Undraland í bók

Bókverk þar sem hver nemandi vinnur eina opnu. Í hverri opnu er búinn til staður eða veröld. Hverri veröld/opnu fylgir fígúra; fólk eða dýr, sem býr í þar.

Markmið

Að nemendur kynnist bókverkum myndlistamanna og sjái bækur sem myndlistarverk en ekki bara bókmenntaverk. Að nemendur kynnist hefðbundnu handverki bókagerðar.

LÝSING

Við byrjuðum á að skoða bækur um og eftir Dieter Roth, við skoðuðum bókverkin hans sérstaklega vel. Við töluðum um hvernig bókverk myndlistarmanna eru frábrugðin hefðbundnum bókum og að bók þarf ekki endilega að geyma sögu. Svo talaði ég líka um Lísu í Undralandi því bókverkið okkar hefur á vissan hátt svipaða hugsun og er að finna þar. Í sögunni af Lísu kynnumst við ótrúlegustu heimum og furðuveröldum sem hún ferðast á milli á ævintýralegan hátt, en algerlega áreynslulaust.

Bókin okkar er þannig upp byggð að hver og einn gerði eina opnu þar sem hann útbjó sína veröld. Opnurnar voru gerðar á harðspjöld og límdar saman með kjölbandi. Þannig geta þær staðið sjálfar upp á endann og bókin verður til þegar öllum opnunum er raðað saman á borði. Þegar búið var að stilla bókinni upp bjuggu krakkarnir til fígúrur, fólk eða dýr, til að stilla upp með bókinni og er hægt að ímynda sér að þær ferðist á milli furðuveraldanna, eins og Lísa í Undralandi.

Stikkorð

Efni og áhöld

tímarit, límstifti, skæri, pappír, teikniáhöld, bókbandspappi, bókbandslím, strigi, málningarrúlla, málningarbakki, þvingur, tréspjöld

Innblástur