Dýrabók

Skissubók / dagbók þar sem nemendur safna saman hugmyndum og hugleiðingum sem tengjast ákveðnu verkefni. Bókin er saumuð saman úr teikningum og pappírsörkum sem þurfa ekkert frekar að vera allar af sömu stærð.

Markmið

Að nemandi geri sér grein fyrir áhrifum umhverfis á útlit og lífshætti dýra – Að nemandi skrái hugmyndir sínar í teikningu og texta og geri sér þannig betur grein fyrir hugmyndaferlinu

LÝSING

Dýrabók er skissubók og dagbók í Listbúðunum HEIMUR DÝRANNA.  Í hana skrá nemendur hugmyndir sínar og hugleiðingar sem tengjast verkefninu.  Það getur verið í formi dagbókar, þar sem fram kemur hvað gert var hvern dag, hvert var farið og þær hugleiðingar sem vakna við það.  Hér eru líka teikningar af dýrinu og pælingar sem tengjast því.  Skráningin er í mynd og / eða texta, allt eftir því hvað nemandinn kýs.  Stóra vatnslitamyndin / blekteikningin sem lýst er í DÝRATEIKNING verður efniviður í bókina.  Örkin er klippt niður og teikningin af dýrinu sjálfu verður forsíða en aðrir hlutar arkarinnar geta ýmist orðið að síðum í bókina eða þá að smærri  teikningar eru klipptar út og verða efniviður í klippimyndir.

Í lokin er bókinni raðað upp og hún saumuð saman.  Göt eru gerð í síðurnar á vinstri hlið (best er að gata allan bunkann í einu svo götin stangist örugglega á) og þær saumaðar saman með vír eða þræði.  Tágastöng er saumuð föst við og hægt er að skreyta bókin með því að festa á hana sjávarslípað grjót og gler sem kallast á við efnið í dýrunum.