Ljóð

Bækur á ensku

Þú hlustar Vör
Ljóðaflokkurinn „Þú hlustar Vör“ eftir Huldu samanstendur af 9 ljóðabálkum, ásamt inngangs- og lokaljóði. Ljóðabálkarnir eru mislangir en eiga allir það sameiginlegt að hefjast á inngangsljóði.

Ljóð Huldu eru afar grípandi, dreymandi og heillandi og koma tilfinningar hennar sterkt fram. Hún sækir innblástur í sína eigin reynslu, sínar eigin tilfinningar, minningar, drauma og vonir. Ljóðin spanna allt frá ákalli til norrænu gyðjunnar Varar, til móðursorgar og ást móður til barna sinna.

Hafdís E. Jónsdóttir les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 2 klst 5 mín 119 MB

Bláskógar (4. bók)

Bláskógar (4. bók)
Jón Magnússon

Bláskógar IV er fjórða og síðasta bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar. Í því er að finna tvö skemmtileg og áhugaverð söguljóð. Hið fyrra nefnist Björn á Reyðarfelli og hið síðara Páll í Svínadal.

Björn á Reyðarfelli samanstendur af 29 ljóðum og nokkrum textum í lausu máli. Þar er sögð saga Björns sem er einkasonur sýslumanns og stefnir að laganámi. Hann verður ástfanginn af vinnukonu á bænum og vill giftast henni. Verður þetta til þess að hann rífst við föður sinn og flytur burt í reiði sinni með konuefni sínu. Síðan er að sjá hvernig fer fyrir ungu hjónaefnunum.

Páll í Svínadal segir líka áhugaverða sögu og hefur að geyma 14 ljóð.

Hér er á ferðinni áhugaverð og skemmtileg tilraun sem allir unnendur ljóða og góðra sagna ættu að hafa gaman að.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:27:31 270 MB

Bláskógar (3. bók)

Bláskógar (3. bók)
Jón Magnússon

Bláskógar III er þriðja bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg góð ljóð eins og Vígvelli, Völu og Gömlu hjónin í kotinu. Jón orti oftast hefðbundið en þó bregður hann út af því á nokkrum stöðum hér. Styrkur hans fólst fyrst og fremst í sérstæðri sýn hans á tilveruna, þessari fölskvalausu einlægni og hjartahlýju sem skín alltaf í gegn. Þá bjó hann yfir miklu valdi á tungumálinu þannig að ljóð hans eru oftast áreynslulaus og lipur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:16:21 249 MB

Bláskógar (2. bók)

Bláskógar (2. bók)
Jón Magnússon

Bláskógar II er önnur bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg hans bestu ljóð eins og Bjössi litli á Bjargi, Haustvindar og ljóðabálkinn Bifröst. Jón var hefðbundið skáld að formi til og fylgdi einnig ríkri hefð í efnisvali, en styrkur hans fólst fyrst og fremst í sérstæðri sýn hans á tilveruna, þessari fölskvalausri einlægni og hjartahlýju sem skín alltaf í gegn. Þá bjó hann yfir miklu valdi á tungumálinu þannig að ljóð hans eru oftast áreynslulaus og lipur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:18:57 254 MB

Bláskógar (1. bók)

Bláskógar (1. bók)
Jón Magnússon

Jón Magnússon (1896-1944) fæddist í Fossakoti í Borgarfirði. Tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur, lærði beykisiðn og stundaði hana þangað til hann eignaðist húsgagnaverslun sem hann rak þar til skömmu fyrir dauða sinn. Þó Jón hyrfi úr sveitinni til borgarinnar eins og svo margir um hans daga var hugur hans bundinn við dreifbýlið; því helgaði hann kvæði sín. Hann virti fastheldni þeirra sem heima sátu og héldu í gamla lifnaðarhætti en óttaðist það los sem vaxandi þéttbýlismyndun hafði í för með sér. í skáldskapnum hélt hann sér við eldri bragarhætti í samræmi við þjóðleg viðhorf sín. Orðfæri hans er víða kjarnmikið og skýrt, náttúrulýsingar ágætar. Þegar Jóni tekst best til nær hann að tengja við hið fagra og góða í hverjum manni.

