðu upp og sáum þar af leiðandi bara loftið á leið okkar um ganga skólans.  (Hér er best að ganga í halarófu, kennari gengur fremstur – ekki með spegil – svo hann sér hvert farið er, hinir halda með annarri hendi í öxl þess sem er fyrir framan hann í röðinni.  Með hinni hendinni halda þeir á speglinum.)

Því næst teiknuðu nemendur rými skólans í nokkrum æfingum:

I  Lögðust á gólfið, horfðu upp í loft og teiknuðu það sem þau sáu fyrir ofan sig.

II  Völdu sér stað þar sem þau höfðu nokkuð gott pláss fyrir framan sig, teiknuðu það sem þau sáu framundan sér, gengu þá tvö skref áfram og teiknuðu aftur.  Þetta var endurtekið tvisvar eða þrisvar.

II Völdu sér fjögur eða fimm ólík sjónarhorf af sama rýminu og teiknuðu í sömu teikninguna.

Efni og áhöld

pappír, tússlitir, teiknispjöld, límband, speglar