Fyrir kennara í skapandi greinum

KVEIKJAN er..

 KVEIKJUNNI er ætlað að virka á líkan hátt;  ein hugmynd kveikir aðra.  Eitt verkefni kveikir hugmynd að nýju verkefni eða ólíkri útfærslu.  

 

Velkomin

 Kveikjan er verkefnavefur í sjónlistum. Hún er ætluð kennurum í hefðbundnum skapandi greinum eins og myndmennt, smíði, hönnun og textíl, en líka  öðrum kennurum sem hafa áhuga á að vinna með nemendum sínum á skapandi hátt að sjónrænum verkefnum.

Home page menu

Hér eru verkefni flokkuð eftir aðferð.  Verkefnin í þessum flokki eru öll unnin í tvíviða miðla myndslistar, eins og teikningu, málun, grafík, ljósmyndun, bókverk, myndasögugerð, hreyfimyndagerð, skissubók og klippimynd/collage.

Hér eru verkefni flokkuð eftir aðferð.  Verkefni í þessum flokki eru öll unnin í þrívíða miðla myndlistar, eins og skúlptúr, innsetningar, byggingalist og vöruhönnun.

Hér eru verkefni flokkuð eftir því samhengi sem þau eru unnin í.  Samhengið getur verið margs konar, eins og listasaga/söfn; tenging við aðrar námsgreinar; samvinna/hópaverkefni; leikskólaverkefni og að verkefnið sé unnið úti.

 

Hér eru verkefni flokkuð eftir því efni sem unnið er með.  Verkefnin eru flokkuð eftir því efni sem er ráðandi í gerð þeirra, t.d. leir, litur, pappír, tré, málmur, litur o.sv.frv.

Hér eru verkefni flokkuð eftir huglægu viðfangsefni þeirra.  Hér eru undirflokkarnir klassísk viðfangsefni myndlistar, eins og litafræði, myndbygging, formfræði, fjarvídd, hugmyndavinna og skali.

Hér er að finna verekfni sem hafa verið kennd sem hluti stærra verkefnis í Myndlistaskólanum.  Það getur verið Listbúðir grunnskólabarna, stærri námskeið, eða þemaverkefni.  Undirflokkarnir hér eru heiti Listbúða eða námskeiðis og sé það valið birtast öll verkefni sem tilheyra því.