Jón Magnússon valdi fyrstu bók sinni heitið Bláskógar (1925). Er nafngiftin auðskilin þegar haft er í huga að hann ólst að nokkru leyti upp í Þingvallasveit — Bláskógavegur heitir einmitt leiðin milli Borgarfjarðar og Þingvalla. Allt ljóðasafn hans var svo gefið út í fjórum bókum árið 1945.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 01:56:10 212 MB

Valin ljóð eftir Braga Boddason

Valin ljóð eftir Braga Boddason
Bragi Boddason

Sagt hefur verið að Bragi Boddason sé forfaðir allra íslenskra skálda; að hann hafi fundið upp dróttkvæðan hátt og verið
fyrir það afrek tekinn í goða tölu.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:04:42 4,5 MB

Valin ljóð eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld

Valin ljóð eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld

Það hefur oft verið sagt um Guðmund Guðmundsson að hann hafi verið „lognsins skáld“, en það eru vægast mikil ósannindi, því fá skáld eru í raun tilfinningaþrungnari og háleitari en hann.   Einnig virðist vera að hann hafi hreinlega ekki verið tekinn nægilega alvarlega sem skáld, einkum eftir að hann lést.  Menn viðurkenna jú að hann hafi búið yfir ótrúlegri bragsnilld og rímtækni, en láta líka þar við sitja.  Hverju sem um er að kenna þá virðist Guðmundur einhvern veginn hafa týnst í skáldaflórunni eftir að hann dó og er það synd um jafn hæfileikaríkt skáld.

Lesari er Valý Ágústa Þórsteinsdóttir.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:14:23 16,1 MB

Valin ljóð eftir Bólu-Hjálmar

Valin ljóð eftir Bólu-Hjálmar
Bólu-Hjálmar

Hjálmar byrjaði ungur að setja saman vísur og hélt þeirri iðju sinni ódeigur fram að því síðasta.  Honum veittist létt að yrkja og liggur eftir hann mikið af lausavísum og ljóðum. 

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:11:59 16,6 MB

Valin ljóð úr ljóðabókinni Vor úr vetri

Valin ljóð úr ljóðabókinni Vor úr vetri
Matthías Johannessen

Ljóð Matthíasar eru frjáls að formi til, full af ríku myndmáli og bókmenntalegum vísunum.  Samtíminn er honum gjarnan nálægur og skáldið ber á borð fyrir lesandann sína persónulega sýn og þau hughrif sem veruleikinn færir honum.  Sýn skáldsins er oft draumkennd og fegurðin og rómantíkin aldrei langt undan.

Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:08:40 4,1 MB

Valin ljóð eftir Jón Þorláksson frá Bægisá

Valin ljóð eftir Jón Þorláksson frá Bægisá
Jón Þorláksson frá Bægisá

Hver öld á sín stórmenni sem standa upp úr, hvort sem er í skáldskap, menntun, eða öðrum þjóðþrifamálum.   Einn af þeim mönnum sem bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína á 18. og 19. öld var Jón Þorláksson prestur og þjóðskáld sem löngum hefur verið kenndur við Bægisá í Hörgárdal í Eyjafirði.  Á tímum þegar Íslendingar voru einkum uppteknir við að berjast við hungurvofuna og eirðu lítið við veraldlegan skáldskap fékkst hann við að þýða heimsbókmenntirnar yfir á íslensku við erfið skilyrði og svo vel að erlendir fræðimenn fylltust hrifningu.  Þá orti hann vísur, ljóð og sálma sem fengu fastan stað í hjörtum landsmanna. 

Lesarar eru Ingólfur B. Kristjánsson
og Páll Guðbrandsson.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 00:17:37 20,3 MB